Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2012, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 16.01.2012, Qupperneq 35
MÁNUDAGUR 16. janúar 2012 3 hann úr rekavið. Lampinn er því grófur en laus við flísar og viður- inn er ekki unninn að öðru leyti en að hann er olíuborinn. Viðar- liturinn framkallar mjög mjúka birtu og í framhaldinu langar okkur að prófa hann úr íslensku lerki líka,“ útskýrir Dóra. Upphaflega var Tindur lampa- skermur sem Dóra hannaði fyrir Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Borgarnesi og var smíðaður þar. Skermarnir vöktu strax mikla athygli svo Dóra ákvað að þróa þá yfir í heildstætt ljós. „Ég leitaði til fyrirtækisins Lighthouse en þar þekkja menn allar reglugerðir og nauðsynlega öryggisstaðla. Lampinn fékk síðan góðar móttökur á sýningunni 10+ á HönnunarMars og Lighthouse óskaði eftir að framleiða hann,“ útskýrir Dóra. Lampinn verður í þremur stærðum að ummáli, 45 sentimetrar, 60 og 80 sentimetrar. „Sá stærsti hentar inni í stofn- anarými þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja en hinar stærð- irnar henta inni á heimili. Lýsing- in frá lampanum er skemmtileg en birtan skín gegnum rimlana og svo beint niður. Ef önnur ljós eru slökkt kemur einnig skemmtilegt skuggaspil fram.“ Dóra hefur áður hannað úr rekavið en í fyrra sýndi hún borðið Ferðalag með útskorinni fjöl í miðri borðplötu. Hún útilok- ar ekki að von sé á fleiri vörum frá henni úr rekavið. Nánar má forvitnast um hönnun Dóru á www.eitta.is. og undir heitinu Frú Hansen á vef Hönnunar- miðstöðvar. heida@frettabladid.is Tindur er á leið til Stokkhólms á sýninguna Stockholm furniture & light fair. Sjá www.lighthouse.is. MYND/ANNA M. SIGURJÓNSDÓTTIR Lampinn Tindur er smíðaður úr rekavið frá Hrauni á Skaga en fyrirtækið Light- house sér um framleiðslu. Áætlað er að markaðssetja hann á Norðurlöndunum. MYND/ ANNA M SIGURJÓNSDÓTTIR Framhald af forsíðu Hinn Íslenski HönnunarMars er meðal þess sem vefurinn Cool Hunting telur með því áhugaverðasta á árinu. Cool Hunting hefur frá árinu 2003 þefað uppi það áhugaverðasta hverju sinni í hönnun, ferðalögum, tísku og fleira. Vefurinn er lesinn um allan heim af þeim sem vilja fylgjast með því nýjasta og ferskasta hverju sinni. www.coolhunting.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.