Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 6
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR6
Fórst þú í utanlandsferð á
síðasta ári?
JÁ 51,9%
NEI 48,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Munt þú forðast viðskipti við
matvælafyrirtæki sem notað
hafa iðnaðarsalt í matvörur?
Segðu þína skoðun á visir.is
STJÓRNSÝSLA Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna,
segir matvælaeftirlit hafa brugð-
ist vegna sölu Ölgerðarinnar á iðn-
aðarsalti til matvælaframleiðslu.
„Ég hef aldrei farið í launkofa
með þá skoðum mína að það þarf
að herða eftirlit í landinu. Um
leið þarf einnig að herða kröf-
ur um vinnubrögð í framleiðslu
því að þar gerast brotin,“ segir
Jóhannes.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavík-
ur gagnrýnir einnig þá ákvörðun
Matvælastofnunar að hafa heim-
ilað Ölgerðinni að selja afgangs-
birgðir af iðnaðarsalti eftir að upp
komst um málið.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
segir að ábyrgðin liggi
fyrst og fremst hjá inn-
flytjanda og framleið-
endum sem nota vöruna.
„En þar með er ekki
sagt að eftirlitsaðilar
hafi ekki mátt standa
sig betur.“
Jón Gíslason, for-
stjóri MAST, segir í
samtali við Fréttablað-
ið að þegar málið kom
upp hafi Ölgerðin spurt
hvort selja mætti þær
birgðir sem eftir voru.
„Við gerðum ekki
athugasemd við það, svo
framarlega að kaupend-
ur yrðu upplýstir um
málið. Við vorum ekki
með neinar upplýsingar
um að varan væri skað-
leg heilsu manna. Varan
hefur svo verið hér á
markaði til fjölda ára og
það var spurning hvort
þessi eina vika breytti
nokkru.“ - þj
Formaður Neytendasamtakanna ósáttur við að Ölgerðin hafi fengið leyfi til að selja iðnaðarsalt áfram:
Segir eftirlitið hafa brugðist í saltmálinu
JÓHANNES
GUNNARSSON
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
SALT Engar upplýsingar eru
um að hættulegt sé að nota
iðnaðarsalt í matargerð.
KAUPMANNAHÖFN, FRÉTTABLAÐIÐ
Samtök atvinnulífsins í Danmörku
(Dansk Industri) eru enn þeirr-
ar skoðunar að upptaka evrunn-
ar væri í þágu hagsmuna dansks
efnahagslífs, þrátt fyrir umrót-
ið á evrusvæðinu. Þetta segir
Karsten Dybvad, framkvæmda-
stjóri samtakanna.
„Við höfum ekki skipt um skoð-
un,“ svaraði Dybvad þegar Frétta-
blaðið spurði hann hvort Dansk
Industri talaði enn fyrir upp-
töku evru. „Í skoðanakönnunum
sjáum við að forystumönnum fyr-
irtækja sem vilja taka upp evru
hefur fækkað frá því sem var, en
um leið sjáum við aukinn stuðning
við tengingu dönsku krónunnar
við evruna.“
Dybvad segist telja að mikil
andstaða við upptöku evrunn-
ar í Danmörku samkvæmt skoð-
anakönnunum sé vegna þeirrar
óvissu, sem ríki á evrusvæðinu.
„Ef maður styngi upp á því að
hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um
evruna á morgun, myndi fólk
sennilega segja manni að bíða
hægur og sjá hvernig mál þróast.
En við styðjum áfram upptöku
evru.“
Gengi dönsku krónunnar er fest
við evruna. Dybvad segir að það
fyrirkomulag hafi gagnazt Dan-
mörku vel, aukið trú fjármála-
markaða á dönsku efnahags-
lífi og stuðlað að lágum vöxtum.
Engar hugmyndir séu uppi um að
afnema þá tengingu og leyfa gengi
krónunnar að sveiflast.
Per Callesen, seðlabankastjóri
Danmerkur, segir að tengingin
við evruna hafi tryggt aukinn
stöðugleika í dönsku efnahagslífi.
Ókostirnir við að nota ekki evr-
una sjálfa séu hins vegar að seðla-
bankinn geti neyðzt til að halda
vöxtum hærri en á evrusvæðinu
til að verja gjaldmiðilinn. Undan-
farið hafi vextir í Danmörku þó
verið lægri en í Þýzkalandi, sem
líklega sé tímabundið. Þá hafi
fyrirkomulagið í för með sér að
Danmörk geti ekki tekið þátt í
ákvörðunum sem tengist evrunni.
Danska ríkisstjórnin hyggst
taka á sig nýjar skuldbindingar
í ríkisfjármálum sem er að finna
í drögum að ríkisfjármálasátt-
mála 26 Evrópusambandsríkja.
Torben M. Andersen, prófessor í
hagfræði við Árósaháskóla, segir
að ábyrg ríkisfjármálastefna sé
nauðsynleg til að styðja trúverð-
ugleika fastgengisstefnunnar, sem
Danmörk fylgir gagnvart evrunni
og koma þannig í veg fyrir spá-
kaupmennsku með krónuna.
„Lexían sem við höfum lært og
stefnan sem við höfum fylgt síðan
á níunda áratugnum er að ríkis-
fjármálastefnan er bakhjarl trú-
verðugleika fastgengisstefnunn-
ar,“ sagði Andersen á fundi með
blaðamönnum í Kaupmannahöfn
í síðustu viku. olafur@frettabladid.is
KJÖRKASSINN
www.ms.is
Með D-vítamíni sem hjálpar
þér að vinna kalkið úr mjólkinni.
Meira fjör með Fjörmjólk!
Nú í nýjum
umbúðum
með
skrúftapp
a
NÁTTÚRA Bandarískir vísinda-
menn hafa uppgötvað nýja frosk-
tegund í frumskógi á Papúa Nýju-
Gíneu. Frosktegundin nefnist
Paedophryne amauensis og er sú
minnsta sem sést hefur. Raunar
er þetta minnsta hryggdýr sem
fundist hefur.
Fullþroska eru froskarnir ein-
ungis 7 millimetrar að lengd en
til samanburðar er þvermál einn-
ar krónu myntar 22 millimetrar.
Þá fundu vísindamennirnir
aðra nokkuð stærri tegund sem
virðist náskyld hinni fyrri. - mþl
Ný frosktegund uppgötvuð:
Uppgötvuðu
örlítið hryggdýr
FROSKTEGUNDIN Eins og sjá má komast
fleiri en einn froskur fyrir á bandarískri
tíu senta mynt sem er 18 millimetrar að
þvermáli. AFP/NORDICPHOTOS
SVÍÞJÓÐ Nemendum í Svíþjóð
verður aðeins í undantekningar-
tilfellum bannað að ganga með
blæju sem hylur andlitið í skól-
um. Svo hljóða nýjar reglur
sænskra fræðsluyfirvalda.
Mögulegt verður að banna
blæjur við tilraunir á rannsókna-
stofum þar sem hætta getur staf-
að af. Einnig þegar blæjan þykir
torvelda samskipti kennara og
nemenda.
Almennt bann við blæju fyrir
andlitinu verður ekki vegna
trúfrelsis og réttar nemenda til
að ákveða sjálfir hvernig þeir
klæðast. - ibs
Skólayfirvöld í Svíþjóð:
Andlitsblæjur
eru leyfilegar
Atvinnulífið áfram
hlynnt upptöku evru
Samtök atvinnulífsins í Danmörku hafa ekki skipt um skoðun á upptöku evru
og telja áfram að Danir ættu að taka hana upp. Aukinn stuðningur er við
tengingu dönsku krónunnar við evruna og ekki áformað að skera á tengslin.
JÁKVÆÐ TENGING Carsten Dybvad segir að tenging dönsku krónunnar við evruna
hafi reynzt vel og engin áform séu uppi um að afnema hana. MYND/DANSK INDUSTRI
Ef maður styngi
upp á því að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu um
evruna á morgun, myndi fólk
sennilega segja manni að
bíða hægur og sjá hvernig
mál þróast.
KARSTEN DYBVAD
FRAMKVÆMDASTJÓRI DANSK INDUSTRI
BEIRÚT, AP Ban Ki-moon, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hvetur Bas-
har al-Assad Sýrlandsforseta til að
hætta að „drepa fólkið sitt“. Í ræðu
á ráðstefnu um lýðræði í araba-
ríkjunum sem haldin var í Beirút
í gær sagði hann: „Láttu af ofbeldi
og hættu að drepa þína eigin
þegna. Leið kúgunar er blindgata.“
Sheik Hamad, emír af Katar,
sagði í viðtali við 60 mínútur á
CBS í gær að arabaríkin þyrftu að
senda eigið herlið inn í Sýrland til
að stöðva drápin.
Þúsundir hafa fallið í átökum
stjórnvalda í Sýrlandi og mótmæl-
enda undanfarin ár. Átökin hafa
magnast síðustu mánuði með hern-
aðaraðgerðum stjórnvalda gegn
mótmælendum.
Yfirvöld í Sýrlandi samþykktu
í síðasta mánuði áætlun Araba-
bandalagsins að stöðva herferðina
og draga skriðdreka og þungavopn
út úr borgum, sleppa pólitískum
föngum og hleypa fréttamönn-
um og starfsmönnum mannrétt-
indasamtaka inn í landið. Um 200
útsendarar Arababandalagsins eru
í Sýrlandi til að fylgjast með því að
staðið sé við þá samþykkt.
Fréttir herma þó að vera útsend-
aranna í landinu hafi ekki stöðvað
blóðsúthellingarnar. Starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna segja 400
manns hafa verið drepna síðast-
liðnar þrjár vikur og að yfir 5.000
manns hafi verið drepnir síðan í
mars í fyrra. - rat
Leiðtogar SÞ og arabaríkjanna þrýsta á Sýrlandsforseta að stöðva átök í landinu.
Leið kúgunar er blindgata
MÓTMÆLI Þúsundir manna hafa fallið í átökum í Sýrlandi síðustu misseri. Starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna segja 400 manns hafa fallið síðastliðnar þrjár vikur.
NORDICPHOTOS/AFP
REYKJAVÍKURBORG Borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Vinstri grænna hafa óskað
eftir upplýsingum um skila-
boð embættismanna til starfs-
manna velferðarsviðs um að þeir
mættu ekki svara fyrirspurnum
fjölmiðla.
„Óskað er upplýsinga um þau
skilaboð sem starfsmenn vel-
ferðarsviðs fengu í þessu tilviki,
auk svara við því hvers vegna
slík skilaboð eru ítrekað send
út þrátt fyrir að umboðsmaður
Alþingis sé þegar að skoða hvort
tjáningarfrelsi opinberra starfs-
manna eða möguleiki forstöðu-
manna á að veita upplýsingar um
starfsemi sína sé skert með slík-
um ákvörðunum,“ segir í bókun
fulltrúa minnihlutans. - gar
Samræmdar fréttir úr kerfinu:
Skerðir borgin
tjáningarfrelsi?
VIÐSKIPTI Vefsíður íslenskra fjár-
málafyrirtækja komu vel út úr
könnun sem Framkvæmdastjórn
ESB framkvæmdi á vefsíðum 562
fjármálafyrirtækja í Evrópu.
Voru alls tíu íslenskar vefsíð-
ur skoðaðar og var ekki gerð
athugasemd við nokkra þeirra.
Könnunin náði til allra 27
aðildarríkja ESB auk Íslands
og Noregs. Markmiðið var að
komast að því hvort neytendur
hefðu aðgang að upplýsingum
sem skulu vera aðgengilegar
samkvæmt neytendalöggjöf
ESB. Einungis 30 prósent vef-
síðna voru alfarið í samræmi við
reglur. - mþl
Evrópsk neytendakönnun:
Íslenskar vef-
síður þróaðar
Skemmdarverk í skóla
Brotist var inn í Garðaskóla í Garðabæ
í gærmorgun. Skemmdir voru nokkrar
en engu stolið að sögn lögreglu.
LÖGREGLUFRÉTTIR