Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 39

Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 39
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2012 3 eitthvað sem ég afskræmi til að karakterinn virki betur. Þetta eru mest myndir af dýrum sem fólki finnst ógeðsleg, eða er allavega ekkert hrifið af. Ég hrífst mest af því sem ekki fellur að stöðluðum fegurðar- hugmyndum og finnst alltaf eitt- hvað fallegt í þessum dýrum. Og, já, þau hafa sinn karakter sem ég reyni að ná fram.“ Inga María vinnur teikning- arnar alfarið með blýanti, tölvu- tæknin kemur þar hvergi við sögu. Hún segist vera hið skrítna fyrir bæri grafískur hönnuður sem hefur engan áhuga á tölvum. „Ég hef alltaf verið meira inn- stillt á teikningu,“ segir hún. „Þegar ég fór í námið í grafískri hönnun var ekkert teikninám hér á Íslandi og þessari teikniáráttu minni var sýnt mikið umburðar- lyndi í náminu. Strax við útskrift var ég ákveðin í að helga mig teikningunum en fara ekki að vinna við hönnun, þótt vissulega sé mjög gott að hafa hönnunar- bakgrunninn í minni vinnu.“ Teikningarnar hafa hlot- ið góðar viðtökur, finnst fólki ekkert óhugnanlegt að hafa skor- dýr á veggjunum hjá sér? „Það er mjög misjafnt,“ segir Inga María. „Auðvitað eru ekki allir hrifnir af því að hafa skordýr eða aðrar skepnur sem eru frekar frá- hrindandi uppi á vegg hjá sér. En það skemmtilega er að þeir sem kaupa myndirnar finna undan- tekningalaust eitthvað í þeim sem þeir tengja við og verða háðari þeim því lengur sem þær hanga á veggnum. Þetta verða svona heimilisdýr sem fólki fer að þykja vænt um.“ Kemur fólk þá aftur og aftur og kaupir fleiri myndir? „Já, það eru nokkrir sem eiga nokkrar litlar myndir eftir mig og koma alltaf við hjá mér annað slagið til að skoða hvort eitthvert dýr hafi bæst við. Það er mjög skemmti- legt og gaman að fylgjast með hvað fólk sér ólíka karaktera út úr myndunum,“ segir Inga María hlæjandi. fridrikab@frettabladid.is Framhald af forsíðu „Við erum bæði miklir safnar- ar en bjuggum þröngt. Þannig kviknaði hugmyndin en snagana er hægt að nota um allt hús, hengja á þá föt, bækur, skargripi eða körfu undir tau. Við erum rekin áfram af áhuga og nauðsyn,“ út- skýrir Ágústa Magnúsdóttir, sem hefur ásamt manni sínum Gústav Jóhannssyni hannað fjölnota snaga úr við. Snagana framleiða þau sjálf á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn undir merkinu Agustav. Pinnarnir eru lausir og hægt er að raða þeim saman á veggfesta syllu. Bækur og tímarit er hægt að hengja á pinna með snæri eða leðurbandi og eins hafa Ágústa og Gústav hannað pinna með statífi fyrir iphone síma. „Það er fyrir náttborðs útgáfuna því oft notar maður símann fyrir vekjaraklukku,“ útskýrir Ágústa og segir teikniborðið svigna af hugmyndum. „Við ætlum að einbeita okkur að snagalínunni í ár. Þetta hefur lengi blundað í okkur og loks ákváðum við að drífa okkur í gang. Það eru í raun ekki nema sex vikur síðan við fórum af stað en við erum í viðtölum við nokkrar verslanir hér í Kaupmannahöfn um að selja vöruna,“ segir Ágústa en snagana verður líka hægt að kaupa í gegnum síðuna www.agustav.com innan skamms. Á döfinni er einnig að kynna vöruna á Íslandi. „Okkur langar til að vera með á HönnunarMars og höfum sótt um. Það væri spennandi að fá að taka þátt í því sem er að gerast í hönnunar heiminum á Íslandi. Þar er svo mikil gróska í gangi.“ heida@frettabladid.is Fjölnota snagar Hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannson hanna undir merkinu Agustav. Hugmyndin að þeirra fyrstu vöru spratt upp úr nauðsyn fyrir geymslupláss í lítilli íbúð þeirra í Kaupmannahöfn. Tímarit og bækur er hægt að hengja í bönd eða leðurreimar svo þær virðast hanga í lausu lofti. Náttborðssnagar með statífi fyrir síma en margir nota símann sem vekjaraklukku. Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson framleiða fjölnota snaga undir merkinu Agustav á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn. MYND/AGUSTAV EngisprettaFugl Gæðum tilveruna góðu ljósi TILBOÐS- & RÝMINGARVERÐ Rombi Rýmingarverð: 8.900 kr. Cars Tilboðsverð: 7.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.