Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.01.2012, Qupperneq 12
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is 38 Merkisatburðir 1960 Kona ver doktorsritgerð í fyrsta skiptið á Íslandi við Háskóla Íslands: Selma Jónsdóttir, listfræðingur. 1973 Fyrsti stóri skuttogarinn sem Spánverjar smíðuðu fyrir Íslendinga kemur til Reykjavíkur: Bjarni Benediktsson RE 210. 1995 Snjóflóð fellur í Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns farast. Á þessum degi árið 1947 var fyrst opnað tal- símasamband milli Íslands og Bandaríkjanna. Þeir sem töluðu fyrstir saman voru Emil Jónsson samgöngumálaráðherra og Thor Thors, sendi- herra í Washington. Talsamband við útlönd á stuttbylgjum var opnað árið 1935 og voru um 250 sam- töl afgreidd fyrsta mánuðinn. Gjaldið fyrir útlandasímtal var 33 kr. fyrir þriggja mínútna símtal sem jafngilti næstum heilu ærverði. Til samanburðar má geta þess að áskrift að dag- blaði kostaði á sama tíma 2-3 kr. á mánuði. Nýr sæsímastrengur, Scotice, milli Skotlands og Íslands var tekinn í notkun árið 1962 og olli hann byltingunni í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Árið 1980 kom jarðstöðin Skyggnir til sögunnar. Þá var fyrst hægt að hringja beint til annarra landa. ÞETTA GERÐIST: 16. JANÚAR 1947 Hringt til Bandaríkjanna Árni Björnsson er þekktur fyrir fram- lag sitt til þjóðháttafræði Íslendinga en hann starfaði sem forstöðumað- ur þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands frá 1969 til 2002. Því fór þó fjarri að það hafi verið hans æsku- draumur að fara út í nám af þeim toga. Árni er fæddur á Þorbergsstöðum í Dölum. Móðir hans var bóndadótt- ir þaðan en faðir hans sjómannssonur undan Jökli. „Ég var langyngstur af átta systkinum og ekkert hinna gekk þennan svokallaða menntaveg, enda lítil efni til þess. Faðir minn lést af slysförum þegar ég var sex ára, en eitt af því sem hann náði að segja við elstu systur mína áður en hann gaf upp önd- ina, var þetta: Látið hann Árna læra.“ Þannig útskýrir Árni af hverju honum var komið í menntaskóla og bætir við að hann hafi sjálfur verið fremur lítils nýtur við þarfleg störf. „Þegar ég svo hafði lokið stúdents- prófi, leist mér ekkert á að verða prestur, læknir eða sýslumaður eins og venjulegt sveitafólk taldi sjálf- sagðast að menn lærðu til í háskóla. Ég innritaðist því í íslensk fræði af hálfgerðri rælni,“ segir hann. Í nám- inu fékk hann ritgerðarverkefni sem hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. „Þegar ég tók að vinna að ritgerðinni, fór ég að hafa gaman af efninu, ekki síst ýmsu sögu- legu í kringum hátíðisdaga. Ég spurði því prófessorinn, Halldór Halldórs- son, hvort ég ætti að taka þau atriði með í ritgerðina,“ segir Árni. Sá sagði nei en benti honum á að slíkt efni gæti hentað í lokaritgerð. „Og það varð úr, að til kandídatsprófs skrifaði ég rit- gerð sem hét Jól á Íslandi sem tveim árum seinna kom út í bókarformi,“ upplýsir Árni en hann hefur í gegnum tíðina skrifað fjölda bóka um íslensk- ar hátíðir, tyllidaga, siði og þjóðtrú. Hálfþrítugur starfaði Árni eitt ár sem fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands hjá Alþjóðasambandi stúd- enta í Prag. „Þar var til dæmis býsna merkilegt að kynnast stúdentum frá þriðja heiminum, sem enn voru að berjast fyrir sjálfstæði þjóða sinna í nýlendum Breta, Frakka, Belga og Hollendinga,“ segir Árni. Eftir lok háskólaprófs kenndi hann í fjögur ár við þýska háskólann í Greifswald og síðar í Vestur-Berlín. „Eftir heim- komuna vann ég í nokkur ár á Hand- ritastofnun Íslands auk þess sem ég kenndi íslensku og þýsku við MR,“ segir Árni. Á þessum tíma hafði verið stofnuð þjóðháttadeild við Þjóðminja- safnið og þjóðfræðadeild við Árna- stofnun. Þær stöður voru báðar mann- aðar og Árni bjóst ekki við öðru en að verða menntaskólakennari áfram. Eftir nokkur ár var Kristján Eld- járn þjóðminjavörður kjörinn forseti Íslands, og Þór Magnússon, fyrsti starfsmaður þjóðháttadeildar, tók við embætti þjóðminjavarðar af honum. „Þá lifnaði allt í einu í gömlum glæð- um hjá mér og ég sótti um stöðu Þórs og fékk hana. Þar með voru örlög mín ráðin, því eftir það var aðalstarf mitt við Þjóðminjasafnið það sem eftir var starfsævinnar,“ lýsir Árni. Þó að Árni hafi gefið út allnokkr- ar bækur um eigin fræðasvið hefur hann einnig komið að ýmsu utan síns sérsviðs. Hann átti til dæmis hlut að þremur árbókum Ferðafélags Íslands og árið 2000 gaf hann út bók- ina Wagner og Völsungar. Árni hefur einnig séð um bæði þjóðfræðaþætti og málfarsþætti í útvarpi og tekið þátt í ýmsum sjónvarpsdagskrám gegnum tíðina. Hann vill þó sjálfur meina að hans merkilegasta verkefni um ævina sé „hin vonlitla viðleitni“ hans til að afhjúpa „ýmiskonar rugl sem látlaust er haldið að fólki af ýmiskonar gróðap- ungum, sem ráða yfir flestum fjölmiðl- um,“ eins og hann orðar það. „Ég nefni sem dæmi álfaruglið, víkingaruglið, herseturuglið ellegar sú innræting að fjármálabraskarar eigi einhvern heil- agan rétt á margfalt meiri tekjum en venjulegt heiðarlegt vinnandi fólk,“ segir Árni og vill meina að fjölmiðlar hafi snúið öllu á haus. „Þeir hafa lagt saman trú á draumvitranir, fyrir- boða, forspár, fjarskyggni, andatrú, álagabletti, líf á öðrum hnöttum, álfa, drauga og skrímsli, og fundið út með þessari samlagningu, að meirihluti Íslendinga sé fullur af hjátrú,“ segir Árni . Hann bendir á að raunin sé hins vegar að hér á landi, líkt og í öðrum löndum, trúi um tíu af hundraði á slík hindurvitni. „Þetta orðspor hefur svo orðið ein helsta „túrista-attraktion“ ferðaþjónustunnar, enda básúnað út um allar jarðir,“ segir Árni og ljóstrar um leið upp um þann grun sinn, að svo- kölluð goðafræði sé að miklum hluta tilbúningur fræðimanna. Inntur eftir því hvort haldið verði upp á afmælið í dag segir Árni ekk- ert stórfenglegt standa til. „Því við kona mín, Ingibjörg Helgadóttir, héldum upp á sameiginlegt 150 ára afmæli nú á þrettándanum. Hún átti sjötugsafmæli í lok október. Í því boði var einungis venslafólk, en þar var endurflutt óperan Gunnar og Hall- gerður sem við Jökull Jakobsson sett- um saman fyrir árshátíð MR þegar við vorum í 6. bekk,“ segir Árni sem hefur ávallt nóg fyrir stafni. „Ég er til dæmis að hugsa um að taka saman í bók, ef einhver vill gefa hana út, helstu greinar mínar aðrar en þær sem fjalla um þjóðhætti, auk skemmti- sagna af nokkrum kunningjum sínum gegnum tíðina.“ solveig@frettabladid.is ÁRNI BJÖRNSSON ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐINGUR: ER ÁTTRÆÐUR Vill afhjúpa ýmislegt rugl GLAÐLYNDUR Árni segir ekkert stórkostlegt standa til í dag enda hafi hann og kona hans, Ingibjörg Helgadóttir, haldið upp á sameiginlegt 150 ára afmæli á þrettándanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATE MOSS fyrirsæta er 38 ára í dag. „Ég hef hitt nánast alla þá sem mig langar til að hitta.“ Renndir munir, skálar af ýmsum gerðum, tálgaðar fígúrur, fuglar, brjóstnæl- ur og jólaskraut er meðal þess sem er að finna á sýn- ingu í Ráðhúsi Reykjavík- ur um þessar mundir. Allir eiga þessir hlutir það sam- eiginlegt að vera unnir úr Óslóartrénu 2010 af hand- verksfólki. Í tilefni alþjóðlegs árs skóga fóru Skógrækt ríkis- ins og Félag trésmiða í sam- starf um „gjörnýtingu“ á einu ákveðnu tré til að sjá með áþreifanlegum hætti hversu marga og fjölbreytta gripi mætti vinna úr því. Óslóartréð 2010 var valið til verksins en það þótti viðeigandi vegna áratuga- langs samstarfs við Norð- menn á sviði skógræktar og þess vináttuvottar sem það tré er. Alls skiluðu um 20 tré- rennismiðir og tálgarar inn gripum. Sýningin mun standa um stund í Ráðhúsinu en verið er að móta framhald verkefnisins og vinnslu á Óslóartrénu 2011. - trs Óslóartré fær framhaldslíf Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar G. Bachmann áður til heimilis að Vesturbergi 132, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 7. janúar s.l. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 18. janúar n.k. klukkan 13.00. Bára S. Ragnarsdóttir Ragnheiður Bachmann H. Ágúst Jóhannesson Sólveig Bachmann Baldvin Hafsteinsson Bryndís Bachmann Benjamín Júlíusson barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa. Steins Guðmundssonar Boðaþingi 5, áður Háaleitisbraut 31, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Boðaþingi 5 fyrir einstaka umhyggju og alúð. Anna Þorvaldsdóttir Dóra Steinsdóttir Páll Guðbergsson Ásta Steinsdóttir Jörgen Pétur Guðjónsson Guðmundur Steinsson Þorvaldur Steinsson Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR Þessir útskornu fuglar eru til sýnis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.