Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 40
Sænski hönnuðurinn Thomas Bernstrand fékk fína hugmynd þegar hann var staddur í París fyrir einhverjum misserum. Hann heillaðist af hug- myndinni í almenningsgörðum borgarinnar þar sem fólk gat fengið frístandandi stóla sem tilheyrðu garðinum og fært þá þangað sem því hentaði. Hann hins vegar vorkenndi aumingja starfsfólki garðsins sem safna þurfti saman stólunum til að slá grasið. Þá datt honum í hug að hægt væri að hanna garðstóla með þeim eiginleikum að fólki þætti fýsilegt að skila þeim á sinn stað. Úr varð stóllinn Share sem Bernstrand hannaði fyrir fyrir- tækið Nola. Stólarnir er þannig útbúnir að þeim er hægt að raða saman líkt og innkaupakerrum og tengja saman með keðjum líkum þeim sem notaðar eru í stórmörkuðum. Þannig þarf að setja pening í rauf til að fá stólinn en þann pening fær fólk til baka þegar það skilar stólnum á sinn stað. Sniðugir garðstólar GARÐSTÓLAR FRÁ NOLA RAÐAST UPP EINS OG INNKAUPAKERRUR. Fyrirtækið FieldCandy framleiðir tjöld sem eru til þess gerð að vekja athygli. Tjöld eru í flestum tilvikum fremur einsleit, enda eru þau fremur hönnuð með hagkvæmni en útlit í huga. Fyrirtækið Field- Candy í Bandaríkjunum hefur hins vegar tekið annan pól í hæðina. Það fékk til liðs við sig átján hönnuði, listamenn, ljósmyndara og grafíska hönnuði til að búa til mynstur á tjöldin þeirra og eru mörg hver afar sérstæð. Þessar myndir voru síðan prentaðar á tjaldhimin sem þekur venjulegt tveggja manna tjald. Á vefsíðu fyrirtækisins er að finna yfir fjörutíu mynstur eftir átján listamenn og er úrvalið mikið. Fólk getur valið sér tjald sem lítur út eins og gras, nammi, ostastykki, múrsteinar og allt þar á milli. www.fieldcandy.com Skrautlegt í útileguna Hönnunarstúdíóið Ding3000 frá Hanover í Þýskalandi hannaði þeytarann fyrir danska merkið Normann Copenhagen. Þeytarinn er bæði fallegur á að líta og afar hagnýtur. Hann er búinn til úr sveigjanlegum nælon þráðum sem festir eru saman með málmhring. Þennan hring er síðan hægt að færa til þannig að þeyt- arinn leggst saman og verð- ur afar fyrirferðarlítill. Þá má hengja hann upp á sama málmhring. Þeytari sem lítið fer fyrir DING3000 KYNNTI SKEMMTILEGA HÖNNUN Á ÞEYTARA NÝLEGA. Vefverslunin Reykjavikcorner- store.com býður úrval af íslenskri hönnun. Á vefnum er að finna vörur fyrir heimilið, föt, skartgripi og spil svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fylgjast með versluninni á facebook, twitter og tumblr eða fá fréttabréf verslunarinnar sent reglulega. Meðal vara á síðunni má nefna Notknot púða frá Umemi og Krummaherðatré Ingibjargar Hönnu. Hönnun í verslun- inni á horninu VÍÐA MÁ LEITA FANGA EFTIR FAL- LEGUM MUNUM Á HEIMILIÐ OG ER NETIÐ ÞAR ENGIN UNDANTEKNING. Notknot frá Umemi PUBQUIZ Á CAFÉ ROSENBERG Á HVERJU MÁNUDAGSKVÖLDI KL.21FRÍTT INN & ALLIR VELKOMNIRVOTIR & VEGLEGIR VINNINGAR LÉTTÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.