Fréttablaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag STJÓRNMÁL Full samstaða er um það á Alþingi að aðskilja beri viðskiptabanka- og fjárfesting- arbankastarfsemi. Fjórtán þing- menn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um málið. Það er einnig einn liður í efnahagstillögum Sjálfstæðis- flokksins sem allir þingmenn flokksins mæltu fyrir og er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ég held að það séu eiginlega allir sammála um að það eigi að drífa í þessu núna. Spurningin sem stendur eftir er einfaldlega sú hvort þetta eigi að gera með aðgreindum stofnunum eða þá innan fjármálastofnana,“ segir Álfheiður Ingadóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela efnahags- og við- skiptaráðherra að skipa nefnd sem skila á tillögum um hvern- ig standa skuli að málinu. Mark- miðið er að lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna áfalla í rekstri banka en nefndin skal skila tillögum sínum fyrir 1. október næstkomandi. Í greinargerð sem fylgir tillög- unni segir að innlán viðskipta- banka, sem hafa bakábyrgð frá ríkinu, hafi í aðdraganda banka- hrunsins verið notuð í glæfra- legar og jafnvel óarðbærar fjárfestingar, meðal annars í fyrirtækjum nátengdum viðkom- andi fjármálastofnunum. Vegna þeirrar sérstöku tryggingar sem innlán njóti sé rík ástæða til að aðskilja hefðbundna banka- starfsemi frá áhættusækinni fjárfestingarstarfsemi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir að þingmenn flokksins muni vitaskuld taka vel í málið þegar það komi til kasta þingsins. Þeir hafi hins vegar talið óþarfi að vera meðflutnings- menn að þessari tilteknu tillögu þar sem kveðið sé á um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka- starfsemi í efnahagstillögum flokksins sem eru eins og áður sagði til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Okkar vilji til þess að þetta verði skoðað hefur komið fram þar og allir okkar þingmenn eru flutningsmenn að þeim tillögum,“ segir Ragnheiður Elín að lokum. - mþl MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is Öryggisþjónustur & kerfi 19. mars 2012 66. tölublað 12. árgangur Ég held að það séu eiginlega allir sam- mála um að það eigi að drífa í þessu núna. ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ÞINGMAÐUR VG Kynningarblað Öryggismyndavélar, öryggisráðgjöf, neyðarþjónustur, vöktunar- og hússtjórnunarkerfi og góð ráð. ÖRYGGISÞJÓNUSTUR MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 &KERFI V örn öryggiskerfi sérhæfir sig í sölu á öryggismynda-vélalausnum fyrir fyrir-tæki, heimili og sumarbústaði. Fyrirtækið kappkostar við að bjóða helstu tækninýjungar á því sviði á hagstæðu verði og heildarpakka sniðna að þörfum hvers og eins.„Við erum lítið fyrirtæki sem hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun árið 2007. Lítil yfirbygg-ing og hagstæðir samningar hafa frá byrjun tryggt viðskiptavinum okkar hágæða vöru á sanngjörnu verði og hefur sú stefna borið góðan árangur þar sem nú eru yfir 500 fyrirtæki stór og smá í viðskipt-um við Vörn.“ Þannig lýsir eigandinn og stofn-andinn, Jón Hermannsson, stefnu Varnar. Að hans sögn má skipta starfseminni niður í þrjú svið eftir þörfum viðskiptavina, það er að segja heimili, sumarbústaði og fyrirtæki sem eru stærsti hópurinn. Fyrirtækjalausnir„Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjórar ólíkar gerðir heildarpakka sem byggja á fullkomnu mynda-vélakerfi. Allt er innifalið í pakkan-um, þar á meðal myndavélar með innfrarauðum geisla, tölva, harður diskur og skjár sem er sérhannaður fyrir eftirlitsmyndavélar. Svo eru myndavélarnar búnar hreyfiskynj-ara sem geta sent boð ef hreyfing-ar verður vart á óæskilegum tíma, til dæmis utan opnunartíma, og geta þannig nýst sem öryggiskerfi. Helsti mismunurinn á milli pakka felst síðan í fjölda myndavéla þar sem velja má milli 4, 8, 16 og 32 véla. Vörn er afar stolt af frábæru starfsfólki sem sjá um uppsetningar og tækni vinnu.“ Jón seg i r þessa heildar pakka hafa nýst f yrir-tækjum vel gegnum tíðina. „Til að mynda stórum fyrirtækjum sem eru með dreifð-an rekstur úti um allt land. Þá eru þau með myndavélar á hverjum stað og geta þannig fylgst með þeim öllum úr einni „móðurstöð“,“ bendir hann á. Ýmis fylgibúnað-ur býðst o samhengi. „Þær eru búnar still-anlegum ljósabúnaði, geta snúið hvert sem er og „súmað“ inn á hluti í mikilli fjarlægð,“ útskýrir hann og segir slíkar vélar hafa nýst vel í matvælaiðnaðinum. „Þar hafa þær verið notaðar til dæmis við gæða-eftirlit í fiskvinnslum. Þannig geta forsvarsmenn fyrirtækja komið auga á mistök í ferlinu.“ Heimahús og s sem eru einföld í uppsetningu þar sem velja má milli 4, 8 og 16 myndavéla. Vélarnar eru búnar hreyfiskynjara sem geta sent sms-skeyti eða tölvu-póst til viðkomandi vegna óæskilegrar hreyfingar og send-ir mms mynd af atburði er tveggja véla pakki og lítil tölva sem hægt er að tengj-ast heiman frá sér. Þær eru búnar hreyfi-skynjara sem senda tölvupóst og sms-skeyti ef óæskileg hreyfing greinistí grennd við bú Fullkominn eftirlitsbúnaður Vörn öryggiskerfi selur fullkomnar öryggismyndavélalausnir sem eru sérsniðnar að ólíkum þörfum hvers og eins. Fyrirtækið þjónustar íbúða- og sumarbústaðaeigendur og fjölda fyrirtækja sem hafa nýtt sér vörur þess með góðum árangri. Lítil yfirbygging og hagstæðir samningar hafa frá byrjun tryggt viðskiptavinum okkar hágæða vöru á sanngjörnu verði og hefur sú stefna borið góðan árangur þar sem nú eru yfir 500 fyrirtæki stór og smá í viðskiptum við Vörn,“ segir Jónas Hermannsson hjá Vörn. MYND/ANTON FASTEIGNIR.IS19. MARS 2012 12. TBL. Eignamiðlun er með til sölu risíbúð á þriðju hæð í húsi við Miðstræti 5 í Reykjavík. Á hæðinni eru þrjú herbergi, fataherbergi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Risloft er yfir öllu sem gefur ákveðna möguleika. Svalir fylgja. Húsið var byggt 1907 af Sveini í Völundi og þykir arkitektúr húss-ins sérstakur.Samkvæmt skráningu er birt stærð íbúðarinnar 119,8 fermetr-ar en risloftið er ekki nni í fer-metramáli.Skipulag íbúðar hljóðar svo: Sameiginlegur inngangur. Stiga-gangur. Íbúðin sem er að mestu á þriðju hæð hússins en þó er „bað-stofuloft“ yfir hæðinni sem ekki er í fermetramáli. Neðri hæðin er hol. Opið eldhús með eldri innréttingu, opið yfir í borðstofu þar sem út-gengið er á vestursvalir með útsýni yfir bæinn og að tjörninni. Rúmgóð stofa innaf borðstofu. Á hæðinni er flísalagt baðherbergi með baðkari. Herbergin eru þrjú, barnaherbvinnuherb með fataherbergi innaf. Furugólfborð eru á fl Risíbúð í Þingholtunum Risíbúð á þriðju hæð hússins við Miðstræti 5 er nú til sölu. Útsýnið úr íbúðinni er afar gott. Þetta eru 2 íbúðir í dag, þar af önnur í útleigu. Húsið stendur á 887 fm lóð með byggingarrétti á 443 fm húsi skv. deiliskipulagi. Verð 29,9 m Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali Auður Kristinsd.Sölufulltrúi audur@fasteignasalan.is OPI Ð H ÚS Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá! Opið hús mánudag kl. 18:00 - 18:30. Kleppsvegur 102, einbýli Skoðanir fasteigna og leiguíbúða. Verðmöt fasteigna. Pendo.is – 588 1200 Landmark leiðir þig heim!* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla. Við erum Landmark* Sími 512 4900 landmark.is ÍSLENSK OG FINNSK BEÐIÐ EFTIR IPAD 3 Nú styttist í þriðju útgáfu iPad spjaldtölvunnar en sú fyrsta kom út árið 2010. Tölvan hefur selst í 55 milljónum eintaka í heiminum frá því að hún kom á markað. Nýjasta útgáfan ku vera töluvert full-komnari en þær fyrri. NÝI IPADINN KEMUR 23. MARS. FRÁGANGUR Kristín leggur loka- hönd á postulíns- muni og húsgögn sem þau Pekka sýna á Skörinni. MYND/GVA www.ms.is Fáðu D-v ítamín úr Fjörmjó lk! Mannvinir Rauða krossins hjálpa börnum í neyð Hjálpaðu núna raudikrossinn.is Kringlukast Opið 10–18.30 Síðasti dagurinn 20–50% afsláttur Nýtt kortatímabil 20. – 22. mars Gull á CenterHotel Klöpp GREITT FYRIR GULLIÐ Á STAÐNUM! Skoðið nánar bls. 13 Meðal kóngafólks Dóra S. Bjarnason prófessor var viðstödd afhendingu heimsverðlauna UNESCO. tímamót 14 Fær útrás í tónlistinni Ásgeir Börkur Ásgeirsson snýr aftur í tónlistina til að fækka spjöldunum. popp 26 DRAUMADAGUR Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og best verður á kosið í gær. Hér má sjá unga skíðaiðkendur í fjallinu hæstánægða með lífið og tilveruna, enda bæði logn og sólskin auk þess sem brekkurnar voru alhvítar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTIVIST „Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðar- fjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“ Um þúsund manns voru í fjallinu. „Við vorum gríðar- ánægð með þessa helgi. Fólk kom hérna til að sýna sig og sjá aðra.“ Hann segir stórt hlutfall þeirra sem koma í fjallið vera utanbæjar en Akureyringarnir komi þegar sólin fari að skína. Magni Rúnar segist vona að dagurinn í gær gefi fyrirheit um framhaldið. „Páskarnir eru á góðum tíma núna og það er vonandi að veðrið standi með okkur.“ Lokað var í Bláfjöllum í gær vegna hávaðaroks en hins vegar opið í Skálafelli. - fb Gott skíðafæri á Akureyri: Draumadagur í Hlíðarfjalli Samstaða um aðskilnað við- skipta- og fjárfestingarbanka Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarf- semi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið segir þingmenn ætla að drífa í breytingunni. SJÁVARÚTVEGUR Einni bestu loðnu- vertíð síðari ára lýkur á næstu dögum. Útflutningsverðmæti þeirra loðnu sem hefur verið veidd nema allt að 30 milljörðum króna, sam- kvæmt bráðabirgðasamantekt LÍÚ. Gefinn var út kvóti fyrir um 590 þúsund tonn. „Þetta gekk vonum framar,“ segir Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. Veðurfar hefur verið sérstaklega slæmt á þess- ari loðnuvertíð og segir Friðrik veiðarnar hafa farið fram úr björt- ustu vonum, sér í lagi í ljósi þess. „Þetta er langbesta vertíð sem hefur verið um nokkra hríð. Við erum í sjöunda himni.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir engar vísbendingar um svokallað- ar „vestangöngur“ loðnustofnsins, þegar loðnan kemur vestur fyrir land og hrygnir, í stað þess að koma norður fyrir. „Það geta komið svo- leiðis slettur, en við höfum ekki orðið varir við neitt í ár,“ segir Jóhann. Guðmundur Þ. Jónsson, skip- stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni, segir tíðarfarið hafa verið mjög erfitt, þó að veiðin hafi verið góð. „Menn segja að þetta hafi verið erfiðasta vertíðin lengi,“ segir Guðmundur. Áhöfnin á Vilhelm hefur fiskað um 42 þúsund tonn af loðnu, en eins og áður sagði er heildarkvótinn um 590 þúsund tonn. - sv Besta loðnuvertíð í áraraðir þrátt fyrir verulega óhagstætt veðurfar: Veitt fyrir 30 milljarða króna 3 3 5 3 3 SLYDDA EÐA RIGNING Í dag verða suðvestan 10-18 m/s og slydduél en hægari og rigning eða slydda NA-til Hiti 0-5 stig. VEÐUR 4 Gylfi skorar og skorar Guðjón Þórðarson sá strax hæfileikana hjá Gylfa þegar hann kom til Crewe. sport 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.