Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 16

Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 16
16 24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Hinar frábæru fyrirspurnir Fyrirspurnir þingmanna eru oft áhugaverð sýn inn í hugarheim fyrirspyrjanda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ötull fyrirspyrjandi. Oftar en ekki fjalla hennar fyrirspurnir um hvernig hægt sé að tengja hitt og þetta við umsókn að ESB. Það gerir nýjasta fyrirspurn hennar, en hún snýr að manntali sem Hagstofa Íslands er að vinna. Vigdís spyr efnahags- og viðskiptaráðherra hver sé tilgangurinn með því, hvort það tengist umsókn að ESB, hvað herlegheitin kosti og hver borgi, hverju þetta eigi að skila og hvort þetta stangist á við lög um persónuvernd. www.hagstofan.is Internetið er til margra hluta nyt- samt. Örstutt leit sýnir til dæmis að í manntalið er ráðist vegna reglugerðar Evrópusambandsins frá 2008. Íslandi er skylt að taka þátt í því vegna EES- samningsins og hefur það því ekkert með umsókn að ESB að gera. Þrjú hundruð ára saga Íslendingar státa sig af því að eiga elstu varðveittu heimild um heila þjóð í manntalinu frá 1703. Það var einnig ótengt Evrópusambandinu. Mann- talið nú á að skila upplýsingum um íbúafjölda, menntun, atvinnuþátttöku og stöðu á vinnumarkaði, sem og um fjölskyldur og heimili. Þá verða í fyrsta skipti í 50 ár aðgengilegar upplýsingar um húsnæði landsmanna. Hvort þetta allt stangast á við lög um persónu- upplýsingar, eins og Vigdís spyr um, skal ósagt látið, en Hagstofan hefur séð um manntöl frá 1914. Með einfaldri netleit hefði fyrirspurn Vigdísar getað hljóðað svo: Borgar ESB fyrir manntalið 2011? kolbeinn@frettabladid.is Forseti Alþingis þarf að fara að lögum. Hann lætur ekki efnislega afstöðu sína – né annarra – ráða störfum sínum. Í átökum á Alþingi þarf forsetinn að vera sanngjarn og réttsýnn, taka tillit til allra sjónarmiða og miðla málum. Mér finnst það leggja miklar skyldur á mínar herðar að hafa fengið við kosningu í emb- ættið nær einróma stuðning allra þing- manna, 59 atkvæði. Þegar „landsdómsmálið“ kom fram fyrir jól kannaði ég hvort unnt væri að verða við beiðni flutningsmanns um að setja málið strax á dagskrá. Um það var ekki samkomulag. Eftir frekara samráð varð niðurstaða mín að til þess að halda starfsáætlun og ljúka þingstörfum með samkomulagi væri eina ráðið að taka málið á dagskrá, þó ekki fyrr en þing kæmi saman í janúar. Fyrir svona mála- miðlun eru mörg fordæmi. Því var haldið fram að málið væri ekki „þinglegt“. Niðurstaða aðallögfræðings Alþingis var afdráttarlaus. Svo var um fleiri lögspekinga. Niðurstaða mín var að taka mætti málið á dagskrá. Framhald- inu réði svo Alþingi. Undanfarna sólarhringa hafa mér bor- ist áskoranir, misjafnlega fallega orð- aðar, um að ég eigi að segja af mér sem forseti Alþingis út af þessu máli. Þetta kemur mér á óvart. Ég hef lagt mig alla fram um að fylgja lögum og þingsköpum og fá samkomulag um máls- meðferð. Það er kallað eftir meira sjálfstæði Alþingis. Krafan magnaðist um allan helming eftir hrun. Hvað felst í því? Jú, m.a. að forseti Alþingis sé sem sjálf- stæðastur í störfum. Þingsköpum hefur verið breytt til að ýta undir þá þróun. Forsetinn er kjörinn til alls kjörtímabils- ins. Hann er því ekki inni í þeim manna- breytingum sem oft verða í ríkisstjórn og forustu þingflokkanna. Í samræmi við þetta hef ég forðast að blanda mér í deilur á þinginu, en ekki hikað við að beita atkvæði mínu eftir sannfæringu minni. Skyldur þingforseta og sjálfstæði Alþingis Landsdómur Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis A tburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endan- lega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að máls- höfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Þetta sýna vel ofsafengin viðbrögð þeirra þing- manna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem höfðu ekki fram þann vilja sinn að tillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi falli frá ákærunni yrði vísað frá. Fréttablaðið sagði þannig í gær frá því að allt léki á reiðiskjálfi í báðum þingflokkum stjórnarliðsins yfir því að frávísunartillag- an hefði ekki verið samþykkt. Í Samfylkingunni beindist reiðin að Össuri Skarphéðinssyni, sem mætti til þings og greiddi atkvæði gegn frávísuninni þrátt fyrir að einhverjir hefðu ekki búizt við honum, og í Vinstri grænum að Ögmundi Jónassyni, sem skipti um skoðun í mál- inu og vill nú samvizku sinnar vegna falla frá ákæru á hendur Geir. Tveir aðrir VG-þingmenn studdu Ögmund í því að fella frávísunartillöguna. Hamagangurinn í VG er ögn skiljanlegri en uppnámið í Sam- fylkingunni, því að í upphaflegri atkvæðagreiðslu um hvort ákæra bæri fyrrverandi ráðherra stóð flokkurinn einhuga að ákærum á alla, sem þingmannanefnd hafði gert tillögu um. Í Samfylkingunni var hins vegar ekki lögð nein lína um þá atkvæðagreiðslu, eða það var fólki talin trú um. Þingmenn greiddu atkvæði með mismunandi hætti; sumir vildu ákæra alla ráðherrana fjóra, aðrir vildu engan ákæra og sumir vildu bara ákæra suma. Það var síðastnefndi hópurinn, sem þannig réði því að Geir var einn ákærður en fyrrverandi ráðherrum Sam- fylkingarinnar hlíft. Æsingurinn sem greip einstaka þingmenn Samfylkingarinnar yfir því að Össur skyldi koma til þings og vera sjálfum sér sam- kvæmur, bendir til að þeir telji að sannfæring þingmanna hafi alls ekki átt að ráða þegar greidd voru atkvæði um frávísunartil- löguna, heldur pólitík – sú pólitík að ákæra fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks fyrir gerðir eða aðgerðaleysi ríkis- stjórnar, sem leiðtogar Samfylkingarinnar sátu einnig í. Af sama toga er yfirlýsing ungliðahreyfingar Samfylkingar- innar um vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fyrir að vinna vinnuna sína og setja tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá. Ungliðarnir telja að þingforsetinn hefði hvorki átt að fara eftir þingsköpunum né hlusta á lögfræð- inga, sem töldu tillöguna tæka. Hún hefði átt að taka pólitíska afstöðu með þeim sem studdu ákæruna á Geir, í stað þess að vera forseti alls Alþingis og gæta að lögum og þingsköpum. Einhver allra mesta dellan í málflutningi ungra jafnaðarmanna og skoðanasystkina þeirra á þingi er að með því að fjalla um tillögu Bjarna vegi Alþingi að sjálfstæði dómstólanna og þrí- skiptingu ríkisvaldsins og blandi sér í störf Landsdóms. Fyrir Landsdómi væri ekkert mál ef Alþingi hefði ekki ákært Geir H. Haarde. Eins og þingið ákvað að vísa málinu til Landsdóms getur það líka ákveðið að draga það til baka. Afhjúpandi atburðarás síðustu daga: Pólitísk réttarhöld Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.