Fréttablaðið - 30.01.2012, Síða 16
30. janúar 2012 MÁNUDAGUR16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
BORIS SPASSKY skákmeistari er 75 ára í dag.
„Það má líkja klassískri skák og hraðskák við leikhús og kvikmyndir –
sumir leikarar hafa óbeit á kvikmyndum og vilja frekar vinna í leikhúsi.“
„Við ætlum að fagna allt árið. Það er
gott mótvægi við allt sem er í gangi,
bæði í kirkju og þjóðfélagi, að gleðjast
svolítið saman. Við gerum þetta með
stæl,“ segir séra Sigrún Óskarsdóttir,
sóknarprestur í Langholtskirkju. Í ár
eru sextíu ár frá gildistöku laga sem
skiptu nokkrum söfnuðum í borginni
í smærri einingar. Langholtssöfn-
uður var einn þessara nýju söfnuða
og verður tímamótanna minnst með
margvíslegum hætti á afmælisárinu.
Sigrún sinnir prestsþjónustu í söfn-
uðinum fyrri hluta ársins þar sem hún
og séra Jón Helgi Þórarinsson, sem
þjónað hefur söfnuðinum í fimmtán
ár, höfðu embættismannaskipti í níu
mánuði frá 1. nóvember síðastliðn-
um. „Það er frábært tækifæri að detta
svona inn. Ég vissi ekki af afmælis-
árinu þegar ég tók við svo það er stór
bónus. Það er gaman að skipuleggja
svona lagað,“ segir Sigrún, en meðal
þess sem bryddað verður upp á eru
gestapredikarar einu sinni í mánuði.
Meðal þeirra sem staðfest hafa
komu sína eru rithöfundarnir Guð-
mundur Andri Thorsson og Árni
Bergmann, hjónin Björk Vilhelms-
dóttir borgarfulltrúi og Sveinn Rúnar
Hauksson og sjálfur Bubbi Morthens,
sem syngur lög sín sem innblásin eru
af trú. Bubbi á rætur í Langholts-
kirkjusöfnuði og heimsókn hans því
viðeigandi. „Þegar Bubbi treður upp
ætlum við að rifja upp fræga popp-
messu sem haldin var hér á sjöunda
áratug síðustu aldar. Þorgeir Ást-
valdsson, sem spilaði í þeirri messu,
verður okkar innan handar með það,
en þessi messa var gríðarlega umdeild
á sínum tíma. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson færði popptónlist inn í
kirkjuna og á þeim tíma var mörg-
um misboðið. Rætt var um að Sigurð-
ur gæti misst hempuna og ýmislegt
fleira sem varð þó aldrei. Þetta var
mikið frumkvöðlastarf,“ segir Sigrún.
Afmælisnefnd safnaðarins hefur
fleiri hugmyndir á takteinum sem
stefnt er að því að fylgja úr hlaði,
meðal annars sérstakar kvenna-
og karlamessur, þar sem konur eða
karlar sjá um alla þjónustu, predik-
un, orgelleik, söng og fleira í hvorri
messu fyrir sig.
„Svo erum við að skipuleggja
hlaupamessu, en hugmyndina að
henni fengu ég og góð vinkona mín,
sem er formaður sóknarnefndar,
þegar við hlupum maraþon í Berlín
í haust. Messan yrði um sumar og
gaman væri að fá hlaupahópinn í
Laugum til að hlaupa í messu í þar til
gerðum fatnaði, lesa og syngja texta
sem tengjast hlaupum og hreyfingu
og svo yrði bara íþróttadrykkur í
kirkjukaffinu,“ segir Sigrún og hlær.
„Þessi hugmynd er enn í vinnslu en
við viljum endilega láta hana verða að
veruleika, eins og svo margar aðrar á
afmælisárinu.“ kjartan@frettabladid.is
LANGHOLTSKIRKJUSÖFNUÐUR SEXTUGUR: MIKIÐ STENDUR TIL
FAGNA AFMÆLINU ALLT ÁRIÐ
AFMÆLI Hlaupamessa og mánaðarlegir gestapredikarar eru meðal þess sem bryddað verður upp á í tilefni sextíu ára afmælis Langholtssafn-
aðar, þar sem séra Sigrún Óskarsdóttir er sóknarprestur fyrri hluta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Merkisatburðir 30. janúar
1790 Fyrsti björgunarbáturinn prófaður á Tyne-ánni í Englandi.
1933 Adolf Hitler settur í embætti kanslara Þýskalands.
1945 Mannskæðasti skipstapi sögunnar, þegar sovéskur kafbát-
ur sökkvir þýska skipinu Wilhelm Gustloff og 9.343 farast.
1971 Frost mælist 19,7° í Reykjavík sem er það kaldasta síðan
1918.
Þúsundir manna vottuðu Sir Winston Churchill,
fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hinstu virð-
ingu þegar hann var borinn til grafar í London
þann 30. janúar 1965 eftir viðhafnarútför á
vegum ríkisins.
Þögull mannfjöldi stóð meðfram öllum götum
og fylgdist með kistu Churchills borinni út úr
Westminster Hall um leið og Big Ben sló 09.45.
Líkfylgdin fór í gegnum miðborgina á leið til St.
Paul’s dómkirkjunnar þar sem útförin fór fram.
Fjörutíu myndavélum frá BBC var komið fyrir
á leiðinni og öllu sjónvarpað beint. Milljónir
manna um allan heim fylgdust með sjónvarps-
útsendingunni.
Fremst í flokki syrgjenda fór ekkja Churchills,
Lady Clementine, ásamt börnum þeirra. Drottn-
ingin og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar
fylgdu á eftir, en alls sendu 112 þjóðir fulltrúa
sína til að fylgja einum mikilhæfasta stjórnmála-
manni 20. aldarinnar síðasta spölinn.
ÞETTA GERÐIST 30. JANÚAR 1965
Winston Churchill borinn til grafar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sæmundur Haraldsson
Dalbraut 7, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn
25. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju,
fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14.00.
Vilborg Ásgeirsdóttir
Kristín Sæmundsdóttir Gísli Sveinsson
Jón Steinar Sæmundsson
Þorvaldur Sæmundsson Steinunn Ingvarsdóttir
Stefán Sæmundsson Linda Agnarsdóttir
Rúnar Sæmundsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar,
Ingimundur Eyjólfsson
Hafnarbraut 23, Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
22. janúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 30. janúar kl. 13.00.
Jón Þórir Ingimundarson
Elín Ingimundardóttir
Vigdís Gígja Ingimundardóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og dóttir,
Kristín Sigurvinsdóttir
Framnesvegi 15, Keflavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi, miðvikudaginn
25. janúar. Útför verður frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 3. febrúar kl. 13.00.
Hreinn Steinþórsson
Sigurvin Hreinsson Ágústa K. Jónsdóttir
Steinþór Hreinsson Elísabet Kristinsdóttir
Jóhann Hreinsson Þorgerður Halldórsdóttir
barnabörn
Jóhanna Karlsdóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
Jóhannes Guðmann
Kolbeinsson
Til heimilis að Ljósheimum 10a
Reykjavík
Verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
Þriðjudaginn 31. Januar, kl. 13:00.
Ari Þórólfur Jóhannesson Vilborg Jónsdóttir
Kolbrún Edda Aradóttir Davíð Einarsson
Jón Trausti Arason Ingibjörg Jónsdóttir
Kristín Tinna Aradóttir