Fréttablaðið - 30.01.2012, Side 18

Fréttablaðið - 30.01.2012, Side 18
Kristín Kjartansdóttir félagsfræðingur og Hlynur Hallsson myndlistarmaður reka Flóru, forvitnilega búð í gamalli efnagerð í Gilinu á Akureyri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON „Til dæmis endurnýtingu eða áframnýtingu á hlutum og ýmiss konar heimaframleiðslu. Til- gangurinn er líka að gera eitt- hvað fyrir Listagilið sem er svo skemmtilegur staður. Svo höfum við sett upp myndlistarsýningar í kjallaranum og sjálf er ég með vinnustofu uppi. Við vildum búa til stað sem er ekki eins og aðrir staðir.“ Kristín og Hlynur keyptu hús- næðið í Gilinu fyrir rúmum tutt- ugu árum og ætluðu sér að búa þar með vinnustofu. Þær áætl- anir breyttust og hefur húsnæðið verið í leigu þar til hugmyndin að Flóru varð til. Upphaflega átti KEA húsin og þar sem Flóra Kristínar og Hlyns er, var ein- mitt Efnagerðin Flóra til húsa fyrir áratugum síðan. „Nafnið er samt algjör tilvilj- un. Ég ákvað nafnið út frá garð- menningu og jurtum og frétti bara seinna í heita pottinum að þarna hefði Efnagerðin Flóra verið áður,“ segir Kristín og hlær. „En þetta fer skemmtilega við sögu hússins.“ En hvernig gengur rekstur á „hugsjónabúllu“, í gamalli efnagerð? „Móttökurnar hafa verið hreint frábærar frá því við opuðum í vor. Fólk er forvitið um þessa litlu búð og margir segja að hún sé eins og „útlönd“ á Akureyri. Það er alltaf gaman að heyra það.“ heida@frettabladid.is Framhald af forsíðu Hollenski hönnuðurinn Bertjan Pot sýndi þennan stól á húsgagnasýningunni imm í Köln á dögunum. Stóllinn heitir Tie-break og er búinn til úr tennisneti en hann er ætlaður sem garðstóll. Stóllinn er framleiddur af Richard Lampert. Daniel Estes er nýstofn- að merki sem rekið er af stærra fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu og dreifingu á klukkum. Daniel Estes einblínir á vandaða og flotta hönnun eftir unga hönnuði,“ segir Þórunn. „Enn sem komið er eru þeir bara að framleiða þessar tvær vörur eftir mig undir þessu merki. Devil‘s Pet er svo að kom- ast á framleiðslustig og við erum að vinna í fleiri útfærslum á þeirri hug- mynd. Fyrirtækið hefur tvær skrifstofur, í Banda- ríkjunum og Ungverja- landi. Framleiðslan fer fram á mismunandi stöðum, eftir því sem hentar í hverju tilviki.“ Ertu þá komin á samning hjá þeim? „Nei, nei, alls ekki. Við gerum samning um einkarétt á framleiðslu á þessum hlutum, en ég er alls ekki bundin því að mega bara hanna fyrir þá. En við eigum mjög gott samstarf og ég er alveg til í að vinna meira með þeim.“ Þórunn býr í London þar sem hún lauk meistaragráðu frá Royal College of Arts í fyrrasumar. Hún segist kunna vel við sig í Lond- on og sé ekkert á leiðinni heim. „Ég hef hér fullt af samböndum í gegn- um námið og flest verk- efnin sem ég fæ eru annað hvort í gegnum samnem- endur eða kennara. Við sem vorum að læra saman bendum mjög oft hvert á annað þegar verkefni sem við getum ekki sinnt bjóðast og eins eru kenn- ararnir duglegir við að koma okkur á framfæri. Við vinnum líka oft verk- efni saman, ég er til dæmis núna í hópverkefni með nokkrum stelpum sem voru í skólanum með mér.“ Hvað er svo framundan? „Við stefnum að því að sýna Devil‘s Pet í Mílanó í apríl, veit ekki ennþá hvar og svo ætlum við stelpurnar í hópverkefninu að sýna í maí, en það er allt í vinnslu ennþá. Ég tek þetta bara svona eftir hendinni og sé til hvert það leiðir mig.“ fridrikab@frettabladid.is Í samstarf við Daniel Estes Designs Þórunn Árnadóttir hönnuður er komin í samstarf við bandaríska hönnunarfyrirtækið Daniel Estes Designs sem hefur hafið fram- leiðslu á klukku hennar Sasa Clock, hillunni Tree and Cloud og mun fljótlega hefja framleiðslu á kertinu Devil‘s Pet. Sasa Clock fæst í Spark Design á Klapparstígnum. Þórunn Árnadóttir hönnuður segist ánægð með samstarfið við Daniel Estes Designs og fleiri hugmyndir séu í vinnslu í samstarfi við fyrirtækið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spænska postulínsmerkið LLadró kynnti nýverið nýja postulínslínu sem nefnist The Guest, eða Gesturinn. Línan var hönnuð af hinum spænska Jaime Hayon, bandaríska hönnuðinum Tim Biskup og japanska hönnunar- stúdíóinu Studio Devilrobots. www.designartnews.com FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.