Bændablaðið - 02.02.2012, Side 34

Bændablaðið - 02.02.2012, Side 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Þorsteinn og Magnús Loftssynir eru fæddir og uppaldir í Haukholtum. Kona Magnúsar, Alina Elena Balusanu, er frá Rúmeníu. Þorsteinn og Magnús keyptu jörðina af foreldrum sínum í byrjun árs 2004 og hófu búskap í Haukholtum. Þeir bræð- ur eru sjöundi ættliður í beinan karllegg sem er í Haukholtum og hefur ættin búið þar frá 1798. Árið 1936 stofnuðu þeir Þorsteinn Loftsson (afi þeirra) og bróðir hans Magnús Loftsson félagsbú í Haukholtum. Árið 1959 var bústofninum skipt og búið til nýbýlið Haukholt 2. Þá kaupir Oddleifur (eldri sonur Þorsteins) og Elín kona hans hluta Magnúsar. Árið 1962 kemur svo Loftur (yngri sonur Þorsteins) og stofnar félagsbú með föður sínum og tekur síðan við því árið 1971 og býr til ársins 2004. Býli? Haukholt 1. Staðsett í sveit? Ofarlega í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Ábúendur? Þorsteinn Loftsson, Magnús Helgi Loftsson og kona hans Alina Elena Balusanu. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Þorsteinn Loftsson og Vísa (Bordier Collie). Magnús og Alina eiga tvær dætur; þær Önnu Maríu, 6 ára, og Ástbjörtu, 4 ára, ásamt tveimur köttum; þeim Oliver og Nóa. Stærð jarðar? 514 ha. Tegund býlis? Sauðfé og hross. Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 500 fjár og 35 hross, einnig eru til örfáar geitur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er varla til, en þó er gefið í fjárhúsin kvölds og morgna meðan fé er á húsi. Einnig stundar Þorsteinn rúningu og tilfallandi smíðavinnu og Magnús stundar sjómennsku. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störfin eru sauðburður og smala- mennska, en leiðinlegustu eru án efa að skafa fjárhúsgólfin. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Hann verður vonandi með svipuðu sniði, með bættri vinnu- aðstöðu í fjárhúsi og hesthúsi. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Nauðsynlegur vettvangur þar sem fjöldi fólks stundar vanþakklátt og óeigingjarnt starf. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Honum mun ganga vel svo lengi sem Ísland stendur utan ESB. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í heilnæmu lambakjöti og unnum mjólkurvörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, brauð og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Léttreyktur lamba- hryggur er í uppáhaldi. Grillað lamba- og hrossakjöt líka. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru bæði mörg og eftirminnileg atvikin, en þó stendur hæst þegar Elding frá Haukoltum stóð efst á stalli í sex vetra flokki kynbótahryssna á Landsmóti 2008 með 8,56 í aðal- einkunn. Einnig er það ógleyman- leg stund þegar Daníel Jónsson sýndi Eldingu á síðsumarssýning- unni 2007 og hækkaði hana úr 5 í 9 fyrir skeið á yfirlitssýningunni. Matgæðingurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, hefur átt drjúgan þátt í að auka við uppskriftaflóru landans, hvort sem er í sjónvarps- þáttum eða við útgáfu matreiðslu- bóka. Seint á síðasta ári kom út bók eftir samnefndum sjón- varpsþáttum, Heimsréttir Rikku – Sælkeramatur frá átta löndum, en hér fá lesendur Bændablaðsins að skyggnast í uppskriftakistu Svíþjóðar. Hinar einu sönnu sænsku kjötbollur fyrir 6-8 – tími: 1 klst. 150 ml mjólk 50 ml rjómi 35 g brauðrasp 2 egg 100 ml vatn 2 laukar 4 meðalstórar kartöflur, soðnar, afhýddar og stappaðar 1 kg nautahakk 500 g svínahakk 1 tsk. púðursykur 4 msk. nautasoð 2 msk. sojasósa salt og pipar smjör til steikingar Aðferð: Blandið mjólk, rjóma, brauðraspi, eggi og vatni saman í skál og látið standa í nokkrar mínútur. Fínsaxið annan laukinn, steikið hann á pönnu upp úr svolitlu smjöri þar til hann verður mjúkur í gegn og kælið hann svo. Rífið hinn laukinn niður með rifjárni og setjið í stóra skál. Setjið allt hráefnið saman í skálina og blandið saman í höndunum. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Prófið að steikja eina bollu á pönnunni og smakkið. Bætið við kryddi ef þess þarf. Mótið bollur úr hakkblöndunni og steikið þær upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Mér finnst best að bera kjötboll- urnar fram með ekta kartöflumús og brúnni sósu upp á gamla mátann. Sænskt rauðrófusalat 250 g sýrður rjómi, 10% 2 msk. majónes ½ tsk. wasabi-mauk ½ tsk. sítrónusafi 200 g forsoðnar rauðrófur, skornar í teninga 2 græn epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í teninga ½ rauðlaukur, saxaður salt hvítur, nýmalaður pipar Aðferð: Hrærið sýrða rjómanum, majónesinu, piparrótarmaukinu og sítrónusafanum saman í skál og blandið svo rauðróf- unum, eplunum og lauknum saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk og kælið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir áður en salatið er borið fram. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hér gefur sjónvarpskokkurinn Rikka uppskrift að hinum einu sönnu sænsku kjötbollum, sem klikka aldrei. Mynd | Gísli Egill Hrafnsson. Haukholt Stelpurnar Anna María og Ástbjört með Jólasveininum. Magnús Helgi Loftsson og Alina Elena Balusanu. Sænskt og sígilt Elding frá Haukholtum á Landsmótinu 2008. MATARKRÓKURINN

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.