Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 10
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR10 Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekar í tveimur nýlegum dómum þá afstöðu sína að brot gegn frið- helgi einkalífs með mynd- og nafnbirtingum í fjöl- miðlum geti átt fullan rétt á sér þegar efnið varðar almannahag. Þegar til- gangurinn er sá einn að svala forvitni lesenda vegur vernd einkalífs þó þyngra. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að þýskum slúðurtímaritum hafi verið heimilt að birta greinar og ljósmyndir af Karólínu Mónakó- prinsessu þar sem hún er í fríi með eiginmanni sínum og börnum. Sömuleiðis hafi þýska síðdegis- blaðinu Bild verið heimilt að birta fréttir og ljósmyndir af þýska leik- aranum Bruno Eyron, sem hafði verið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. Þessir dómar virðast kannski stangast á við frægan úrskurð sama dómstóls frá árinu 2004, svokallaðan Karólínudóm, þar sem myndbirtingar og frásagnir af einkalífi Karólínu prinsessu voru sagðar stangast á við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs. Munurinn Skýringin liggur hins vegar í því að árið 2004 gat dómstóllinn ekki séð að umfjöllun um einkalíf Kar- ólínu ætti neitt sérstakt erindi við almenning, en í seinni úr- skurðinum er umfjöllun um einka- líf hennar sögð snerta umræðu- efni, sem óneitanlega varðar almenning: nefnilega heilsubrest Rainiers fursta, föður Karólínu prinsessu, en hann var þá þjóð- höfðingi í Mónakó. Sömuleiðis er umfjöllun fjölmiðla um einkalíf leikarans Eyron sögð varða efni, sem almenningi kemur við, nefni- lega opinber sakamál. Í nýju dómunum, sem kveðnir voru upp 7. febrúar síðastliðinn, ítrekar dómstóllinn beinlínis þá afstöðu sína, sem útlistuð er í dómnum frá 2004, að tjáningar- frelsið réttlæti ekki umfjöllun fjöl- miðla um einkalíf fræga fólksins ef tilgangurinn er sá einn að svala forvitni lesenda. Brot gegn frið- helgi einkalífs sé hins vegar rétt- lætanlegt ef umfjöllunin getur talist framlag til umræðu sem varðar hag almennings. Áhrif dómanna Útgefandi þýska dagblaðsins Bild, sem birti fréttir af leikaranum sem gripinn var með fíkniefni, fagnaði niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins: „Fræga fólkið getur ekki lengur sóst eftir opinberri umfjöllun þegar það hentar þeim að nota fjölmiðlana í þágu sjálfs sín og ferils síns, en svo látið banna fréttaflutning af sér þegar það hefur gerst brotlegt við lög,“ segir Claas-Hendrik Soehring, yfirmaður hjá Axel Springer for- laginu í Berlín, sem gefur út Bild. Afstaða dómstólsins styrkir því greinilega harðsnúinn frétta- flutning af fólki sem uppvíst verður að lögbrotum, en á hinn bóginn er engan stuðning að finna hjá dómstólnum við þá æsifrétta- mennsku sem einungis gengur út á að svala forvitni almennings um líferni fræga fólksins. Dóm stóllinn gerir eftir sem áður ótvíræða kröfu til þess að fjölmiðlar segi ekki fréttir af einkalífi fólks, gegn vilja þess, nema þær eigi ótvírætt erindi við almenning. Réttindi stangast á Í málum Karólínu prinsessu og leikarans Eyron virðast dómarar FRÉTTASKÝRING: Fjölmiðlar og friðhelg einkalífs Jafnvægiskúnst dómaranna Upphaf 8. greinar: Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu 1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. […] Upphaf 10. greinar: Tjáningarfrelsi 1. Hver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. […] Ákvæði rekast á KARÓLÍNA PRINSESSA OG ERNST AUGUST VON HANNOVER Karólína Mónakóprinsessa hefur í tvo áratugi reynt að koma í veg fyrir myndbirtingar og umfjöllun fjölmiðla um einkalíf sitt og fjölskyldu sinnar. NORDICPHOTOS/AFP Karólínumálið 2004 Dómurinn frægi frá 2004 snýst um myndbirtingar í þremur þýskum tímaritum, Freizeit Revue, Bunte og Neue Post árin 1993 og 1997. Myndirnar eru teknar við ýmis tækifæri, þar sem hún var á veitingastöðum, í skíðaferðalagi, útreiðar- túr, á reiðhjóli eða á ströndinni, ýmist með leikaranum Vincent Lindon eða með Ernst August von Hannover, sem síðar varð eiginmaður hennar, og stundum einnig með börnum hennar frá fyrra hjónabandi. Karólína prinsessa kærði þessar myndbirtingar en dómstólar í Þýskalandi töldu ekkert athugavert við þær. Mannréttindadómstóllinn komst hins vegar að annarri niðurstöðu og taldi myndbirtingarnar brot gegn friðhelgi einkalífs prinsessunnar, með þeim rökstuðningi að „birting umræddra ljósmynda og blaðagreina, sem höfðu þann eina tilgang að svala forvitni ákveðins lesenda- hóps, geti ekki talist framlag til neinnar umræðu sem varðar almannahag í samfélaginu þrátt fyrir að stefnandinn sé þekktur meðal almennings.” Karólínumálið 2012 Seinna Karólínumálið snýst um myndbirtingar í þýsku tímaritunum Frau im Spiegel og Frau Aktuell á árunum 2002 til 2004. Á myndunum sést Karólína ásamt eiginmanni sínum að njóta lífsins í skíðaferðalögum í Sviss eða Austur- ríki meðan faðir hennar, Rainer fursti, var alvarlega veikur heima í Mónakó. Karólína og eiginmaður hennar kærðu þessar myndbirtingar og vísuðu til dómsins frá 2004 máli sínu til stuðnings. Aftur tóku þýskir dómstólar málstað fjölmiðlanna gegn Karólínu, reyndar aðeins að hluta, og að þessu sinni tók Mannréttindadómstóll Evrópu undir það. Rökstuðningurinn er sá að veikindi Rainers fursta hljóti að teljast „samtímaviðburður sem tímaritin hafi heimild til að skýra frá”, og þá sé heldur ekkert athugavert við að birta umræddar ljós- myndir með þeirri umfjöllun “vegna þess að þær styðja og myndskreyta þær upplýsingar sem komið er á framfæri.” Mál leikarans Bruno Eyron 2012 Þýski leikarinn Bruno Eyron, sem var þekktur í Þýskalandi fyrir að leika lög- regluforingjann Balko í samnefndri sjónvarpsþáttaröð, var handtekinn á Októberhátíð í München árið 2004 fyrir að vera með 0,23 grömm af kókaíni í fórum sínum. Fréttir af þessu birtust nokkrum dögum síðar, fyrst í dagblaðinu Bild, sem þekkt er fyrir að leggja áherslu á æsifréttir, og strax á eftir í flestum öðrum fjölmiðlum, sem vitnuðu þá í fréttina úr Bild. Tæpu ári síðar, þegar dómur var fallinn, birti Bild aðra frétt þar sem skýrt var frá því að Eyron hefði játað að hafa notað kókaín og að hann hafi verið dæmdur til að greiða 18 þúsund evrur í sekt. Eyron fór í mál við dagblaðið Bild og þýskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að í þessu tilfelli vegi persónuréttindi leikarans þyngra en réttur almennings til að fá upplýsingar, jafnvel þótt rétt hafi verið sagt frá, enda hafi hann hvorki verið mjög þekktur né heldur geti glæpurinn talist mjög alvarlegur þegar litið er til þess að hann hafi verið með lítið magn af fíkniefninu á sér, auk þess sem sambærilegir glæpir geti ekki talist óalgengir. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þveröfugri niðurstöðu, með þeim rökum meðal annars að almenningur eigi „rétt á því að fá upplýsingar – og að geta aflað sér upplýsinga – um sakamál, sé þess stranglega gætt að gera ráð fyrir sakleysi.” Þrír úrskurðir Mannréttindadómstólsins MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU Dæmir á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950. NORDICPHOTOS/AFP Mannréttindadómstólsins ekki ganga út frá því að neitt einfalt mat sé til á því hvort eigi að vega þyngra, rétturinn til tjáningar- frelsis samkvæmt 10. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu eða rétturinn til friðhelgi einkalífs samkvæmt 8. grein sama sáttmála. Þegar þessar tvær megin reglur mannréttindalaga stangast á, þá þarf að meta það í hverju til- viki hvor reglan eigi að hafa for- gang. Til grundvallar slíku mati draga dómararnir fram nokkrar viðbótar forsendur. Viðbótarforsendur Ein þeirra er sú, sem þegar er nefnd, hvort fréttaflutningurinn er eingöngu til þess hugsaður að svala forvitni fólks eða hvort efnið er talið eiga raunverulegt erindi við almenning. Önnur er sú, hvort frétt snúist um opinbera persónu, það er að segja einstakling sem sannarlega er nægilega þekktur til að geta talist opinber persóna. Bæði Kar- ólína prinsessa og þýski leikarinn Bruno Eyron fullnægja að mati dómstólsins þessu skilyrði, þótt Eyron sé reyndar lítt þekktur utan Þýskalands. Þá telur dómstóllinn einnig ástæðu til að spyrja hvernig staðið var að öflun frétta eða ljósmynda, hvaðan og hvernig upplýsingar berast fjölmiðli, til dæmis hvort þeirra sé aflað með blekkingum eða hvort þær séu opinberlega staðfestar. Varðandi ljósmyndir sérstak- lega er spurt hvort þær eru teknar á stað sem opinn er almenningi, hvort ljósmyndari hafi verið í felum eða farið dult með gerðir sínar, eða hvort ljósmyndari geti hreinlega talist hafa verið að áreita viðkomandi. Enn fremur er spurt um fyrri framkomu viðkomandi ein- staklings, til dæmis hvort hann hafi sjálfur áður sóst eftir kast- ljósi fjölmiðla og geti af þeim sökum ekki lengur reiknað með því að einkalíf hans njóti fullrar friðhelgi. Einnig er spurt um það hvaða áhrif myndbirting og fréttir geti haft á líf viðkomandi einstaklings. Óleyst álitamál Öll þessi atriði og fleiri til eru reifuð í úrskurðum Mannréttinda- dómstólsins, bæði nú í febrúar og einnig í gamla Karólínumálinu fyrir átta árum, þannig að hér er greinilega um jafnvægiskúnst að ræða þar sem til lítils er að hrapa að ályktunum í fljótfærni. Með úrskurðum sínum hefur dómstóllinn þó engan veginn tekið á öllum álitamálum sem snerta fréttaflutning af einkalífi fólks eða myndbirtingar því tengdar. Áfram er til dæmis óljóst hvernig dómstóllinn tæki á því ef mikilvægar fréttir af einstak- lingum, sem að mati dóm- stólsins ættu ótvírætt erindi við almenning, væru fengnar með blekkingum eða einhverjum öðrum hætti sem vafasamur gæti talist. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.