Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2012, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 30.01.2012, Qupperneq 37
KYNNING − AUGLÝSING Ráðstefnur og fundir30. JANÚAR 2012 MÁNUDAGUR 3 Icelandair hótelin eru leiðandi keðja gæðahótela með átta hótel í heilsársrekstri um allt land. Auk þess rekur félagið Hilton Reykjavík Nordica og Edduhótelin sem er sumarkeðja tólf hótela á landsbyggðinni. Nýjasta rósin í hnappagat Icelandair hótel- anna er Icelandair Hótel Reykjavík Mar- ina sem opnar að Mýrargötu 2-8 19. apríl en árið 2010 voru gagngerar endurbætur gerðar á systurhótelinu, hinu sögufræga Hótel Loftleiðum, sem opnaði með breytt- um áherslum og nýju nafni: Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Nöfn nýju hótel- anna hafa skírskotun til þess hvar þau eru staðsett en Reykjavík Natura vísar í ná- lægð við Öskjuhlíðina og Nauthólsvík og Reykjavík Marina til nálægðar við höfnina. „Icelandair hótelin annars vegar og Hilton Reykjavík Nordica hins vegar eru nú þegar þekkt fyrir framúrskarandi ráð- stefnu- og fundaraðstöðu en þau hafa einnig verið leigð undir árshátíðir og alls kyns skemmtanir. Hilton Reykjavík Nordica hefur um langt skeið verið flagg- skipið þegar kemur að fundarsölum í Reykjavík en þar eru ellefu fundarsalir af ýmsum stærðum og gerðum. Eftir breyt- ingarnar á Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur framboð af framúrskarandi fundaraðstöðu aukist enn frekar og hefur því verið gríðarlega vel tekið,“ segir Hildur Ómarsdóttir sölu- og markaðsstjóri Ice- landair hótelanna. „Hér er eitthvað um að vera á hverjum degi utan hefðbundins hótelreksturs. Nú stendur yfir alþjóðlegt bridsmót svo dæmi séu nefnd en auk þess eru hér haldnar ráðstefnur, fundir og alls kyns veislur. Þá er mikið um erfi drykkjur sem ég tel meðal annars vera vegna góðs aðgengis, nægra bílastæða og framúrskar- andi þjónustu.” Á Icelandair Hótel Reykjavík Marina verður sömuleiðis boðið upp á fundar- aðstöðu en þó með nokkuð öðru sniði en þekkist. „Þarna verður frábær vettvangur til að halda óhefðbundna fundi og sam- kundur í skemmtilegu umhverfi. Tengt al- rýminu á jarðhæð stendur til að opna Kaffi Slipp þar sem morgunverður verður fram- reiddur fyrri hluta dags. Um hádegisbil og fram eftir degi verður honum svo breytt í fundarsal með heimilislegum brag. Á jarð- hæðinni verður sömuleiðis Slipp Bíó sem er tuttugu manna bíósalur þar sem verður hægt að halda fundi, kynningar og hvers kyns sýningar. Þarna verða svo gestamót- taka og setuaðstaða en hugmyndin er að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að halda alls kyns viðburði í þessu rými. Um leið gefst gestum hótelsins kostur á að upp- lifa það sem er að gerast í borginni hverju sinni. Þarna gefst tækifæri til að samgleðj- ast með Íslendingum eða „to mingle with the locals“.“ Óhefðbundin fundaraðstaða í heimilislegu umhverfi við höfnina Icelandair Hótel Reykjavík Marina opnar að Mýrargötu þann 19. apríl. Þar verður boðið upp á aðstöðu fyrir fundi og aðra viðburði í skemmtilegu umhverfi við höfnina. Gestum hótelsins gefst um leið kostur á að upplifa það sem er að gerast í borginni hverju sinni. Alrýmið á jarðhæð er bæði hugsað fyrir hótelgesti og þá sem sækja alls kyns fundi og viðburði sem verður hægt að halda á hótelinu. „Þarna verður frábær vettvangur til að halda óhefðbundna fundi og samkundur í skemmtilegu umhverfi við höfnina,“ segir sölu- og markaðsstjórinn Hildur Ómarsdóttir. MYND/PJETUR Icelandair hótelin annars vegar og Hilton Reykjavík Nordica hins vegar eru nú þegar þekkt fyrir framúrskarandi ráðstefnu- og fundaraðstöðu.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.