Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 6
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR6 ORKUMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði fyrir helgi yfirlýsingu um víðtækt sam- starf Íslands og Japans á sviði jarð- hitanýtingar. Japönsk sendinefnd, þar sem meðal annarra eru þing- menn og fulltrúar frá þarlendum fyrirtækjum og stofnunum, er stödd hér á landi til að kynna sér nýtingu jarðhita, en í Japan standa fyrir dyrum miklar breytingar í orkumálum. Fram að hörmungunum sem riðu yfir Japan fyrir rétt tæpu ári síðan var tæpur þriðjungur raf- magnsframleiðslu í landinu háður kjarnorkuverum. Slysið sem varð í Fukushima kjarnorkuverinu eftir náttúruhamfarirnar olli mikilli umhverfisvá sem ekki sér enn fyrir endann á. Ein afleiðing þessa er að Japan- ir hafa endurskoðað alla sína orku- stefnu með það fyrir augum að loka öllum 54 kjarnorkuverum landsins á næstu árum og auka þess í stað hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Talsverður hiti er í jörð í Japan, enda er landið á eldfjallaeyju á flekaskilum, og þar hefur jarð- hiti verið notaður til raforkufram- leiðslu. Í samtali við Fréttablaðið segir Össur hins vegar að áhersla Japana með samkomulaginu sé ekki síst að sækja íslenska sér- þekkingu í uppsetningu hitaveitna. „Þó þeir hafi að vissu leyti verið frumkvöðlar í raforkuframleiðslu úr jarðhita hefur sú tækni staðnað hjá þeim, en hér á landi sjá þeir fremstu tækni bæði í raforku- framleiðslu og hitaveitu. Þeir nota jarðhita til að framleiða rafmagn en nota ekki vatnið sem fellur til, sem við notum til að hita um 80% af íslenskum húsum.“ Möguleikar fyrir sér- þekkingu Íslendinga Ísland og Japan hafa undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu í orkumálum. Vilja skipta um stefnu í orkumálum og sækja hingað sérþekkingu í upp- setningu hitaveitna. Utanríkisráðherra sér mikil tækifæri fyrir íslenska aðila. Fundirnir að þessu sinni snerust einmitt um með hvaða hætti Íslend- ingar gætu séð Japönum fyrir þekk- ingu og sérfræðingum. Össur segir markmið Japana einmitt að ráðast í verkefnið eins fljótt og auðið er. Össur segir líklegt að ef af yrði gæti aukin áhersla á hitaveitu Japan ráðið bót á þörf landsins fyrir hreina orku og sparað þjóð- arbúinu mikinn gjaldeyri vegna minni innflutnings. Þá hafi Japanir metið það sem svo að með aukinni nýtingu á jarðhitasvæðum sínum gætu þeir framleitt raforku sem jafngildi framleiðslu 23ja af þeim kjarnorkuverum sem til stendur að leggja niður. „Sömuleiðis skapast þarna mikl- ir möguleikar fyrir Ísland og Íslendinga að koma sinni þekkingu á markað.“ Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu er haft eftir formanni japönsku nefndarinnar að innan japanska þingsins væri „lögð höfuð- áhersla á að mæta orkuþörf lands- ins með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og þar væri jarðhiti afar mikil vægur“. thorgils@frettabladid.is MENNTAMÁL Nýlega undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, og Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskólans, samstarfs- samning um að efla fræðslu og menntun á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Áhersla í samstarfinu er á menntun landvarða sem er hluti af námsbraut Landbúnaðarhá- skólans í Náttúru- og umhverfis- fræðum. Nemendur sem ljúka námi hafa rétt til að kalla sig landverði og taka að sér störf á náttúruverndarsvæðum, segir í samstarfssamningnum. - shá Náttúru- og umhverfisvernd: Samstarf um nám landvarða Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. 20% afslátturGildir einungis í verslunum Lyfja & heilsu KJÖRKASSINN Lætur þú þig komandi biskups- kjör varða? Já 26,6% Nei 73,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Borðar þú bollur á bolludag- inn? Segðu þína skoðun á Vísi.is SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ Utanríkisráðherra undirritaði samstarfsyfirlýsingu um samvinnu í orkumálum við japanska sendinefnd sem stödd er hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fram til þessa hefur verið þó nokkur goðgá að brydda upp á því að nýta jarðhita í Japan til orkuframleiðslu eða hitaveitu. Flest jarðhitasvæði landsins eru innan þjóðgarða og verndarsvæða þar sem afar strangar reglur gilda. Auk þess er heitt vatn mikið notað í hinni hefðbundnu baðmenningu Japana sem er stór hluti af ferðamannaiðnaði þar í landi og eru ferða- þjónustuaðilar því ekki alfarið hrifnir af hugmyndunum. Ný stefna stjórnvalda er hins vegar að losa um þær reglugerðir til að auka tækifæri á nýtingu. Umdeild nýting jarðvarma SAFNAMÁL Stjórn Víkurinnar — sjóminja safnsins í Reykjavík hefur farið þess á leit við borgar- yfirvöld að safnið verði gert að borgarsafni. Eftir þessu óskar stjórn safnsins bæði af rekstrarlegum ástæðum en ekki síður faglegum. Tillagan er til umfjöllunar hjá menningar- og ferðamálasviði. Arna Garðarsdóttir, stjórnarformaður safnsins, segir rekstur safnsins ekki í uppnámi. „Ýmislegt breyttist árið 2008, til dæmis styrkir til safnsins. Það sem við erum ekki síst að horfa til með því að verða borgarsafn eru kynningarmál. Ef safnið er kynnt sem borgarsafn getum við náð til okkar fleiri gestum.“ Gamla varðskipið Óðinn er hluti af safninu. „Það er töluverður kostnaður við að reka hann án þess að fjárveitingar hafi borist frá ríkinu. Upphaflega var talið að tíu milljónir þyrfti til að sjá um skipið, en það hefur ekki skilað sér,“ segir Arna. Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn stofnuðu til safnsins formlega árið 2004. Árið 2007 fékk safnið húsnæði sitt að gjöf frá Reykjavíkurhöfn, þá nýuppgert. Ákveðið var að safnið yrði sjálfs- eignarstofnun sem rekin yrði með aðstoð fyrir- tækja, sem frá upphafi hafa verið HB Grandi, Eimskip og Íslandsbanki. Í bréfi stjórnar er tekið fram að fyrirtækin sem styrkt hafa safnið hyggj- ast gera það áfram, óháð framgangi málsins. - shá Stjórn Víkurinnar — sjóminjasasfns vill byggja upp undir væng borgarinnar: Vilja að Víkin verði borgarsafn VÍKIN - SJÓMINJASAFN Á tæpum áratug hefur verið byggt upp glæsilegt safn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SLYS Fiskiskipið Páll-Jónsson GK-007 varð stjórnvana um fimmleytið í gær þegar skipið var í innsiglingu út frá Grindavík með 14 í áhöfn. Þó var hægt að stýra skipinu að einhverju leyti með hliðarskrúfum. Óskað var eftir aðstoð Land- helgisgæslunnar og varð stjórar í stjórnstöð kölluðu strax út með mesta forgang björgunarskip Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar, Odd V. Gíslason og björgunar sveitina í Grindavík. Þá var þyrla LHG einnig kölluð út á mesta forgang. Um klukkan korter í sex hafði skipið samband og lét vita að það væri komið inn fyrir hafnar- garða Grindavíkurhafnar og nyti aðstoðar björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar. Þegar skipið var komið að bryggju um klukkan átta mínútur í sex var hættuástandi aflýst og þyrlan afturkölluð sem og björgunar sveitir. Varðstjórar í stjórnstöð fylgdust með atburðarrás í gegn- um fjarskipti og ferilvöktunar- kerfi stöðvarinnar. - jhh Björgunarskip aðstoðaði fiskiskip sem varð stjórnvana: Hættuástand við Grindavík ÞYRLAN KÖLLUÐ ÚT Þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunar skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem aðstoðaði skipið að komast að bryggju. VIÐSKIPTI Tilboðin sem gerð voru í Perluna voru á bilinu 500 milljónir króna upp í 1688 milljónir króna. Það var Garðar K. Vilh jálmsson héraðsdóms- lögmaður sem átti hæsta tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags, eins og fram hefur komið. Það tilboð var gert með fyrirvara um hag- kvæmnisathugun. Í tveimur til- fellum var um staðgreiðslutil- boð að ræða og hæsta tilboðið var annað þeirra. Eitt tilboðið hljóðaði upp á verðhugmynd á bilinu 500-1500 milljónir. Perlan var auglýst til sölu í september síðastliðnum og rann tilboðsfrestur út 18. október. Sex tilboð bárust og var ákveðið að ganga til viðræðna við hæst- bjóðanda. Ákveðið var að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á Perlunni við þá aðila sem áttu hæsta tilboð í eignina. Með henni fengu bjóðendur frest til 31. mars næstkomandi til að aflétta fyrir- vörum í tilboði sínu. Fyrir vararnir miðast við að treysta forsendur hagkvæmniathugunar, sem liggur til grundvallar tilboðinu. - jhh Tilboðin í Perluna birt: Á bilinu 500 til 1.700 milljónir PERLAN Orkuveita Reykjavíkur auglýsti Perluna til sölu í fyrra. Dýrkeypt pítsa Pitsasendill óskaði eftir aðstoð lög- reglu á gistiheimili í austurbæ Reykja- víkur en hann hafði ekki fengið greitt fyrir pítsu sem pöntuð var þangað. Þegar lögreglumenn komu og ræddu við þá sem pöntuðu pítsuna ráku þeir augun í fíkniefni. Þeir voru því hand- teknir á staðnum og lagt var hald á töluvert magn af fíkniefnum. LÖGREGLUFRÉTTIR MENNTAMÁL Breytingar á reglu- gerð um innritun í framhalds- skóla hafa verið kynntar hags- munaaðilum, að því er fram kemur í svari Arnórs Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ráðuneytið undirbýr nú breytingarnar, en þær koma, að sögn Arnórs, til móts við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis og mun reglan um forgang hverfa ekki gilda í innritun nýnema í framhaldsskóla í vor. Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði í janúar að hverfa- forgangur framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu bryti gegn jafnræðisreglu. - óká Ný reglugerð í vinnslu Búið að kynna breyttar reglur Klemmdi fót lögreglunnar Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir að ráðast á lögregluþjón sem var að handtaka vin hans. Manninum er gefið að sök að hafa óhlýðnast fyrirmælum og sparkað í hurð lög- reglubílsins þannig að fótur lögreglu- mannsins klemmdist og hruflaðist. DÓMSTÓLAR SPÁNN Tekjur spænska ríkisins af sölu tóbaks hafa dregist saman þrátt fyrir að yfirvöld hafi í fyrra hækkað opinber gjöld á tóbak. Sala á tóbaki hefur minnkað um 17 prósent og er ástæðan rakin til þess að smygl á tóbaki hefur aukist mikið. Tóbakssali á Spáni full yrðir að kínversk gengi smygli hundruðum tonna af tóbaki til Spánar í gegnum Afríku. Kínverjarnir selji tóbakið, sem meðal annars er hægt að nálgast á neðanjarðar- lestar stöðvum, á hálfvirði. - ibs Auknar álögur á tóbak: Smygla hundr- uðum tonna

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.