Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2012
Nýjustu græjurnar sem menn eru hvað heitastir fyrir í dag eru vissulega spjaldtölvurn-
ar,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálms-
son, verslunarstjóri hjá Nýherja.
Tölvurnar eru frá tveimur mjög
f lottum merkj-
u m , a n n a r s
vegar Lenovo og
hins vegar Sony.
„Þær eru afar
ólíkar en báðar
mjög skemmti-
legar,“ segir Vil-
hjálmur og bætir
við að töluvert
hafi verið selt af
slíkum spjaldtölvum. „Áhuginn er
alltaf að aukast sérstaklega hjá þeim
nýjungagjörnu en hinir eru líka að
kveikja á möguleikum spjaldtölv-
unnar.“
Vilhjálmur segir spjaldtölvuna
frá Lenovo vera helst hugsaða fyrir
fyrirtækjaumhverfið þótt hún nýt-
ist líka vel á heimilinu. „Þetta er
mjög sterk vél með skjá sem rispast
ekki auðveldlega. Hún er með USB-
tengi þannig að hægt er að tengja
hana við flakkara svo ekki þarf að
hlaða öllu efni niður á hana eins og
í sumum öðrum vélum,“ segir hann.
Ofurþunn sjónvörp
Spjaldtölvan frá Sony er fallega
hönnuð eins og svo margt sem
frá Sony kemur. „Hún er þykkari
öðrum megin líkt og blað sem brot-
ið hefur verið saman, til að auðvelda
fólki að halda á henni,“ lýsir Vil-
hjálmur. Hann segir tölvuna koma
með ýmsum skemmtilegum eigin-
leikum. „Þú getur til dæmis notað
hana eins og fjarstýringu á önnur
heimilistæki,“ segir hann glaðlega
og tekur sem dæmi að með henni sé
hægt að hækka og lækka í sjónvarp-
inu, skipta um stöð, hækka í útvarp-
inu og með auðveldum hætti flytja
mynd af skjá tölvunnar yfir í sjón-
varpið ef það er einnig frá Sony.
Af öðrum skemmtilegum græj-
um í versluninni nefnir Vilhjálm-
ur Lenovo-handlyklaborð sem
tengist tölvum og hægt er að nota
þegar tölvan er tengd við sjónvarp-
ið. „Sony Alpha myndavélarnar
eru líka mjög spennandi og koma
með ferskan blæ inn á markað
stærri myndavéla,“ segir Vilhjálm-
ur en Sony Alpha myndavélarnar
eru mjög notendavænar. „Það eiga
allir að geta gripið vélina, smellt af
og fengið frábæra mynd. Hún hugs-
ar þannig svolítið fyrir ljósmynd-
arann,“ lýsir Vilhjálmur og bætir
við að vélin sé þannig búin að ekki
þurfi þrífót við næturmyndatöku.
Sony Center var opnað í versl-
un Nýherja í lok nóvember og hefur
lífgað mjög upp á vöruúrvalið. Sér-
staklega er gott úrval af LED-sjón-
vörpum sem orðin eru mjög þunn,
allt niður í tvo cm að þykkt. Þá er
líka mikið úrval af fartölvum og
myndavélum, græjum og öðrum
heimilistækjum. „Sony er með eitt
besta merkið á markaðnum,“ segir
Vilhjálmur. Hann bendir á heima-
síðuna www.netverslun.is ef fólk
óskar eftir nánari upplýsingum.
Áhuginn er alltaf
að aukast,
sérstaklega hjá þeim
nýjungagjörnu
DIGITAL KYNNINGARBLAÐ2
Hækka í útvarpinu
með spjaldtölvunni
Í verslun Nýherja í Borgartúni 37 er að finna ótrúlega breidd vörumerkja frá
heimsþekktum framleiðendum. Þar má nefna Lenovo, Canon, Sony og Bose.
Spjaldtölvur hafa fjölmarga notkunareiginleika. Nýherji býður upp á spjaldtölvur frá
tveimur merkjum, Lenovo og Sony.
LÆRT Á CANON EOS
Canon Akademía Nýherji hefur í samstarfi við Pedromyndir staðið
fyrir mjög vinsælum byrjendanámskeiðum fyrir eigendur Canon EOS
myndavéla. „Við höfum staðið fyrir
þessum námskeiðum í nokkur
misseri og menntað á fjórða
hundrað manns,“ segir Halldór
Jón Garðarsson, vörustjóri Canon
neytendavara hjá Nýherja.
Um kennsluna sér Þórhallur
Jónsson, höfundur bókarinnar
Stafræn ljósmyndun á Canon EOS.
Námskeiðið er heill laugardagur
frá klukkan 10 til 17. Námskeiðs-
gjaldið er 18 þúsund krónur og
innifalin er bók Þórhalls, kennslan og veitingar yfir daginn.
„Á námskeiðinu lærir fólk betur á myndavélarnar sínar,“ segir Halldór og
nefnir sem dæmi helstu stillingar á borð við ljósop, hraða, dýptarskerpu,
ljósmælingu og white balance. Fólk fær að vita hvað öll táknin á skjánum
þýða, það lærir um mynduppbyggingu og hvernig á að taka myndir við
ýmsar aðstæður, til dæmis í snjó eða við mismunandi birtuskilyrði. „Þetta
er því bæði kennsla á vélina auk kennslu í ljósmyndun,“ segir Halldór og
bætir við að einnig hafi verið boðið upp á styttri námskeið sem taki tvær
klukkustundir.
Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeið er bent á að senda póst á
canon@nyherji.is eða leita upplýsingar á www.nyherji.is
Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska
heitið „computer“ varð orðið tölva fyrir valinu.
Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands
fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta
yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor
eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965.
Áður höfðu menn notast eitthvað við orðið
rafeindareiknir. Tölva er myndað eftir orðum eins
og slöngva og völva. Rétt mynd er því tölva sem
beygist svona: tölva, tölvu, tölvu, tölvu og í fleirtölu tölvur, tölvur,
tölvum, tölva. Heimild: vísindavefur/höf. Guðrún Kvaran
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is
s. 512 5429. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Sigurður Nordal
nefndi tölvuna
AUKNING Á YOUTUBE
Fjórir milljarðar myndbanda streyma nú
gegnum Google-vefsíðuna YouTube á hverjum
degi en þangað inn getur hver sem er hlaðið
heimatilbúnu myndbandi.
Samkvæmt frétt á reuters.com hefur orðið 25
prósenta aukning síðustu átta mánuði. Þessa
miklu aukningu má rekja til þess að að Google
hefur fært YouTube út úr heimilistölvunni og
bætt við útgáfum af síðunni sem virka í smart-
símum og sjónvarpi. Samkvæmt Google er um
það bil 60 klukkustundum hlaðið inn á Youtube
á hverri mínútu í dag en voru í maí á síðasta ári
um 48 klukkustundir.
Ófáir tónlistarmenn hafa
komið sér á framfæri með
heimatilbúnu myndbandi
á Youtube.
Vilhjálmur Þór
Vilhjálmsson.
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP