Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 8
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
HELSINKI, AP Sauli Niinistö, fyrrum
fjármálaráðherra úr flokki íhalds-
manna, og Pekka Haavisto, þing-
maður úr flokki græningja, munu
mætast í annarri umferð finnsku
forsetakosninganna.
Fyrstu tölur bentu til þess að
Paavo Väyrynen, fyrrum utanrík-
isráðherra úr Miðflokknum, myndi
mæta Niinistö í annarri umferðinni
en eftir því sem talningunni vatt
fram á sunnudagskvöld tók Haa-
visto fram úr honum. Niinistö fékk
alls 37 prósent atkvæða og Haa-
visto 18,8 prósent. Väyrynen hlaut
hins vegar 17,5 prósent. Haavisto
er fyrsti samkynhneigði stjórn-
málamaðurinn sem býður sig fram
til forseta á Norðurlöndunum en er
talinn ólíklegur til að sigra Niinistö
í seinni umferðinni. - mþl
Ljóst hverjir mætast í annarri umferð kosninganna:
Niinistö mætir Haavisto
HAAVISTO OG NIINISTÖ Niinistö er talinn
mun sigurstranglegri í seinni umferð
kosninganna. NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Augnlæknir fæst
ekki lengur til starfa á Heilbrigð-
isstofnuninni á Blönduósi vegna
tækjaskorts. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá hollvinasamtök-
um HSB um söfnunarátak fyrir
nýjum búnaði fyrir HSB.
Í tilkynningunni segir að felld
hafi verið úr gildi lög um augn-
lækningaferðir og um leið þær
skyldur sem ríkið hafði vegna
slíkra ferða. Nýr tækjabúnaður
kostar um 600 þúsund krónur en
engin fjárveiting fæst frá ríkis-
valdinu. Þá þarf að endurnýja
annað tæki, blöðruskanna, sem
kostar um tvær milljónir. - shá
Úrelt tæki hjá HSB:
Safna svo fáist
augnlæknir
SAMFÉLAGSMÁL Bæði börn og for-
eldrar eru ánægðari með skýrslu-
tökur sem fara fram í Barnahúsi
en í húsnæði dómstóla.
Barnahús mæltist betur fyrir í
öllum flokkum sem spurt var um
í rannsókn Barnaverndarstofu,
sem Bragi Guðbrandsson, for-
stjóri hennar, kynnti á ráðstefnu
um meðferð kynferðisbrota fyrir
helgi. Bæði börn og foreldrar
þeirra voru spurð, en úrtakið var
225 manns á þriggja ára tímabili.
Almennt voru 83 prósent
aðspurðra ánægð með skýrslu-
töku í Barnahúsi, en 70 prósent
fyrir dómstólum. Þá voru fleiri
jákvæðir gagnvart þeim sem tóku
skýrslur í Barnahúsi og fólk var
ánægðara með upplýsingar sem
það fékk fyrir og eftir skýrslu-
töku. Þá þótti 60 prósentum ekki
eins erfitt að bera vitni og þau
héldu í Barnahúsi, en 48 prósent
fyrir dómstólum. 40 prósentum
leið betur eftir að hafa borið vitni
í Barnahúsi á móti 33 prósentum
annars staðar.
Bragi gagnrýndi á ráðstefn-
unni þá tilhögun hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur að nýta ekki Barna-
hús undir skýrslutökur af börnum.
Hann sagði það frávik frá grund-
vallaratriðum sem er að finna
í Evrópuráðssamningnum um
varnir gegn kynferðislegri mis-
neytingu og kynferðislegri mis-
notkun barna. Dómstjóri í héraðs-
dómi svaraði honum og sagði að
hvert tilvik væri metið sérstak-
lega og þjónusta Barnahúss hefði
verið notuð. Í dómhúsinu sé þó sér-
stök aðstaða fyrir skýrslutökur af
börnum.
Bragi sagði að rannsóknin sýndi
að umhverfið í Barnahúsi mælist
betur fyrir hjá bæði foreldrum og
börnum. 86 prósentum þótti stað-
setning þess góð, 69 prósentum
þótti aðstaðan aðlaðandi og 75 pró-
sent voru ánægð með biðstofuna.
„Það er í rauninni skylda okkar
að taka skýrslur af börnum við
bestu hugsanlegu aðstæður. Það
skiptir máli, ekki síst fyrir rann-
sókn málsins, því þeim mun betur
sem barninu líður við skýrslutök-
una þeim mun meiri líkur eru á því
að við fáum fulla og ítarlega tján-
ingu.“ thorunn@frettabladid.is
Meiri ánægja
með skýrslur
í Barnahúsi
Börn sem þurfa að fara í skýrslutökur vegna ofbeldis-
mála gegn þeim eru ánægðari með upplifunina í
Barnahúsi en í húsakynnum dómstóla. Skylda að
taka skýrslur við bestu aðstæður, segir forstjóri.
Í BARNAHÚSI Upplifun barna og foreldra var betri í Barnahúsi en hjá dómstólum,
samkvæmt rannsókn sem gerð var á þriggja ára tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSTÓLAR Gefin hefur verið út
ákæra á hendur Marcin Tomasz
Lech, 33 ára pólskum ríkisborgara,
fyrir hlutdeild í vopnuðu ráni í úra-
og skartgripaverslun Michelsen í
Reykjavík í október í fyrra. Stolið
var verðmætum fyrir 50 milljónir
króna, samkvæmt ákæru.
Þyngsta refsing fyrir brot þau
sem ákært er fyrir varðar allt að 16
ára fangelsi. Marcin situr í gæslu-
varðhaldi, en þrír samverkamenn
hans komust úr landi og ganga laus-
ir í Póllandi. Þeir voru handteknir
þar í byrjun nóvember eftir að Int-
erpol lýsti eftir þeim, en var sleppt
þar sem ekki er framsalssamning-
ur milli Íslands og Póllands. Til
stendur að fá réttað yfir mönnun-
um í Póllandi. Mennirnir réðust
samkvæmt ákæru „með ofbeldi
og hótunum um ofbeldi“ á starfs-
fólk verslunarinnar og tóku þaðan
49 armbandsúr af gerðinni Rolex,
Tudor og Michelsen. Í ráninu ógn-
uðu þeir fólki með gervibyssum.
„Ákærði og samverkamenn komu
til landsins gagngert í þeim tilgangi
að fremja ránið,“ segir í ákærunni.
Mennirnir stálu tveimur bílum til
að nota við ránið og er einnig ákært
fyrir þann stuld. Samverkamenn-
irnir fóru úr landi með flugi 18.
október, en Marcin var handtekinn
áður en hann komst með þýfið úr
landi með Norrænu. - óká
Á VETTVANGI RÁNSINS Mennirnir komu
til landsins gagngert til að fremja ránið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Einn ákærður fyrir ránið í úra- og skartgripaverslun Michelsen í október:
Brotið varðar 16 árum í fangelsi
VIÐSKIPTI Höfundar á þriðja
hundrað viðskiptahugmynda
munu keppa í frumkvöðlakeppni
um bestu viðskiptahugmynd-
ina, og mun sigurvegarinn hljóta
Gulleggið 2012.
Keppnin er nú haldin í fimmta
skiptið, og munu þeir 224 sem
sendu inn viðskiptahugmynd nú
fá tækifæri til að þróa úr henni
viðskiptaáætlun, og að lokum
kynna hana fyrir dómnefnd og
fjárfestum.
Gulleggið verður svo afhent
sigurvegaranum í lok mars. - bj
Keppa um Gulleggið 2012:
Á þriðja hundr-
að hugmyndir
Vitnisburður í Barnahúsi eða dómhúsi
Barnahús Dómshús
Almenn ánægja 83% 70%
Jákvæðni gagnvart spyrjanda 73% 66%
Ánægja með upplýsingar fyrir viðtal 74% 60%
Ánægja með upplýsingar eftir viðtal 61% 44%
Ekki erfiðara að bera vitni en talið var 60% 48%
Leið betur eftir skýrslutöku 40% 33%
1. Hvað getur íslenskur áll orðið
gamall?
2. Hvaða leikmenn íslenska lands-
liðsins í handbolta skoruðu sín
fyrstu mörk á stórmóti um helgina?
3. Hvaða ríki verður 28. ríki
Evrópusambandsins?
SVÖR:
1. 40 ára 2. Rúnar Kárason og Ólafur
Bjarki Ragnarsson 3. Króatía
VEISTU SVARIÐ?