Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 46
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR34
MORGUNMATURINN
mánuðir eru síðan
Edda Óskarsdóttir hóf
að starfa sem fyrir-
sæta. Hún hefur nóg að gera
í Lundúnum í dag.
3
„Ég borða prótínsjeik með
þremur hráum eggjum, hafra-
mjöli og mjólk. Set allt í bland-
ara og negli í magann í einum
sopa, eins og tekíla skoti.“
Eiður Birgisson, framkvæmdastjóri 800
bars á Selfossi.
Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi
Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna
Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur
mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að
geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem
Svavar Knútur kom við sögu.
„Ég samdi mest af þessum lögum fyrir
rúmlega ári. Þá kom einhver reggíalda yfir
mig,“ segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætl-
aði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig
við plötuna en fékk á endanum Kristin Snæ
Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til
aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs
við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdi-
mar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdi-
mar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög
en svo komst hann í svo mikið stuð að hann
söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki
þegar hann er í stuði,“ segir Helgi. Eitt lag af
plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilað í
útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst
bankahrunsins.
Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í
Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég
ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég
hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að
slaka á á kvöldin,“ segir hann. Eftir að hafa
fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum
hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og
er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi
þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. - fb
Hjartalæknir með reggíplötu
TVÆR PLÖTUR Á TVEIMUR MÁNUÐUM Hjartalæknirinn
Helgi Júlíus hefur gefið út tvær plötur á tveimur mán-
uðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Mér finnst þetta mikill heið-
ur,“ segir tónlistarmaðurinn og
Utangarðsmaðurinn fyrrverandi
Michael Pollock.
Hann er á meðal þeirra sem
skrifa í nýja bók sem er tileinkuð
bandaríska tónlistarmanninum
Bob Dylan og gefin út með hans
samþykki. Aðdáendur Dylans víðs
vegar um heiminn skrifuðu sínar
hugleiðingar um Dylan í bókina og
var Pollock á meðal þeirra. Bókin
nefnist How Does it Feel og er til
dæmis fáanleg á síðunni Amazon.
Allur ágóði hennar rennur til sam-
takanna Feed America sem Dylan
hefur sjálfur styrkt í gegnum árin.
Meðal annars rann allur ágóði af
jólaplötu hans, Christmas in the
Heart, sem kom út fyrir þremur
árum til samtakanna sem reyna að
vinna bug á hungursneyð í Banda-
ríkjunum.
Það var bandaríski Dylan-aðdá-
andinn Joe Ladwig sem átti hug-
myndina að bókinni. Mike Pollock
sá póst frá Ladwig á Facebook þar
sem verkefnið var kynnt og setti
sig í samband við hann. „Ég spurði
hvort ég mætti leyfa honum að sjá
hvað ég hefði að segja og hann var
stóránægður með það,“ segir hann.
Pollock fer hlýjum orðum um
Dylan í bókinni. „Hann er eitt
merkasta núlifandi ljóðskáldið
í heiminum, það fer ekki á milli
mála. Ég vona bara að þessi bók
veiti fólki innblástur.“ - fb
Heiður að skrifa um Bob Dylan
MIKILL HEIÐUR Michael Pollock er mjög
ánægður með að hafa fengið að skrifa í
bókina Feed America. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele ryksugur
SKIPHOLTI 50c SÍMI 562 9090
JAN.
16.-31. .- .
1095.-
Edda Óskarsdóttir fyrirsæta
flutti til London fyrir þremur
vikum og hefur landað hverju
verkefninu á fætur öðru síðan
þá. Ásgrímur Már Friðriksson
hjá Eskimó segir þetta frábæran
árangur hjá Eddu sem er á skrá
hjá umboðsskrifstofunni Select í
London.
Edda hafði aðeins verið á skrá
hjá Eskimo í viku þegar Select
fékk augastað á henni, en Edda
hóf fyrirsætustörf í haust og
því telst þetta einstakur árang-
ur. Fyrir sæturnar Natasha Poly,
Agyness Deyn, Stella Tennan,
Brooklyn Decker og karlfyrir-
sætan David Gandy eru á meðal
þeirra sem Select hefur á sínum
snærum.
„Edda fékk fyrsta verkefnið
þann 12. janúar og hefur varla
stoppað síðan. Hún er ekki búin
að vinna við þetta lengi en virð-
ist vera fædd í starfið. Hún er
mjög fótógenísk en líka skemmti-
leg og heillandi þannig þetta er
henni auðvelt,“ segir Ásgrímur
Már. Meðal þeirra verkefna sem
Edda hefur tekið að sér er mynda-
þáttur fyrir vefverslanirnar Asos
og Temperley, vefauglýsing fyrir
tískurisann Burberry og auglýs-
ing fyrir næstu jólaherferð tísku-
verslunarinnar Miss Selfridge.
Auk þess var hún boðuð í prufu-
myndatöku hjá ljósmyndaranum
Emmu Summerton sem hefur
mikið myndað fyrir tímaritið ID
en einnig ítalska Vogue, Dazed &
Confused og W.
Edda er nítján ára gömul og
ákvað að taka sér frí frá skóla og
tónlistarnámi til að láta reyna á
fyrirsætustarfið. Hingað til hefur
það gengið að óskum en Ásgrímur
segir mikla samkeppni ríkja innan
bransans og því þurfi breitt bak
og eljusemi til að ná langt. „Þetta
er bara eins og hvert annað starf,
það tekur tíma að vinna sig upp en
mér heyrist á öllu að Edda sé að
standa sig með prýði.“
Ekki náðist í Eddu við vinnslu
fréttarinnar. sara@frettabladid.is
ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON: EDDA VIRÐIST VERA FÆDD Í STARFIÐ
Landar hverju verkefninu
á fætur öðru í Lundúnum
Bjarni Fel hefur verið valinn sjálfboðaliði ársins
2011 af Knattspyrnudeild KR fyrir félagsstörf en
veittar voru viðurkenningar síðasta laugardag fyrir
sjálfboðaliðastarf knattspyrnudeildarinnar. Bjarni
var virkur í KR-útvarpinu allt síðasta sumar
og lýsti þar eins og honum einum er lagið
flestum leikjum sem Íslands- og bikar-
meistarar KR-inga spiluðu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Á UPPLEIÐ Edda Óskarsdóttir hefur haft nóg fyrir stafni síðan hún flutti til London til að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum.