Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 36
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 BAKÞANKAR Svavar Hávarðsson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. skák, 6. einnig, 8. skordýr, 9. sam- stæða, 11. samanburðartenging, 12. rými, 14. gnægð, 16. nafnorð, 17. drulla, 18. hrópa, 20. eldsneyti, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. dægurlagatónlist, 3. frá, 4. fjölmörgum, 5. hylur, 7. æringi, 10. hafið, 13. sólunda, 15. traðkaði, 16. nálægt, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. og, 8. fló, 9. par, 11. en, 12. pláss, 14. gnótt, 16. no, 17. aur, 18. æpa, 20. mó, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. popp, 3. af, 4. flestum, 5. lón, 7. galgopi, 10. rán, 13. sóa, 15. tróð, 16. nær, 19. at. Boðflennan var mætt á svæðið og Fiskidagurinn mikli eins og við þekkjum hann var liðinn... Ókei. Hvaða líkamshluti er í mestu upp- áhaldi hjá þér? a. Nefið b. Geirvörturnar c. Lappirnar Tja … Ég segi c! Gott og vel. En með hverjum myndirðu helst vilja hoppa á trampólíni? a. Gandí b. Elvis c. George Costanza? Ohhh … Segi bara c. En ég með kóng- inum Jæja. Hvernig myndirðu bregðast við í eftirfarandi aðstæðum: Þú ert staddur á bar þegar massaður maður ræðst að þér með hokkíkylfu! a. biðja hann um að skrúbba á þér bakið í leiðinni. b. biðja hann um að vera blíður. c. berjast fyrir lífi þínu og heiðri! Skilaðu kveðju! Lygari! haha! ókei, hversu oft hefurðu … Konan biður að heilsa. En ég segi að sjálfsögðu c! Við heyr- umst! Ertu að spjalla við Pierce? Það sem eftir er af honum. Foreldrar hans tóku af honum bíllyklana, vespuna, símann, snjallsímann, far- tölvuna og iPodinn. Hann verður að senda mors- skilaboð til Siggu, sem þýðir þau og birtir á Facebook hjá honum. Það er meira frelsi en ég myndi gefa honum. Svo má hann bara nota sam- hljóða. Hjólastjóll? af hverju fékk ég hjólastól? Mér líst ekki á blikuna. Ég gæti notað hann þegar ég verð gamall. NEI! sérðu ekki hvað er að gerast? Einhver annar átti að fá hjólastólinn! Við vildum ekki fá allar gjafir í heiminum! Við erum búin að vera gráðug! Núna skil ég flugvélasöguna hans pabba! Ætlarðu ekki að segja eitthvað? Ég er enn þá að pæla í hvort ein af sögunum hans pabba hafi virkilega meikað sens. Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi. Ef eitthvað liggur eftir þá vinnu, er það undrun mín yfir hversu hugvitssamir við Íslendingar höfum löngum verið við að framleiða eitt og annað ofan í hvert annað. Undrun mín er kannski ekki komin til vegna þess að við höfum haft sérstakt frumkvæði í vöruþróun og nýjunga- girni – þó ég hafi fundið dæmi um það. Miklu frekar að lengi vel þótti ekki ástæða til að slökkva á vélum þó ekkert væri hráefnið. Það var einfaldlega gripið í það sem var við höndina og þótti ganga því næst sem var kynnt á umbúð- unum. Kvartanir til framleið- enda, um að bragð eða áferð vörunnar væri ekki alveg sú sama og vikurnar á undan, þóttu sjaldnast sérstakt áhyggjuefni. Þegar kom að hreinlæti og aðbúnaði var maður mest hissa á að svarti- dauði hafði ekki skotið upp kollinum í nokkurn tíma. FAÐIR MINN hefur lengi haldið því fram að ég og mín kynslóð höfum orðið af vissum gæðum sem hann og hans kynslóð naut. Hann var nokk- uð vel nestaður af dæmum er lutu að þessu. Mörg hver þóttu mér hins vegar ekki sann- færandi og hef því löngum staðið vaktina og haldið hinu gagnstæða fram; að í gegnum árin hafi flest í íslensku samfélagi breyst til batnaðar. Árum saman sló ég um mig með dæmum sem ég taldi skotheld. Stjórn- málin taldi ég matarholu og líka þroskaðri umsýsla með peninga. Ég var stoltur af því að mín kynslóð hafði átt þátt í því að færa Ísland til nútímans með hugvitssemi sem kynslóðunum á undan var ekki gefið – verð- mætasköpun væri meira en dráp á þorski. Sá gamli svaraði þessu ekki alltaf, en nú veit ég af hverju hann brosti. ÞAÐ ER ekki svo að skilja að við feðgar séum alltaf að skylmast um þetta. Við hitt- umst ekki það oft. En leiðir okkar liggja saman í sumar, ef guð lofar, og ég er að hugsa um að skilja sverðið mitt eftir heima. Það er eitthvað sem segir mér að íslensk framleiðsla verði á borðum enda hafi hún náð í gegnum eftirlitskerfi nútímans. Fyrr var ég hættur að tala um bankana og stjórnmálin get ég ekki notað heldur. ÞAÐ ER kannski kominn tími til að ég, og það á líka við um margar jafnöldrur mínar, hættum að þenja út brjóstin þegar gamli tíminn kemur til tals. Háskólagráða breytir þar engu um. Svo lengi lærir sem lifir MARKAÐURINN KEMUR ÚT Á MORGUN Meðal efnis í blaðinu: Mikil tækifæri fyrir auglýsendur með tilkomu samfélagsmiðla – viðtal við Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra nýrrar auglýsingastofu. Raddstýring er framtíðin – viðtal við íslenskan starfsmann Apple. 2 x 1,3Ah Li-Ion

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.