Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2012, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 30.01.2012, Qupperneq 47
MÁNUDAGUR 30. janúar 2012 23 Pabbinn ósáttur við tískusýningu Gaultier Mitch Winehouse, faðir söngkon- unnar sálugu Amy Winehouse, hefur gagnrýnt tískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier fyrir tískusýninguna sem hann hélt í París til heiðurs Amy. Á sýningunni gengu fyrirsætur eftir sýningarpallinum og litu út alveg eins og Amy; reykjandi, með sömu hárgreiðslu og förðun. „Fjöl- skyldan hennar komst í mikið upp- nám þegar hún sá þessar myndir. Við erum ennþá að syrgja hana og þessi vika hefur verið erfið vegna þess að sex mánuður eru liðnir frá dauða Amy,“ sagði faðir hennar. „Að sjá ímynd hennar notaða til að selja föt var eitthvað sem við bjuggumst ekki við.“ Hann bætti því við að Gaultier hefði ekki boðist til að láta fé af hendi rakna til Amy Winehouse- stofnunarinnar og öll uppákoman hefði greinilega verið haldin til að hann gæti grætt meiri pening. Gaultier hefur sjálfur sagt að sýn- ingin hafi verið haldin til heiðurs Amy og að vinnan við hana hafi verið mjög ánægjuleg. GAGNRÝNIR GAULTIER Mitch Winehouse hefur gagnrýnt Jean Paul Gaultier fyrir tískusýningu hans. NORDICPHOTOS/GETTY Nýbökuðu foreldrarnir Beyoncé og Jay-Z hafa beðið sjónvarps- drottninguna Oprah Winfrey um að vera guðmóður dóttur þeirra, Blue Ivy Carter. Stúlkan fæddist 8. janúar síðastliðinn og var það ósk Beyoncé og Jay-Z að guðforeldrarnir væru ekki hluti af fjölskyldum þeirra en guð- faðirinn er umboðsmaður Jay- Z, Tyran „Ty Ty“ Smith. Þrátt fyrir ungan aldur er barnið orðið einn af frægustu einstak- lingum í heimi og ætti ekki að örvænta með eina valdamestu konu heims sem guðmóður en Winfrey sjálf er barnlaus. Oprah Winfrey guðmóðir GUÐMÓÐIRIN Blue Ivy Carter fær eina valdamestu konu í heimi sem guð- móður, sjálfa spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey. NORDICPHOTOS/GETTY Eftirlifandi meðlimir grínhóps- ins Monty Python ætla að starfa aftur saman á hvíta tjaldinu eftir langt hlé. Að sögn leik- stjórans Terry Jones verður myndin í vísindaskáldsögustíl og heitir Absolutely Anything. Um teiknimynd er að ræða þar sem Python-hópurinn mun ljá hópi geimvera rödd sína. „Þetta er ekki Monty Python-mynd en hún líkist þeim samt að einhverju leyti,“ sagði Jones. John Cleese, Terry Gilliam og Michael Palin taka allir þátt og hugsanlega Eric Idle. Robin Williams mun tala fyrir hundinn Dennis. Python aftur saman í bíó SNÚA AFTUR John Cleese og félagar hans í Monty Python ætla að starfa aftur saman eftir langt hlé. Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan var nálægt því að ganga til liðs við hljómsveit- ina Metallica á fyrstu árum hennar. Hogan starfaði á sínum yngri árum sem hljóðversspil- ari og var góður vinur tromm- arans Lars Ulrich. „Ég spilaði á bassa. Ég var góður vinur Lars Ulrich og hann spurði mig hvort ég vildi spila á bassa með Metallica en það varð ekkert úr því,“ sagði Hogan í viðtali við The Sun. Hann bætti því við að hann væri mikill aðdáandi bresku sveitarinnar The Stone Roses. Metallica vildi Hogan HULK HOGAN Fjölbragðaglímukapp- inn var nálægt því að ganga til liðs við Metallica. VÍTAMÍN-FJÖLSKYLDAN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA LITLAR TÖFLUR NÝTT OG BETRA BRAGÐ FÆST Í ÖLLUM HELSTU APÓTEKUM OG STÓRVÖRUVERSLUNUM LANDSINS SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS Vítamín sem mæta þörfum allra á heimilinu NÝTT BARNAVÍTAMÍN TUGGUTÖFLUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.