Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 24. janúar 2012 3
„Helsta breytingin frá fyrri
leiðbeiningum er sú að gífur-
leg áhersla er lögð á mikilvægi
hjartahnoðs en minni á að blása
í fólk,“ segir Felix Valsson, svæf-
inga- og gjörgæslulæknir og
formaður Endurlífgunarráðs
Íslands, sem kynnti helstu nýj-
ungar í endurlífgun á Læknadög-
um í síðustu viku. Leiðbeining-
ar um endurlífgun eru í sífelldri
endurskoðun og á fimm ára fresti
gefur Alheimssamband endur-
lífgunarfélaga út nýjar leiðbein-
ingar út frá niðurstöðum rann-
sókna á viðfangsefninu. Nú síðast
voru nýjar leiðbeiningar gefnar
út í lok árs 2010.
„Til að greina hjartastopp
þarftu aðeins að sjá að sjúkling-
ur sé meðvitundarlaus (svarar
ekki kalli eða áreiti) og að hann
andi ekki eða andi óeðlilega. Þá
er fyrsta skref að hringja á Neyð-
arlínuna 112 og gefa greinargóð
svör um staðsetningu og ástand
og byrja síðan strax að hnoða,“
útskýrir Felix en mikil áhersla
er lögð á að ekki sé hægt að gera
neitt rangt í hjartahnoði. „Betra
er að reyna en að reyna ekki, þá
skiptir ekki máli hvort þú brýt-
ur rifbein eða bringubein,“ segir
Felix og ítrekar að leikmenn
þurfi ekki að hugsa um öndunina
á þessu stigi. „Með hjartahnoði er
verið að dæla blóði til heilans og í
því er súrefni,“ segir hann. Hnoð-
ið á að vera djúpt, um fimm til sex
sentimetrar og hnoða um hundr-
að sinnum á mínútu. „Á vefnum
er að finna skemmtilegt mynd-
band af leikaranum Vinnie Jones
þar sem hann hnoðar mann í takt
við lagið Staying Alive,“ bendir
hann á.
Aðrar breytingar í hinum nýju
leiðbeiningum er að áhersla er
lögð á að gera hjartastuðtæki
aðgengileg og sýnileg. „Við erum
nú að hefja samstarf við ja.is þar
sem ætlunin er að skrásetja öll
hjartastuðtæki þannig að hægt sé
að finna þau með kortavef ja.is. Í
framtíðinni gæti þannig 112 veitt
þeim sem hringir inn upplýsing-
ar um hvar næsta hjartastuðtæki
er að finna ef langt er í að hjálp
berist. Felix bendir einnig á að
notkun sjálfvirkra rafstuðstækja
sé afar einföld og að tækið gefi
raddstýrðar leiðbeiningar um
hvað eigi að gera og leggur mikla
áherslu á að eins og með hnoðið
sé ekki nein hætta á að fólk valdi
skaða með að nota rafstuðstækin.
Einnig er lögð áhersla á rétta
eftirmeðferð á sjúkrahúsi sem
snýst um að kæla meðvitundar-
lausa sjúklinga. „Þar stöndum
við mjög framarlega því strax
árið 2002 byrjuðum við að kæla
sjúklinga sem lent höfðu í hjarta-
stoppi, og vorum þannig með
þeim fyrstu sem beittu þessari
aðferð,“ segir Felix og bendir á
aðra nýjung. „Við höfum verið að
prófa hjartahnoðtæki á spítalan-
um og í sjúkrabílum í Reykjavík
og á Akureyri. Slík tæki sjá um
hnoðið vélvirkt annaðhvort með
stimpli eða með bandi sem kreist-
ir allt brjóstholið.“
Þar sem leiðbeiningar um end-
urlífgun eru í stöðugri þróun segir
Felix nauðsynlegt fyrir fólk sem
sótt hefur skyndihjálparnámskeið
að uppfæra þekkingu sína reglu-
lega. „Þá er mikilvægt að sem
flestir fari á slík námskeið,“ segir
hann og bendir bæði á Rauða
krossinn og vefsíðuna www.endur-
lifgun.is þar sem hægt er að nálg-
ast fjölmargar upplýsingar.
solveig@frettabladid.is
Hjartahnoðið er mikilvægast
Felix Valsson, formaður Endurlífgunarráðs Íslands, kynnti helstu nýjungar í endurlífgun á hádegisfundi á Læknadögum. Áhersla er lögð á
hjartahnoð. Sjálfvirk hjartastuðtæki verði sem aðgengilegust og verið er að athuga að skrá staðsetningu þeirra á kortavef ja.is.
„Sjálfvirk rafstuðtæki er hægt að kaupa
af félagasamtökum eða hópum og
kosta allt niður í 250 þúsund krónur,“
segir Felix Valsson, svæfingalæknir og
formaður endurlífgunarráðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Demeter vottunin er ein
strangasta lífræna vottun sem
um getur og tryggir gæði og
hreinleika vörunnar
Fæst í öllum helstu
matvöruverslunum
Beutelsbacher eplaedikið
inniheldur hið mikilvæga móðuredik
sem hefur að geyma fjölda góðgerla
sem bæði styður við og efl ir meltingar-
fl óruna. Það er jafnframt ósíað og
óunnið og því öfl ugt til heilsuefl ingar.
Uppskrift að hollum drykk:
1-2 msk af Eplaediki blandað
í volgt vatn eða eplasafa með
1 tsk af hunangi hrært út í.
Kynntu þér kosti Beutelsbacher
eplaediksins í næstu verslun
Inniheldur
engar erfðabreyttar
afurðir, kemísk
rotvarnar-, litar-
eða sætuefni.
Vikuferð 11.04.–18.04. 2012. Fimm golfdagar ásamt mat og kvöldskemmtun.
Lokakvöld með veglegri verðlaunaafhendingu og stórtónleikum með
fyrirliðunum Stebba Hilmars og Eyfa.
Léttleikandi golfferð til Spánar ásamt
þátttöku í Costablanca Open golfmótinu,
ærlegri skemmtun og tónleikum með
Stebba & Eyfa.
Fyrsta daginn verður þó sjálfsætt upphitunarmót á Campoamor
með „Texas Scramble“ fyrirkomulagi svona rétt til að koma golfurum
á bragðið eftir lítið golf um veturinn.
Mótsstjóri verður Þórður Ingason alþj. golfdómari.
Verð frá aðeins kr. 179.900,- og innifalið:
Flug með Icelandair og flugvallarskattar
Gisting m.v. 4 í hótelíbúð á Playa Marina strandhverfinu Cabo Roig
Allt golf í 5 daga
Allur matur og skemmtun 4 kvöld
Flugvallarakstur og akstur til og frá golfvöllum
Íslensk fararstjórn
30 min kennsla hjá Ívari Haukssyni og fyrirlestur
Lokahóf og stórtónleikar með Stebba & Eyfa
Verð án gistingar
kr. 164.900,-
Spilaðir 2 hringir Spilaður 1 hringur Spilaður 1 hringur
Frekari upplýsingar um ferðatilhögun á www.costablanca.is.
Fyrirspurnir eða pantanir á bjarni@costablanca.is eða í 6621447
Takmarkað s
ætaframboð
Stebbi & Eyfi verða fararstjórar ferðarinnar og um leið fyrirliðar sinna liða
í Icelandic Open golfmótinu. Hópnum verður skipt upp í tvö lið sem keppa
innbyrðis alla daganna. Einnig verður keppt í parakeppni (Betri Bolti)þar
sem samanlagt skor alla daganna með tilliti til forgjafar ræður úrslitum.
Icelandic Open er 4ra daga mót og spilaðar 72 holur á eftirfarandi
völlum:
Vertu vinur okkar
á Facebook
ÚTSÖLULOK
ÚTSALA!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!