Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 1
veðrið í dag
STJÓRNMÁL Full samstaða er um
það á Alþingi að aðskilja beri
viðskiptabanka- og fjárfesting-
arbankastarfsemi. Fjórtán þing-
menn úr öllum flokkum nema
Sjálfstæðisflokknum hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um
málið. Það er einnig einn liður
í efnahagstillögum Sjálfstæðis-
flokksins sem allir þingmenn
flokksins mæltu fyrir og er
til umfjöllunar í efnahags- og
viðskiptanefnd.
„Ég held að það séu eiginlega
allir sammála um að það eigi að
drífa í þessu núna. Spurningin
sem stendur eftir er einfaldlega
sú hvort þetta eigi að gera með
aðgreindum stofnunum eða þá
innan fjármálastofnana,“ segir
Álfheiður Ingadóttir, þingmað-
ur Vinstri grænna, sem er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar.
Samkvæmt tillögunni ályktar
Alþingi að fela efnahags- og við-
skiptaráðherra að skipa nefnd
sem skila á tillögum um hvern-
ig standa skuli að málinu. Mark-
miðið er að lágmarka áhættu
þjóðarbúsins vegna áfalla í
rekstri banka en nefndin skal
skila tillögum sínum fyrir 1.
október næstkomandi.
Í greinargerð sem fylgir tillög-
unni segir að innlán viðskipta-
banka, sem hafa bakábyrgð frá
ríkinu, hafi í aðdraganda banka-
hrunsins verið notuð í glæfra-
legar og jafnvel óarðbærar
fjárfestingar, meðal annars í
fyrirtækjum nátengdum viðkom-
andi fjármálastofnunum. Vegna
þeirrar sérstöku tryggingar sem
innlán njóti sé rík ástæða til
að aðskilja hefðbundna banka-
starfsemi frá áhættusækinni
fjárfestingarstarfsemi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins, segir að þingmenn
flokksins muni vitaskuld taka vel
í málið þegar það komi til kasta
þingsins. Þeir hafi hins vegar
talið óþarfi að vera meðflutnings-
menn að þessari tilteknu tillögu
þar sem kveðið sé á um aðskilnað
viðskipta- og fjárfestingarbanka-
starfsemi í efnahagstillögum
flokksins sem eru eins og áður
sagði til umfjöllunar í efnahags-
og viðskiptanefnd.
„Okkar vilji til þess að þetta
verði skoðað hefur komið fram
þar og allir okkar þingmenn eru
flutningsmenn að þeim tillögum,“
segir Ragnheiður Elín að lokum.
- mþl
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Mánudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Fasteignir.is
Öryggisþjónustur
& kerfi
19. mars 2012
66. tölublað 12. árgangur
Ég held að það séu
eiginlega allir sam-
mála um að það eigi að drífa
í þessu núna.
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR
ÞINGMAÐUR VG
Kynningarblað Öryggismyndavélar, öryggisráðgjöf,
neyðarþjónustur, vöktunar- og hússtjórnunarkerfi og góð ráð.
ÖRYGGISÞJÓNUSTUR
MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
&KERFI
V örn öryggiskerfi sérhæfir sig í sölu á öryggismynda-vélalausnum fyrir fyrir-tæki, heimili og sumarbústaði. Fyrirtækið kappkostar við að bjóða helstu tækninýjungar á því sviði á hagstæðu verði og heildarpakka sniðna að þörfum hvers og eins.„Við erum lítið fyrirtæki sem hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun árið 2007. Lítil yfirbygg-ing og hagstæðir samningar hafa frá byrjun tryggt viðskiptavinum okkar hágæða vöru á sanngjörnu verði og hefur sú stefna borið góðan árangur þar sem nú eru yfir 500 fyrirtæki stór og smá í viðskipt-um við Vörn.“
Þannig lýsir eigandinn og stofn-andinn, Jón Hermannsson, stefnu Varnar. Að hans sögn má skipta starfseminni niður í þrjú svið eftir þörfum viðskiptavina, það er að segja heimili, sumarbústaði og fyrirtæki sem eru stærsti hópurinn.
Fyrirtækjalausnir„Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjórar ólíkar gerðir heildarpakka sem byggja á fullkomnu mynda-vélakerfi. Allt er innifalið í pakkan-um, þar á meðal myndavélar með innfrarauðum geisla, tölva, harður diskur og skjár sem er sérhannaður fyrir eftirlitsmyndavélar. Svo eru myndavélarnar búnar hreyfiskynj-ara sem geta sent boð ef hreyfing-ar verður vart á óæskilegum tíma, til dæmis utan opnunartíma, og geta þannig nýst sem öryggiskerfi. Helsti mismunurinn á milli pakka felst síðan í fjölda myndavéla þar sem velja má milli 4, 8, 16 og 32 véla. Vörn er afar stolt af frábæru starfsfólki sem sjá um uppsetningar og tækni vinnu.“
Jón seg i r þessa
heildar pakka hafa nýst f yrir-tækjum vel gegnum tíðina. „Til að mynda stórum fyrirtækjum sem eru með dreifð-an rekstur úti um allt land. Þá eru þau með myndavélar á hverjum stað og geta þannig fylgst með þeim öllum úr einni „móðurstöð“,“ bendir hann á.
Ýmis fylgibúnað-ur býðst o
samhengi. „Þær eru búnar still-anlegum ljósabúnaði, geta snúið hvert sem er og „súmað“ inn á hluti í mikilli fjarlægð,“ útskýrir hann og segir slíkar vélar hafa nýst vel í matvælaiðnaðinum. „Þar hafa þær verið notaðar til dæmis við gæða-eftirlit í fiskvinnslum. Þannig geta forsvarsmenn fyrirtækja komið auga á mistök í ferlinu.“
Heimahús og s
sem eru einföld í uppsetningu þar sem velja má milli 4, 8 og 16 myndavéla. Vélarnar eru búnar hreyfiskynjara sem geta sent sms-skeyti eða tölvu-póst til viðkomandi vegna óæskilegrar hreyfingar og send-ir mms mynd af atburði
er tveggja véla pakki og lítil tölva sem hægt er að tengj-ast heiman frá sér. Þær eru búnar hreyfi-skynjara sem senda tölvupóst og sms-skeyti ef óæskileg hreyfing greinistí grennd við bú
Fullkominn eftirlitsbúnaður
Vörn öryggiskerfi selur fullkomnar öryggismyndavélalausnir sem eru sérsniðnar að ólíkum þörfum hvers og eins. Fyrirtækið þjónustar íbúða- og
sumarbústaðaeigendur og fjölda fyrirtækja sem hafa nýtt sér vörur þess með góðum árangri.
Lítil yfirbygging og hagstæðir samningar hafa frá byrjun tryggt viðskiptavinum okkar hágæða vöru á sanngjörnu verði og hefur sú stefna borið góðan árangur þar sem nú eru yfir
500 fyrirtæki stór og smá í viðskiptum við Vörn,“ segir Jónas Hermannsson hjá Vörn.
MYND/ANTON
FASTEIGNIR.IS19. MARS 2012
12. TBL.
Eignamiðlun er með til sölu risíbúð á þriðju hæð í húsi við Miðstræti 5 í Reykjavík.
Á hæðinni eru þrjú herbergi, fataherbergi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Risloft er yfir öllu sem gefur ákveðna möguleika. Svalir fylgja. Húsið var byggt 1907 af Sveini í Völundi og þykir arkitektúr húss-ins sérstakur.Samkvæmt skráningu er birt stærð íbúðarinnar 119,8 fermetr-ar en risloftið er ekki nni í fer-metramáli.Skipulag íbúðar hljóðar svo: Sameiginlegur inngangur. Stiga-gangur. Íbúðin sem er að mestu á þriðju hæð hússins en þó er „bað-stofuloft“ yfir hæðinni sem ekki er í fermetramáli. Neðri hæðin er hol. Opið eldhús með eldri innréttingu, opið yfir í borðstofu þar sem út-gengið er á vestursvalir með útsýni yfir bæinn og að tjörninni. Rúmgóð stofa innaf borðstofu. Á hæðinni er flísalagt baðherbergi með baðkari. Herbergin eru þrjú, barnaherbvinnuherb með fataherbergi innaf. Furugólfborð eru á fl
Risíbúð í Þingholtunum
Risíbúð á þriðju hæð hússins við Miðstræti 5 er nú til sölu.
Útsýnið úr íbúðinni er afar gott.
Þetta eru 2 íbúðir í dag, þar af önnur í útleigu.
Húsið stendur á 887 fm lóð með byggingarrétti á 443 fm húsi
skv. deiliskipulagi. Verð 29,9 m
Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali
Auður Kristinsd.Sölufulltrúi
audur@fasteignasalan.is
OPI
Ð H
ÚS
Vegna
mikillar sölu vantar eignir
á skrá!
Opið hús mánudag kl. 18:00 - 18:30.
Kleppsvegur 102, einbýli
Skoðanir fasteigna og leiguíbúða. Verðmöt fasteigna. Pendo.is – 588 1200
Landmark leiðir þig heim!* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla.
Við erum Landmark*
Sími 512 4900 landmark.is
ÍSLENSK OG FINNSK
BEÐIÐ EFTIR IPAD 3
Nú styttist í þriðju útgáfu iPad spjaldtölvunnar en sú fyrsta kom út árið 2010. Tölvan hefur selst í 55 milljónum eintaka í heiminum frá því að hún kom á markað. Nýjasta útgáfan ku vera töluvert full-komnari en þær fyrri. NÝI IPADINN KEMUR 23. MARS.
FRÁGANGUR
Kristín leggur loka-
hönd á postulíns-
muni og húsgögn
sem þau Pekka sýna
á Skörinni.
MYND/GVA
www.ms.is
Fáðu D-v
ítamín
úr Fjörmjó
lk!
Mannvinir
Rauða krossins
hjálpa börnum í neyð
Hjálpaðu núna
raudikrossinn.is
Kringlukast
Opið 10–18.30
Síðasti dagurinn
20–50% afsláttur
Nýtt kortatímabil
20. – 22. mars
Gull á CenterHotel Klöpp
GREITT FYRIR GULLIÐ Á STAÐNUM!
Skoðið nánar bls. 13
Meðal kóngafólks
Dóra S. Bjarnason prófessor
var viðstödd afhendingu
heimsverðlauna UNESCO.
tímamót 14
Fær útrás í tónlistinni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
snýr aftur í tónlistina til að
fækka spjöldunum.
popp 26
DRAUMADAGUR Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og best verður á kosið í gær. Hér má sjá unga skíðaiðkendur í fjallinu
hæstánægða með lífið og tilveruna, enda bæði logn og sólskin auk þess sem brekkurnar voru alhvítar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÚTIVIST „Þetta var frábær
dagur,“ segir Magni Rúnar
Magnússon, svæðisstjóri Hlíðar-
fjalls á Akureyri, um gærdaginn
í fjallinu. „Það var sjö til átta
stiga frost, logn og sólskin, bara
æðislegt vetrarveður.“
Um þúsund manns voru í
fjallinu. „Við vorum gríðar-
ánægð með þessa helgi. Fólk
kom hérna til að sýna sig og sjá
aðra.“
Hann segir stórt hlutfall
þeirra sem koma í fjallið vera
utanbæjar en Akureyringarnir
komi þegar sólin fari að skína.
Magni Rúnar segist vona að
dagurinn í gær gefi fyrirheit
um framhaldið. „Páskarnir eru
á góðum tíma núna og það er
vonandi að veðrið standi með
okkur.“
Lokað var í Bláfjöllum í gær
vegna hávaðaroks en hins vegar
opið í Skálafelli. - fb
Gott skíðafæri á Akureyri:
Draumadagur
í Hlíðarfjalli
Samstaða um aðskilnað við-
skipta- og fjárfestingarbanka
Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarf-
semi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið segir þingmenn ætla að drífa í breytingunni.
SJÁVARÚTVEGUR Einni bestu loðnu-
vertíð síðari ára lýkur á næstu
dögum. Útflutningsverðmæti þeirra
loðnu sem hefur verið veidd nema
allt að 30 milljörðum króna, sam-
kvæmt bráðabirgðasamantekt LÍÚ.
Gefinn var út kvóti fyrir um 590
þúsund tonn.
„Þetta gekk vonum framar,“ segir
Friðrik Jón Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ. Veðurfar hefur
verið sérstaklega slæmt á þess-
ari loðnuvertíð og segir Friðrik
veiðarnar hafa farið fram úr björt-
ustu vonum, sér í lagi í ljósi þess.
„Þetta er langbesta vertíð sem
hefur verið um nokkra hríð. Við
erum í sjöunda himni.“
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir
engar vísbendingar um svokallað-
ar „vestangöngur“ loðnustofnsins,
þegar loðnan kemur vestur fyrir
land og hrygnir, í stað þess að koma
norður fyrir. „Það geta komið svo-
leiðis slettur, en við höfum ekki
orðið varir við neitt í ár,“ segir
Jóhann.
Guðmundur Þ. Jónsson, skip-
stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni,
segir tíðarfarið hafa verið mjög
erfitt, þó að veiðin hafi verið góð.
„Menn segja að þetta hafi verið
erfiðasta vertíðin lengi,“ segir
Guðmundur. Áhöfnin á Vilhelm
hefur fiskað um 42 þúsund tonn
af loðnu, en eins og áður sagði er
heildarkvótinn um 590 þúsund
tonn. - sv
Besta loðnuvertíð í áraraðir þrátt fyrir verulega óhagstætt veðurfar:
Veitt fyrir 30 milljarða króna
3
3
5
3
3
SLYDDA EÐA RIGNING Í dag
verða suðvestan 10-18 m/s og
slydduél en hægari og rigning eða
slydda NA-til Hiti 0-5 stig.
VEÐUR 4
Gylfi skorar og skorar
Guðjón Þórðarson sá strax
hæfileikana hjá Gylfa
þegar hann kom til Crewe.
sport 20