Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 18
Moment eða augnablik er heiti þessa stóls. Hönnuður stólsins er Khodi Feiz. Á stólnum er áfast lítið borð sem hægt er að beina í tvær áttir. „Þetta fór frekar rólega af stað en á þriðja degi varð allt vit- laust. Skyndilega vorum við um- kringdar innkaupastjórum frá virtum hönnunar verslunum og blaða mönnum sem áttu ekki orð fyrir hrifningu. Einn sagði Tulipop vera svar Íslendinga við Múmín- álfunum. Annar keypti alla línuna eins og hún leggur sig með þeim orðum að hann festi eiginlega aldrei kaup á neinu á sýningunni sjálfri. Honum fannst hún svo flott að hann hreinlega stóðst ekki mátið,“ segir hönnuðurinn Signý Kolbeins- dóttir og annar eigandi íslenska hönnunar fyrirtækisins Tulipop. Þar á Signý við þær glimrandi góðu viðtökur sem fyrirtækið hlaut á sýningunni Ambiente í Frank- furt á dögunum. Ambiente er ein stærsta og virtasta sýning heims á sviði gjafavöru, hús búnaðar og borðbúnaðar og er sótt af um 145 þúsund verslanaeigendum og dreifingar aðilum hvaðanæva úr heiminum á ári hverju. Tuli- pop var eina íslenska fyrirtækið á sýningunni og náðu forsvars- menn þess að landa mikilvægum samningum við virtar hönnunar- verslanir á meginlandi Evrópu, þar á meðal við Klevering í Hollandi og Pylones á Ítalíu. Að sögn Helgu Árnadóttur fram- kvæmdastjóra Tulipop á hug- myndafræði merkisins ekki síst þátt í þeim góðu viðtökum sem línan hlaut ytra en hún inniheldur meðal annars matarstell, diska- mottur, lampa, minnisbækur og tækifæriskort fyrir börn og full- orðna. „Við kynntum Tulipop sem heilan ævintýraheim með þrettán fígúrum sem hver og ein á sína sögu. Fólk kolféll fyrir þessari fantasíu.“ Stefan Nilson, einn helsti tísku- frömuður Svía, hefur í kjölfarið birt myndir og jákvæða um fjöllun um Tulipop á vefsíðunni trend- gruppen.se og útsendarar frá hinu virta bandaríska tímariti Gift Shop hafa sett diska frá Tulipop á lista yfir „skyldukaup“ fyrir vorið. Þær Signý og Helga eiga nú í frekari samningaviðræðum við erlenda aðila sem hafa áhuga á að koma vörum Tulipop á fram- færi. „Við verðum örugglega að fara í gegnum öll tilboðin á næstu vikum,“ segir Helga og bætir við að Ambiente muni klárlega opna fyrirtækinu margar nýjar dyr í Evrópu en vörur Tulipop eru nú seldar í verslunum í Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð og á Írlandi auk Íslands. roald@frettabladid.is Tulipop vel tekið á Ambiente í Frankfurt Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum þegar hönnunarfyrirtækið Tulipop kynnti vörur sínar á sýningunni Ambiente í Frankfurt á dögunum. Stórir dreifingaraðilar vilja koma vörum Tulipop á framfæri í Evrópu. Fjöldi litríkra fígúra býr í töfraheimi Tulipop, Bubble, Maddý, Skully og fleiri. KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu. Þegar KONJAK er notað samhliða léttu mataræði má auka þyngdartap um allt að 60%. Það þýðir að fyrir hvert kíló sem þú missir af eigin rammleik getur þú með hjálp KONJAK misst allt að 1,6 kg. Glucomannan eru fyrsta náttúrulega efnið sem sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu hafa viðurkennt að raunverulega hjálpi við þyngdartap. Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum búnar að þær geta dregið til sín 2-300 falda þyngd sína af vatni. Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast því massi sem fyllir upp í magann og flýtir fyrir seddu tilfinningu. Frekari upplýsingar VIÐUR- KENNT AF EFSA Sýningarbás Tulipop var í höll ellefu á svokölluðu Young & Trendy-svæði sem mjög eftirsótt er að komast á, að sögn þeirra Signýjar og Helgu. „Eftir að við sendum út prufur buðu for- svarsmenn Ambiente okkur sér- staklega bás á svæðinu.“ Meðal annarra fyrirtækja sem sýndu í höll ellefu voru Normann Copenhagen og Pylones.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.