Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 46
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR22
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
SKIPHOLTI 50c SÍMI 562 9090
JAN.
16.-31. .- .
1095.-
Nánari uppl‡singar má nálgast
á heimasí›u Mímis símenntunar
á mimir.is e›a í síma 580 1800.
Kynningarfundur um
raunfærnimat í Verslunarfagnámi
ver›ur haldinn í Ofanleiti 2, 3. hæ›
flri›judaginn 24. janúar kl: 20:00.
Markmi› me› raunfærnimati er a› meta færni og gefa út
sta›festingu á henni.
Hefur þú reynslu
af verslunarstörfum?
Viltu styrkja stö›u flína á vinnumarka›num?
Starfar flú í verslun e›a hefur starfa›
í verslun í nokkur ár?
Bandaríski söngvarinn, lagahöfund-
urinn og Grammy-verðlaunahafinn
Don McLean spilar í Háskólabíói 17.
október. Hann er þekktastur fyrir
lagið American Pie sem er eitt það
vinsælasta í tónlistarsögunni.
„Það er alltaf gaman þegar maður
fær svona heimsþekkta listamenn
til landsins,“ segir tónleikahaldar-
inn Guðbjartur Finnbjörnsson um
McLean.
Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein
mest selda plata áttunda áratugar-
ins, American Pie, kom út. Af því til-
efni ætlar McLean að spila víða um
heiminn á þessu ári. Hann spilaði
á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við
frábærar undirtektir og er því í fínu
formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði
á Glastonbury fyrir framan hundr-
að þúsund manns og menn gera það
ekki nema menn séu í góðu formi,“
segir Guðbjartur. „Ég hef verið að
skoða umsagnir um tónleikana hans
og þeir hafa verið að fá rosalega
fína dóma.“
Platan American Pie var tileink-
uð Buddy Holly og talið er að titil-
lagið fjalli um flugslysið sem varð
til þess að hann og tveir aðrir tón-
listarmenn, þeir Ritchie Valens
og J. P. „The Big Bopper“ Richar-
dson, fórust. Samtök plötuútgef-
anda í Bandaríkjunum völdu lagið
það fimmta áhrifamesta á síðustu
öld og árið 2002 var það vígt inn í
Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat
á toppi bandaríska vinsældalistans
í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var
McLean vígður inn í Frægðarhöll
lagahöfunda árið 2004. Annað vin-
sælt lag af plötunni er Vincent, sem
var tileinkað málaranum Vincent
Van Gogh.
Meðal annarra þekktra laga
McLean er Crying sem er hans
útgáfa af lagi Roy Orbison, Cast-
les in the Air og And I Love You So
sem Elvis Presley tók upp á sína
arma og söng. Einnig var lagið Kill-
ing Me Softly with His Song samið
um McLean. Síðasta plata hans,
Addicted to Black, kom út fyrir
þremur árum.
Miðasala á tónleika Dons McLean
í Háskólabíói hefst á Midi.is á næst-
unni. freyr@frettabladid.is
GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON: HANN ER Í GÓÐU FORMI
Don McLean höfundur
American Pie til Íslands
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Don McLean á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar. Hann spilar í Háskólabíói 17. október. NORDICPHOTOS/GETTY
Einar Aðalsteinsson leikari fer
með aðalhlutverkið í Gulleyj-
unni sem Leikfélag Akureyrar
frumsýnir í samstarfi við Borg-
arleikhúsið 27. janúar næstkom-
andi. Einar leikur þar á móti tón-
listarmanninum Birni Jörundi
Friðbjörnssyni og páfagauknum
Joshua.
Einar leikur Jim Hawkins,
ungan pilt sem vinnur á krá og
lendir í miklum ævintýrum þar
sem hann kynnist meðal annars
sjóræningjanum Langa-Jóni Silf-
ur sem Björn Jörundur leikur.
Inntur eftir því hvernig sé að
leika á móti Birni Jörundi og Jos-
hua segir Einar það gaman enda
séu þeir báðir mikil ljúfmenni.
„Þeir eru báðir mjög ljúfir og
rólegir og það er ofsalega gaman
að vinna með þeim. Munurinn
liggur kannski helst í því að fugl-
inn hefur minni orðaforða en
Björn,“ segir Einar glettnislega.
Joshua er sjö ára gamall páfugl
sem flutti með eiganda sínum frá
Dublin til Íslands. Líkt og aðrir
leikarar Gulleyjunnar mun Jos-
hua búa á Akureyri meðan á sýn-
ingum stendur og vonar Einar til
þess að hann og fuglinn geti orðið
herbergisfélagar.
„Hann verður bara einn af
okkur og ég vona svo sannarlega
að hann fái að búa hjá mér enda
erum við miklir mátar. Hann er
líka svo skemmtilegur og flott-
ur á litinn, það er nánast eins og
hann sé ekki ekta, hann er það
fallegur,“ segir Einar.
Líkt og áður hefur komið
fram verður verkið frumsýnt í
lok mánaðarins og að söng Ein-
ars hafa æfingar gengið vonum
framar þrátt fyrir nokkur eymsli
vegna skylminga. „Við höfum æft
alveg síðan í nóvember og erum
orðin mjög spennt fyrir frum-
sýningunni. Það er mikill hasar í
leikritinu og ég hef fengið nokkr-
ar skrámur við skylmingaæfing-
ar, en ekkert meira en það.“
- sm
Páfagaukurinn ljúfur mótleikari
„Það verða 28 myndir frá Bandaríkjunum eða
Kanada og bara ein önnur mynd frá Evrópu.
Þannig að við ætlum einhvern veginn að vera
fulltrúar Evrópu. Segjum það bara,“ segir kvik-
myndagerðarmaðurinn Helgi Jóhannsson.
Stuttmynd Helga og Halldórs Ragnars Hall-
dórssonar, Þegar kanínur fljúga, verður sýnd
á Slamdance-kvikmyndahátíðinni í Utah í
Bandaríkjunum, sem hefst í næstu viku. Á
meðal þeirra sem fara með hlutverk í mynd-
inni eru Gunnar Hansson, Anna Svava Knúts-
dóttir og Jakob van Oosterhout. Fleiri en 5.000
stuttmyndir voru sendar inn og er myndin
ein af 30 sem var valin. Það er til mikils að
vinna fyrir Helga og Halldór, en sigurvegari
stuttmyndaflokksins kemst í forval fyrir
Óskarsverðlaunin.
Slamdance-hátíðin var sett á fót árið
1995 þegar nokkrir kvikmyndagerðar-
menn vildu lýsa frati á Sundance-hátíð-
ina. Í dag er Slamdance hins vegar haldin
samhliða Sundance, í sama bæ á sama tíma.
Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa
verið uppgötvaðir á Slamdance. Þeirra
á meðal er Christopher Nolan, en
hann vann til verðlauna á Slamdance
fyrir fyrstu kvikmynd sína Follow-
ing. „Sundance er ein stærsta kvik-
myndahátíð heims og þetta er allt
haldið í litlum skíðabæ í Utah,“ segir
Helgi. „Við munum búa í húsi með
sextán öðrum kvikmyndagerðar-
mönnum. Þannig að þetta verður
örugglega frekar spes.“ - afb
Valin úr 5.000 stuttmyndum Á LEIÐINNI ÚT Helgi og félagar eru á leiðinni til
Utah í Bandaríkjunum
þar sem Slamdance-kvik-
myndahátíðin fer fram.
Leikstjórinn Christopher
Nolan er á meðal
þeirra sem voru
uppgötvaðir
þar.
GÓÐIR FÉLAGAR Einar Aðalsteinsson
og páfagaukurinn Joshua leika báðir í
Gulleyjunni sem frumsýnd verður í lok
janúar. Þeir eru miklir mátar líkt og sjá
má. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Uppáhaldssjónvarpsþátturinn
minn er líklega Brideshead
Revisited sem stórvinur minn
Þorlákur Einarsson benti mér
á fyrir um fjórum árum. Einnig
get ég horft á Arrested Develop-
ment og Sigtið aftur og aftur.“
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
TAKTU VÍSI Á
HVERJUM MORGNI!