Fréttablaðið - 16.01.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.01.2012, Blaðsíða 10
10 16. janúar 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Skattamál Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði og alþingismaður HALLDÓR Nýr sölu- og þjónustuaðili á Íslandi Öflug viðgerða- og varahlutaþjónusta Sími 510 1200 | www.tandur.is Úrval TASKI gólfþvottavéla A T A R N A Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skatt- byrði áranna tveggja. Eins og sést á mynd- inni greiða allir, sem borga skatta á annað borð, hærri skatta í dag en ef kerfið frá 2009 væri enn við lýði. Þeir sem eru með laun undir 200 þúsund- um greiða það sama (miðað við sömu laun). Þeir sem eru með laun á bilinu 200 til 650 þúsund borga 2,9% meira. Þeir sem eru með hærri laun en 650 þúsund borga 8,9% meira af launum sínum. En hvernig stendur þá á því að fjármála- ráðherra og fjölráðherrann staðhæfa að skattbyrði 60% Íslendinga sé léttari í dag en árið 2009? Við þeirri spurningu er einfalt svar: laun flestra Íslendinga hafa lækk- að umtalsvert á síðustu árum og þar með skattbyrði þeirra. Stjórnvöld hafa heykst á því verkefni að koma atvinnulífinu af stað sem er forsenda framþróunar lífskjara. Ég myndi því ekki hreykja mér hátt af léttari skattbyrði ef ég væri stjórnarliði! Skattbyrði allra hefur þyngst Samanburður á skattbyrði áranna 2012 og 2009 40% 30% 20% 10% 0% 8,9% 2,9% 0 10 0 20 0 30 0 40 0 50 0 60 0 70 0 80 0 90 0 1. 00 0 Mánaðarlaun í þúsundum króna Laun flestra Íslendinga hafa lækkað umtalsvert á síðustu árum … Æfingaplanið Alþingi tekur til starfa að nýju í dag og eflaust bíða landsmenn spenntir eftir því sem þar mun bera á góma. Það eru gömul sannindi og ný að ekkert mannlegt er þingmönnum óviðkom- andi. Það sést best á fyrirspurnum þeirra og þá oftar en ekki þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þeir nýta sér gjarnan það form til að koma sér í fjölmiðla. Þannig verður án efa merkilegt að sjá hvað kemur út úr einni af fjölmörgum fyrirspurnum Höskuldar Þórhallssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, en hann spyr ráðherra íþróttamála að því hvernig staðið verði að undirbúningi og þátt- töku Íslendinga á Ólympíuleikunum í sumar. Það verður fróðlegt að fá lista yfir æfingaplan afreksfólksins. Úthvíldur Annars kemur Höskuldur vel undan fríi og það eru ekki færri en níu fyrir- spurnir hans á dagskrá þingsins í dag. Skyldi engan undra að Höskuldur sé úthvíldur, raunar ættu allir þingmenn að vera það. Þeir hafa nefnilega verið í jólafríi síðan 17. desember. Stóru- eða litlubrandarjól skipta þingmenn nefnilega litlu; þeir þurfa ekki minna en mánaðarfrí yfir hátíðarnar. Hvað lá á? Guðríður Arnardóttir, formaður bæjar- ráðs Kópavogs, tilkynnti Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra á föstudag að henni yrði sagt upp. Þetta mun hafa verið rætt í meirihlutanum, en kom þó nokkrum bæjarfulltrúum á óvart. Þeir töldu að ganga ætti frá öllum lausum endum áður en uppsögnin yrði tilkynnt, svo sem hver yrði ráðinn. Það er umhugsunarefni hví það var ekki gert. Að segja einhverjum upp starfi er gríðarlega mikil ákvörðun og er þeim sem fyrir verður áfall. Því ber að standa eins vel að slíku og hægt er. Það á bæði við um stofnanir sem einka- fyrirtæki. kolbeinn@frettabladid.isF réttablaðið sagði frá því um helgina að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) aðstoðaði nú fjármálaráðuneytið við gerð nýrrar rammalöggjafar, sem á að koma meira aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og töku ákvarðana um þau á Alþingi. Þannig á að taka á ýmiss konar vöntun, glufum og ósamræmi í lagaumhverfinu sem áttu sinn þátt í fjármálalegum óstöðugleika fyrir bankahrun. Fjármálaráðuneytið stefnir að því að leggja drög að nýrri rammalöggjöf fram til kynningar á Alþingi fyrir þinglok í vor. Meðal þess sem mun breytast, verði farið að tillögum AGS, er að það heyri sögunni til að mál- efni einstakra stofnana skjóti upp kollinum á síðustu stundu við fjárlagagerð, eins og algengt hefur verið til þessa. Í frétt Fréttablaðsins í fyrradag kom fram að eftir breytingu sé stefnt að því að fyrirkomulagið verði þannig að komi í ljós að stofnun skorti fé eftir að búið er að úthluta fé til hennar málaflokks, verði ekki annað í boði en tilfærsla fjár- muna sem ætlaðir hafa verið til þess málaflokks, en ekki aukin fjárútlát skattgreiðenda. Ríki víða um heim, ekki sízt í Evrópu, standa nú í erfiðri glímu við ríkisfjármálin og leitast við að koma á þau betri skikk og aga. Við erum í sömu stöðu og fjölmörg önnur Evrópulönd að því leyti að boginn var spenntur of hátt í ríkisfjármálum á meðan vel gekk í efnahagslífinu. Fyrir vikið var minna svigrúm til að bregðast við þegar dýfan kom og grípa þurfti til sársaukafulls niður- skurðar. Þeirri vinnu er ekki lokið; enn á eftir að skera meira niður til þess að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum. Skattahækkanir eru komnar umfram sársaukamörk. Þeir tímar ættu að vera á enda þegar gjaldahlið fjárlaga hækk- ar verulega í meðförum Alþingis. Lausungin við meðferð fjár skattgreiðenda hefur verið alltof mikil meðal þingmanna, sem hafa verið veikir fyrir þrýstingi kjördæma og hagsmunahópa. Reynslan af þeim mistökum sem voru gerð fyrir hrun ætti líka að kenna okkur að hefja ekki leikinn að nýju þegar betur árar í efnahagslífinu. Starfsumhverfi stjórnmálamanna var of þægilegt á meðan skatttekjurnar ultu nánast fyrirhafnarlaust inn í ríkis- sjóð. Þeir þurftu sjaldan að segja nei. Voru of ginnkeyptir fyrir ræðunni um að ein ríkasta þjóð í heimi hlyti nú að hafa efni á þessum útgjöldunum eða hinum. Við erum og verðum áfram í hópi ríkustu þjóða heims. En skuldakreppan beggja megin Atlantshafsins kennir okkur að jafnvel ríkustu þjóðir heims hafa ekki efni á hverju sem er. Stjórnmálamenn þurfa að segja nei við mörgum tillögum um aukin útgjöld. Aga og skipulag við gerð fjárlaga þarf að festa í sessi. Samstarf okkar við AGS hefur stuðlað að því hér á landi. Aðstoð sjóðsins við að setja rammalöggjöf um fjárlagagerðina ætti því að vera vel þegin. Aðstoð AGS við að búa til lagaramma um fjárlagagerð ætti að vera vel þegin: Aginn festur í sessi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.