Fréttablaðið - 20.02.2012, Side 44

Fréttablaðið - 20.02.2012, Side 44
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR20 20 menning@frettabladid.is bækur ★★ ★★★ Táknmál blómanna Vanessa Diffenbaugh, þýðing: Ásdís Guðnadóttir JPV-útgáfa Victoria bakar brómberjaköku Handtöskuserían er nokkurra ára gamalt fyrirbæri og gengur út á það að gefa út bækur eftir konur fyrir konur. Nú hefur JPV-útgáfa keypt hug- myndina og nafnið og nýjasta bók seríunnar undir þeirra stjórn er Táknmál blómanna eftir Vanessu Diffenbaugh. Bókin er auglýst sem margföld met- sölubók, kölluð Jane Eyre ársins 2011, hrífandi, hjartnæm og falleg og fleira í þeim dúrnum á bókarkápu. Samanburðurinn við Jane Eyre skýtur dálítið hátt yfir markið en lýsingarorðin má með góðum vilja öll heimfæra upp á textann. Í stuttu máli sagt er hér á ferðinni ein þessara hefðbundnu „kellingabóka” („skvísubóka” ef maður vill vera kurteis) sem tekið hafa við hlutverki hinna „ófínu” ástarsagna sem gjarna hafa verið kenndar við rauðan lit og engin kona með vitsmunalega sjálfsvirðingu getur verið þekkt fyrir að hafa í hand- töskunni. Engu að síður er Táknmál blómanna skrifuð staf fyrir staf eftir formúlu ástarsagnanna. Þroskasaga stúlku sem hefur átt erfitt uppdráttar í lífinu en finnur „sína leið” að hamingju og fjár- hagslegu sjálfstæði. Það að búið sé að bæta áherslunni á fjárhagslegt sjálf- stæði inn í formúluna er eina merki þess að þróun ástarsagnanna hafi haldið í við þróunina í lífum kvenna. Stofnun eigin fyrirtækis virðist vera orðin skylda fyrir kvenhetjur þessarar tegundar bóka, launavinna er ekki nógu mikið merki um sjálfstæði. Victoria, kvenhetjan unga, hikar þó ekki við að setja fyrirtækið í hendur aðstoðarstúlku sinnar þegar hún þarf tíma og tilfinningalegt svigrúm til að sinna ástinni. Svo hvað hefur í raun breyst? Ekki margt. Því miður. Táknmál blómanna má þó eiga það að hún er mun betur skrifuð en flestar „kellingabækur”, synd bara að söguþráður og persónur skuli vera eins steríótýpískar og raun ber vitni. Þýðing Ásdísar Guðnadóttur er ágætlega af hendi leyst, þótt víða skíni í enskuna í gegnum íslenska textann, setningar séu byggðar upp að enskum hætti og beri ljóslega með sér að hafa ekki verið hugsaðar á íslensku upp- haflega. Þýðingin á titlinum orkar líka tvímælis. Bókin heitir á ensku The Language of Flowers og titillinn vísar til þess að söguhetjan tjáir sig með blómum. Tungumál blómanna hefði mér fundist eðlilegri þýðing, en um slíkt má vitaskuld alltaf deila. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Erkitýpísk „kellingabók”. Ágætlega skrifuð saga en líður fyrir þrönga formúluna sem henni er troðið inn í. Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal. Fjöruverðlaunin, bók- menntaverðlaun kvenna, voru afhent í gær í sjötta sinn. Margrét Örnólfs dóttir hlaut verðlaunin í annað sinn á tveimur árum. Skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur, fræði bókin Mannvist: Sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárus dóttur og barnabókin Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfs- dóttur hlutu í gær Fjöruverðlaunin. Verðlaunin voru afhent í sjötta sinn en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á framlagi kvenna til íslenskra bókmennta. Bækurnar þrjár komu allar út síðastliðið haust. Í umsögn dóm- nefndar um Jarðnæði Oddnýjar Eirar sagði meðal annars að í bókinni væri „tungumálið teygt og togað af leikgleði og hugmynda- ríki.” Jarðnæði er persónulegt verk, „á mörkum dagbókar, skáld- skapar og heimspeki, þar sem sögu konu í leit að samastað er fléttað saman við frásagnir af nánum samskiptum við samferðamenn hennar og vangaveltur um sam- félagsleg málefni þar sem sam- band manns og lands er í brenni- depli”. Birna Lárusdóttir er ritstjóri og aðalhöfundur bókarinnar Mann- vist: Sýnisbók íslenskra forn- leifa. Bókin er „aðgengileg og stórskemmtileg kynning á forn- leifum og fornleifarannsóknum,“ og afhjúpar að sögn dómnefndar „sögu þjóðarinnar frá sjónarhorni fornleifafræðingsins. Sagan er því lesin úr landinu sjálfu en ekki ein- göngu úr rituðum heimildum sem oftar en ekki eru sá grunnur sem söguþekking okkar byggist á.” Bók Margrétar Örnólfsdóttur, Með heiminn í vasanum, segir frá unglingspiltinum Ara sem á allt og fær allt nema athygli foreldra sinna. Hann „flýr því á vit hlut- verkaleikja í tölvuheimum þar sem hann er sjálfur herra yfir eigin lífi. Sagan er sterk ádeila á græðgi, barnaþrælkun og virðingarleysi fyrir mannréttindum. Lausnin er ekki einföld og það er ekki á færi barna einna að leysa þau mál,” segir í umsögn dómnefndar. Þess má geta að bókin hefur þegar verið tilnefnd til Vest- norrænu barnabókaverðlaunanna og sjálf hlaut Margrét Fjöru- verðlaunin fyrir tveimur árum fyrir bók sína „Aþena (ekki höfuð- borgin í Grikklandi)“. Í dómnefnd fagurbókmennta sátu: Þórdís Gísladóttur, íslensku- fræðingur; Æsa Guðrún Bjarna- dóttir, bókmenntafræðingur; og Margrét I. Ásgeirsdóttir, bóka- safnsfræðingur. Í dómnefnd fræði- bóka: Þuríður Jóhannsdóttir, lektor á Menntavísindasviði; Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði; og Brynhildur Heiðar- og Ómars- dóttir, bókmenntafræðingur. Loks sátu í dómnefnd barna- og ung- lingabóka: Anna Þorbjörg Ingólfs- dóttir, lektor í íslensku á Mennta- vísindasviði; Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum; og Helga Ferdinandsdóttir, ritstjóri tímaritsins Börn og menning. Jarðnæði besta skáldsagan á Fjöruverðlaununum VERÐLAUNAHAFAR Birna Lárusdóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir bækur sínar. Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna að þessu sinni. Í flokki fagurbókmennta voru þær auk Jarðnæðis Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur og Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur. Í flokki fræðibóka voru auk Mannvistar tilnefndar bækurnar Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850 – 1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Ríkisfang ekkert: flóttinn frá Írak á Akranes eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Barna- og unglingabækur sem tilnefndar voru auk Með heiminn í vasanum voru Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur. NÍU BÆKUR TILEFNDAR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÉG ER VINDURINN Nú fer hver að verða síðastur að sjá leikverkið Ég er vindurinn, nýjasta verk Jon Fosse. Sýningin er á vegum Leikfélagsins Sóma þjóðar og er sýnd í Kjallaranum. Leikarar eru Hilmir Jensson og Hannes Óli Ágústsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.