Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 2

Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 2
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 23. janúar ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 25. janúar ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Á námskeiðinu fyrir byrjendur er farið vel yfir leikreglur og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Byrjað alveg frá grunni og hægt að mæta ein/einn. Á framhaldsnámskeiðinu er Standard-kerfið skoðað í meiri smáatriðum og tæknin slípuð í úrspili og vörn. Ekki nauðsynlegt að koma með makker. Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. Sjá nánar á bridge.is undir ”fræðsla”. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ALÞINGI Verði drög að frumvarpi að nýjum vopnalögum samþykkt á Alþingi verður þremur íþrótta- greinum innan Skotíþróttasam- bands Íslands sjálfhætt þar sem nýliðun og uppfærsla á byssum verður útilokuð. Í drögunum, sem birt hafa verið á vef innanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir algeru banni á því að Íslendingar eigi hálfsjálfvirkar byssur, hvort sem þær eru ætlaðar til íþróttaiðkunar eða ekki. Stjórn Skotíþróttasambands Íslands mun funda vegna málsins á þriðjudag, og líklegt að í kjöl- farið verði óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkis- ráðherra um málið, segir Halldór Axelsson, formaður sambandsins. „Með þessu er að óbreyttu verið að loka fyrir þrjár íþróttagreinar sem stundaðar hafa verið hér á landi síðustu 40 árin,“ segir Hall- dór. Í öllum þremur greinunum er skotið í mark með skammbyssu. Þó að bannað verði að flytja inn og selja ákveðnar tegundir skot- vopna samkvæmt frumvarpsdrög- unum stendur ekki til að banna þeim sem eiga slík vopn þegar lögin taka gildi að halda þeim. Þess vegna munu þeir sem í dag stunda skotfimi geta haldið því áfram, en nýliðun verður engin og ekki verð- ur hægt að uppfæra byssurnar, segir Halldór. Hann bendir á að mikill upp- gangur hafi verið í skotfimi á und- anförnum árum. Nú stundi um 2.500 manns skotfimi, og árangur í þessum greinum hafi verið frábær. Skotveiðimenn eru hins vegar ánægðir með frumvarpsdrögin. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, það verður mjög gott að Frumvarpsdrög úti- loka íþróttagreinar Þremur skotíþróttum verður sjálfhætt verði drög að nýjum vopnalögum sam- þykkt óbreytt á Alþingi. Engin undanþága fyrir skotíþróttir í drögunum. Skot- veiðimenn fagna nýjum lögum sem setja strangari skilyrði fyrir byssueign. SKOTFIMI Í þremur íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi notast íþrótta- menn við hálfsjálfvirkar skammbyssur. Þær verða bannaðar samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum vopnalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum vopnalögum þurfa þeir sem vilja fá leyfi til að eiga skotvopn að vera reglusamir, og getur lögregla aftur- kallað leyfið gerist leyfishafar sekir um stórfelld fíkniefnabrot, ofbeldisverk, umferðalagabrot eða önnur sambærileg brot. Samkvæmt drögunum mega þeir sem hafa skotvopnaleyfi ekki eiga meira en 20 byssur, og þurfa að geyma þær í tryggilega læstum skotvopna- geymslum. Einnig verða öll hálfsjálfvirk vopn bönnuð með öllu, að undan- skildum haglabyssum sem aðeins taka tvö skothylki. Hámarksrefsing fyrir stórfelld brot á lögunum munu varða allt að átta ára fangelsi. Stórfelld brot eru til dæmis brot sem varða mörg eða sérlega hættuleg vopn, og ef tjón eða hætta hefur hlotist af brotinu. Reglusemi skilyrði fyrir skotvopnaleyfi fá þetta í gegn,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann segir þau lög sem nú gilda ónákvæm, og þeim fylgi óvissa hvað varðar breytingar á byssum sérstaklega. Þá séu ekki nægilega ströng skilyrði fyrir því hverjir megi eiga byssur í lögunum í dag, og úr því eigi að bæta. Elvar segir það ekki trufla þorra skotveiðimanna að takmarka eigi byssueign þeirra við 20 skotvopn. „Ég held að flestir séu langt undir þessu hámarki, og þeir sem eiga mikinn fjölda af byssum eru orðn- ir safnar og geta sótt um sérstakt leyfi fyrir því.“ brjann@frettabladid.is ÍTALÍA Suður-kóreskum brúðhjónum á þrítugsaldri var snemma í gærmorgun bjargað úr braki ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strand- aði við eyna Giglio undan vesturströnd Ítalíu á föstudagskvöld. Nokkru síðar var ítölskum manni úr áhöfn skipsins bjargað úr brakinu, alvarlega slösuðum á fótum. Kafarar, sem leituðu í skipinu í gær, fundu lík tveggja eldri karlmanna í þeim hluta þess sem er á kafi. Til samans hafa fimm lík fundist í brakinu, en 15 manns var enn saknað í gærkvöld. Sjónarvottar segja að skipstjórinn Francesco Schettino hafi eytt lunganum af föstudagskvöldinu á barnum í félagsskap konu. Þá hafi hann verið meðal þeirra fyrstu sem yfirgáfu skipið eftir að það strandaði. Sjálfur segist skipstjórinn, sem nú situr í gæslu- varðhaldi, hafa verið síðastur frá borði. Hann segir að klettarnir sem skipið strandaði á hafi ekki verið merktir inn á sjókortið sem siglt var eftir. Margir farþeganna sem lifðu slysið af líktu reynslu sinni við senu úr bíómyndinni Titanic. Þeir hafi verið að snæða kvöldmat þegar mikið högg kom á skipið. Vatn hafi þá tekið að flæða inn og skipið fljótt farið að halla. Mikill ótti hafi gripið um sig meðal farþega en litlar leiðbeiningar hafi fengist frá áhöfn um hvernig ætti að yfirgefa skipið. Um 4.200 manns voru um borð í skemmtiferða- skipinu. - hhs Fimm lík hafa fundist í ítalska skemmtiferðaskipinu sem strandaði á föstudag: Brúðhjónum bjargað úr flakinu SKIPBROTSMENN Kaldir og hraktir farþegar stíga á land eftir að hafa verið bjargað úr sökkvandi skemmtiferðaskipinu Costa Concordia á föstudagskvöld. SLYS Vélsleðamaður slasaðist töluvert í slysi á Mosfellsheiði síð- degis í gær. Maðurinn var ásamt félaga sínum á vélsleða á heið- inni þegar hann flaug fram af snjóhengju. Talið er að fallið hafi verið um 10 metrar. Sérútbúinn sjúkrabíll var send- ur á vettvang og var maður flutt- ur á slysadeild Landspítalans. Björgunarsveitir voru kallaðar út en þeim var snúið við eftir að sjúkraflutningamenn komust sjálfir að manninum. Vísir greindi frá því í gærkvöld að maðurinn hefði hlotið höfuð- áverka en væri ekki í lífshættu. - rat Vélsleðaslys á Mosfellsheiði. Féll 10 metra fram af hengju ELDSVOÐI Vistmaður á Kleppi, karlmaður á fertugsaldri, hefur viðurkennt að hafa kveikt í starfsmannahúsi á lóð spítalans á laugardagskvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang, þegar tilkynn- ing barst lögreglu um hálf ell- efu á laugardagskvöld. Vel gekk að slökkva eldinn, en húsið er talsvert skemmt. Íbúðin var mannlaus þegar lögregla og slökkvilið kom á stað- inn. Sjúklingurinn sagðist hafa kveikt í íbúðinni vegna sjúkdóm- stengdra ranghugmynda sinna um að eitthvað væri að í húsinu. - hhs Eldsvoði á laugardagskvöld: Vistmaður á Kleppi kveikti í Aflaverðmætið eykst stórum Skip þeirra átta útgerða, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári, fiskuðu fyrir 72 milljarða króna eða 20% meira en árið áður, samkvæmt samantekt Fiskifrétta. HB Grandi er nú sem fyrr efsta fyrirtækið á þessum lista með nálægt 18 milljarða í aflaverðmæti. SJÁVARÚTVEGUR KÓPAVOGUR Bæjarstjóra Kópa- vogs, Guðrúnu Pálsdóttur, hefur verið sagt upp störfum. Guð- ríður Arnardóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, til- kynnti Guðrúnu um uppsögnina á föstudag. Deilt er um umboð Guðríðar milli þeirra flokka sem mynda meirihluta í bænum. Þeir eru, auk Samfylkingarinnar, Vinstri græn, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa. Guðrún Pálsdóttir var ráðin bæjarstjóri eftir kosningar, en hún starfaði áður sem embættis- maður hjá Kópavogsbæ. Óánægja hefur verið með störf Guðrúnar meðal bæjarfulltrúa meirihlutans. Sérstaklega hefur verið óánægja með að dóttir Guð- rúnar hafi um tíma haft bíl sem Guðrún hafði frá bænum á meðan Guðrún notaði aðra bíla bæjarins, eins og fjallað var um í Frétta- blaðinu. Einnig er óánægja með hvernig staðið var að ritun sögu bæjarins. Samkvæmt heimildum er ekki samstaða um hvernig standa átti að uppsögninni. Einhverjir bæj- arfulltrúar töldu rétt að bíða eftir því að nýr bæjarstjóri yrði ráð- inn, og eru þeir ósáttir við fram- göngu Guðríðar í málinu. - bj, þþ Bæjarfulltrúar meirihlutans ekki sammála um hvernig staðið var að uppsögn: Bæjarstjóra Kópavogs sagt upp GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR SÓMALÍA Tugir þúsunda Sómala munu hafa látið lífið af völdum hungursneyðarinnar sem nú ríkir í suðurhluta Sómalíu áður en úr vandanum leysist. Þetta fullyrðir Mark Bowden, yfirmaður Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, í viðtali við BBC. Bowden segir að allt að helmingur barna í Sómal- íu sé vannærður. Hlutfall van- nærðra fari lækkandi, en þó verði líklega neyðarástand í landinu næstu sex til sjö mánuðina. Sameinuðu þjóðirnar áætla að ein og hálf milljón manna hafi hrakist frá heimilum sínum vegna neyðarástandsins sem nú ríkir í landinu. - hhs Þúsundir deyja úr hungri: Neyðarástand í hálft ár í viðbót Á HRAKHÓLUM Ein og hálf milljón manna hefur hrakist frá heimilum sínum vegna hungursneyðarinnar sem nú ríkir í suðurhluta Sómalíu. Eyjólfur er farið að blása byrlega fyrir ykkur? „Veðurhorfurnar eru allavegana góðar.“ Eyjólfur Jóhannsson rafverktaki stefnir að því ásamt félaga sínum að framleiða rafmagn með vindmyllu á Héraði. ALÞINGI Þingmenn snúa aftur úr jólafríi í dag og hefja þingstörf. Útkljá þarf mörg deilumál, meðal annars um fiskveiðistjórnunar- mál, vernd og nýtingu náttúru- svæða og tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Til stendur að taka tillögu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, um afturköllun ákærunnar, fyrir á föstudag. Sumir stjórnarþing- manna vilja beita sér fyrir frávís- un á tillögunni. - bj Þingmenn úr jólafríi í dag: Deilt um aftur- köllun ákæru SLÖKKVILIÐ Bátur sökk í Kópavogshöfn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan 4 aðfaranótt sunnudags þar sem bátur hafði sokkið í Kópavogshöfn. Slökkviliðið dældi upp úr bátnum. Ekki er vitað hvað olli því að hann sökk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.