Bændablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Vilhjálmur Svansson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir:
Sumarexem, smámýsofnæmi, í íslenskum
hestum – meðferðarúrræði í augsýn
Þekkt hefur verið um aldir að með
sumarkomu fá sum hross kláða
og húðútbrot og einkennin ágerast
er líður á sumarið, sérstaklega ef
sumrin eru heit og rök. Menn
hafa tengt þessi einkenni bítandi
óværu og reynt að verja hestana
fyrir henni. Sjúkdómurinn hefur
í tímans rás fengið mismunandi
heiti, s.s. summer eczema, sweet
itch, Queensland itch, summer
itch, Culicoides hypersensitivity
og insect bite hypersensitivity. Á
íslensku nefnist sjúkdómurinn
sumarexem.
Það var þó ekki fyrr en uppúr
miðri síðustu öld að farið var að rann-
saka sjúkdóminn nánar, til að greina
eðli hans og orsakir. Með því að nota
seyði af mismunandi blóðsjúgandi
eða bítandi flugnategundum í húð-
prófum kom í ljós að stærstur hluti
hestanna svaraði á seyði smámýs
af ættkvíslinni Culicoides (Fadok,
1990; Halldorsdottir et al., 1989;
Quinn et al., 1983). Þegar vefj-
ameinafræði sjúkdómsins var skoðuð
benti flest til þess að um ofnæmis-
viðbrögð væri að ræða (Riek, 1953).
Öll hrossakyn geta fengið sum-
arexem en eru misnæm og virðast
erfðaþættir koma þar við sögu.
Umhverfisþættir og þá aðallega
útsetning fyrir smámýi skiptir þó
mestu máli. Tíðni sumarexems í
mismunandi hrossakynjum er mjög
á reiki og í raun lítið rannsökuð.
Erfitt getur verið að bera saman
tíðnina út frá þeim faraldsfræðilegu
rannsóknum sem gerðar hafa verið
sökum mismunandi aðferðafræði.
En samkvæmt þeim er sýnd sjúk-
dómsins mjög breytileg eftir land-
svæðum (útsetningu fyrir flugunni)
og hestakynjum, eða á bilinu 2 til
40% (Þorsteinsdóttir and Svansson,
2002).
Tíðni sumarexems
Með vaxandi vinsældum íslenska
hestsins í Evrópu á 20. öld tóku
menn fjótlega eftir því að hestar af
þessu kyni fengu exemið í hærri tíðni
en önnur hross og einnig að tíðnin
var mest í hestum sem komu frá
Íslandi, fremur en íslenskum hestum
fæddum erlendis. Það er ekki fyrr en
á síðustu árum að tíðni sumarexems í
íslenskum hestum hefur verið rann-
sökuð með markvissum hætti. Í
norrænum rannsóknum komu fram
vísbendingar um að fjórðungur út-
fluttra hesta fengi sumarexem en
áhættan væri mun minni fyrir hesta
af íslensku kyni fæddum erlendis,
eða minni en 10% (Brostrom et al.,
1987; Halldorsdottir and Larsen,
1991). Ýtar-legasta rannsóknin sem
gerð hefur verið á tíðni sumarexems
var gerð með klínískri skoðun á 350
útfluttum hestum í Noregi, Svíþjóð
og Þýskalandi. Ekki var hægt að
sýna fram á tengsl sumarexems við
erfðir í þessari rannsókn en hrossin
voru afkvæmi 17 valinna stóðhesta.
Í rannsókninni reyndist u.þ.b. fjórð-
ungur hestanna vera með sumar-
exem en athyglisverðast var að ef
hrossin höfðu verið tvö ár eða meira
á flugusvæðum, og ekkert gert til
að verja þau fyrir smámýinu, voru
54% þeirra með einkenni sumar-
exems (Bjornsdottir et al., 2006).
Svipuð rannsókn var gerð á tíðni
sumarexems í Þýskalandi á tæplega
1000 íslenskum hrossum fæddum á
meginlandi Evrópu og var tíðnin á
bilinu 3-7% (Reiher, 2006).
Hrossaútflutningur og
sumarexem
Nú er talið að u.þ.b. 230.000 hross af
íslensku kyni sé að finna víðsvegar
Fróðleiksbásinn
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Hefð er fyrir því að klippa tré og
limgerði seinni hluta vetrar eða
snemma vors, þótt ekkert mæli
gegn því að klippa trjáplöntur á
öðrum árstímum nema þá helst
á haustin þegar hætta á sveppa-
sýkingu er mest. Að vísu er betra
að klippa sumar tegundir, eins og
hlyn og birki, á veturna áður en
safastreymið frá rótunum verður
of mikið. Tilgangurinn með því að
klippa eða snyrta tré og limgerði
er að móta plönturnar í ákveðna
lögun, hæð eða breidd. Klipping er
líka til þess ætluð að runnar þétti
sig. Til að fá þétt og fallegt limgerði
verður að klippa það reglulega frá
gróðursetningu. Limgerði sem
trassað er að klippa verða gisin.
Á fyrsta til þriðja ári eftir gróður-
setningu á að byrja að móta limgerð-
ið með því að klippa burt um tvo
þriðju af ársvexti hraðvaxta tegunda
en minna, um fjórðung, af tegundum
sem vaxa hægar. Taka skal bæði
utan og ofan af runnunum. Gæta
verður að því að tré eins og birki,
reynir, heggur, lerki og greni hafa
tilhneigingu til að mynda leiðandi
stofn og þeim tegundum á ekki að
klippa ofan af fyrr en trén hafa náð
réttri hæð.
Góð og beitt verkfæri eru nauð-
synleg þegar klippt er. Handklippur,
kraftklippur fyrir stórar greinar og
sög eru verkfæri sem enginn garð-
eigandi getur verið án en ef fella á
stór tré er best að nota keðjusög.
Verkfæri verða að vera beitt svo að
skurðurinn verði hreinn og sárið nái
að loka sér, auk þess sem vinnan
verður auðveldari ef verkfærin bíta
vel.
Áður en hafist er handa við
klippingu er nauðsynlegt að yfir-
fara öll verkfæri vel, hvort sem um
er að ræða vél- eða handverkfæri.
Ef endurnýja þarf verkfærin marg-
borgar sig að eyða aðeins meiru í
góðar klippur frekar en að kaupa
ódýr og léleg verkfæri.
A-laga limgerði best
Limgerði, sem eru breið að neðan
og mjókka eftir því sem ofar dregur,
eru það sem kallað er A-laga og talin
hafa besta formið. Lögunin tryggir
að sól skíni á allar greinarnar og
dregur úr að snjór sligi þær. Mjó
og nett limgerði, sem eru 50 til 60
sentímetrar að neðan og mjókka upp
í topp, veita alveg jafnmikið skjól og
breið og fyrirferðarmikil limgerði.
Almennt veita limgerði skjól fyrir
vindi á bili sem nemur tíu sinnum
hæð þeirra.
Þægilegasti tíminn til að klippa
limgerði er snemma á vorin og fram
að laufgun, eða á meðan greinarnar
eru lauflausar og sjáanlegar.
Hversu stíft limgerði eru klippt
fer eftir vaxtarlagi plantnanna sem í
því eru. Limgerði með birki, reyni,
toppum, misplum, alparifsi eða víði
getur verið fallegt að klippa mjög
mikið og nánast eftir reglustiku.
Limgerði úr fjallarifsi, kvistum og
roðaberi er aftur á móti fallegt að
láta vaxa frjálslegar og eilítið villt.
Endurnýjun gamalla limgerða
Gömul og gisin limgerði má endur-
nýja með því að klippa þau rækilega
niður að vori og skilja eftir 15 til
20 sentímetra stubba og tvær til
þrjár greinar, svo að plönturnar
eigi auðveldara með að endurnýja
sig. Víðir, fjallarifs, blátoppur og
gljámispill þola svona klippingu vel
en fara verður gætilega með aðrar
tegundir, til dæmis birki, sem alls
ekki þolir niðurstýfingu.
Klipping stórra trjáa
Tré eru klippt vegna þess að vaxtar-
rými þeirra er of lítið, greinar of
stórar, hafa orðið fyrir skemmdum
eða eru dauðar. Með grisjun fá tré
aukið vaxtarrými, loftrými eykst og
færri plöntur verða um næringuna í
jarðveginum. Tré eru einnig klippt
til að breyta vaxtarlagi þeirra, laga
þau að umhverfinu og þeirri notkun
sem þeim er ætluð.
Þeir sem ætla að fella tré geta
gert það á hvaða árstíma sem er.
Auðveldast er að gera það áður
eða eftir að tréð fellir laufið, þá er
minni massi sem þarf að fjarlægja
úr garðinum.
Ekki mála í sárið
Oft er trjám plantað þétt í upphafi
svo að þau veiti hvert öðru skjól
en það eykur vaxtarhraða þeirra.
Gallinn er sá að oft gleymir fólk
eða tímir ekki að grisja trén þegar
þau stækka. Ef grisjað er tímanlega
má oftast taka tré upp og flytja en
slíkt getur reynst illframkvæmanlegt
þegar þau eru orðin of stór. Best er
að grisja um það leyti sem krónurnar
fara að snertast.
Æskilegt er að snyrta trén reglu-
lega frekar en að draga það um of.
Smærri sár gróa fyrr og betur en
stór og því minni hætta á fúa eða
roti. Ef of seint er í rassinn gripið
er betra að klippa burt eina stóra
grein en margar litlar vegna þess
að yfirborð eins stórs sárs er minna
en margra lítilla.
Yfirleitt vinnst meira á því að
taka burt tré þar sem mörg vaxa
of þétt en að grisja krónu allra
trjánna og láta þau standa áfram í
þrengslum.
Ekki má skilja eftir stubb þegar
stórar greinar eru fjarlægðar en þó
skal klippt þannig að greinarhálsinn
verði eftir, því þannig grær sárið
fyrr. Málning í sár er eingöngu
til skrauts og álíka gagnleg og að
hengja jólakúlur á tréð. Best er að
láta sárið þorna af sjálfu sér, hversu
stórt sem það er. Sárin eru áberandi
til að byrja með en gróa og verða
svo samlit trénu.
Vaxtarstýring
Hægt er að stjórna vexti trjáa með
því að klippa við þá grein eða brum
sem hefur æskilega vaxtarstefnu og
leyfa henni að vaxa áfram. Gæta
verður þess að velja sterkustu
brumin og heilbrigðustu greinarnar
til áframhaldandi vaxtar.
Ef fjarlægja á stóra grein verður
að gæta þess að saga hana burt í
áföngum og minnka þannig þungann
í stað þess að saga hana við stofninn
og eiga á hættu að hún brotni af og
rífi börkinn niður eftir stofninum.
Sárið sem myndast við slíkt opnar
greiðan aðgang fyrir sjúkdóma og
óþrif og veldur trénu óbætanlegum
skaða. Gæta skal þess að stubburinn
verði sem minnstur og að sagað sé í
heilbrigðan vef svo að fúi sem kann
að vera í skemmdri grein haldi ekki
áfram að skemma tréð.
Þegar tré sem ætlað er að vera
einstofna er klippt í fyrsta sinn skal
þess gætt að velja hraustasta sprot-
ann til framræktunar. Fjarlægja skal
veikbyggðar greinar og þær sem
hafa tilhneigingu til að vaxa niður.
Kollun
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að
garðeigendur klippi eða sagi ofan af
háum trjám, sérstaklega ösp. Þetta er
ekki til eftirbreytni. Kollun, eins og
þetta kallast, eyðileggur möguleika
trjánna til að vaxa eðlilega og er í
raun lítið annað en afskræming á
trjánum.
Nýjar greinar keppast við að
mynda nýjan topp, fjöldi greina
vex upp með lélega festu í stofn-
inum, vaxtarlag trésins skekkist og
ójafnvægi myndast í krónunni. Ef
um aspir er að ræða getur kollunin
orðið til þess að aspirnar reyni að
endurheimta greinamissinn með því
að senda upp rótarskot víðsvegar
um garðinn.
Í næsta blaði verður fjallað um
hvernig má nýta afklippurnar sem
vetrargræðlinga og rækta upp af
þeim nýjar plöntur.
Garðyrkja & ræktun
Vetrarklipping trjáplantna