Fréttablaðið - 19.03.2012, Qupperneq 2
19. mars 2012 MÁNUDAGUR2
FRÉTTASKÝRING
Hvernig hefur þróunin verið á verði
á nauðsynjavörum, samanborið við
laun, frá því fyrir hrun?
Verð á drykk og matvöru hefur
hækkað langt umfram launavísi-
tölu frá ársbyrjun 2008. Hækkun
á eldsneytisverði hefur verið enn
skarpari.
Samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands hækkaði verð á 95 oktana
bensíni um 87 prósent frá því í árs-
byrjun 2008 og þar til í febrúar á
þessu ári. Verðið hefur þó hækkað
töluvert í þessum mánuði þar sem
bensínlítrinn kostar nú víðast hvar
262 krónur og dísilolía 263 krónur.
Á sama tíma hækkaði verð á mat
og drykkjarvörum um 48,3 pró-
sent. Hins vegar hækkuðu laun að
meðaltali aðeins um 26,4 prósent á
þessu tímabili.
Kaupmáttur launa hefur á sama
tíma lækkað um átta prósent, en
þegar verst lét, á vormánuðum árs-
ins 2010, hafði kaupmáttur lækkað
um rúm 13 prósent.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur Alþýðusambands Íslands,
sagði í samtali við Fréttablaðið að
þessar tölur kæmu ekki mikið á
óvart, en mesta hættan stafaði nú
af verðbólgu og hækkandi verð-
bólguvæntingum.
„Frá því að nýir kjarasamning-
ar náðust í fyrra hefur kaupmáttur
farið vaxandi og við höfum verið að
ná til baka hluta af þeirri kaupmátt-
arskerðingu sem við urðum fyrir í
kjölfar hrunsins. Ég hef hins vegar
áhyggjur af þróuninni ef að þetta
heldur svona áfram. Ef krónan
verður áfram veik og ekkert fer
af stað í hagkerfinu, þá gætum við
staðið frammi fyrir erfiðri stöðu
þegar kemur að endurskoðun kjara-
samninga um næstu áramót.“
Ólafur Darri vísar þar til
ákvæða í kjarasamningum þar sem
aðilar vinnumarkaðarins geta sagt
samningum lausum ef þróun mála í
efnahagslífinu, meðal annars varð-
andi verðbólgu, er ekki í samræmi
við yfirlýst markmið.
Ólafur segir vaxandi verðbólgu-
væntingar valda áhyggjum.
„Ef verðbólguvæntingar aukast
er hætt við því að fyrirtæki velti
mögulegum og ómögulegum hækk-
unartilefnum í verðlagið og við það
hækkar verðbólgan frekar.“
thorgils@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Sölulína: Bakki með 3 kjúklingaspjótum og 3 sushi-bitum
Hrikalega gómsæt Tandoori-spjót
með yfir 10 heilsukryddum, 3 stk.
indverskt laxa-nigiri, lungamjúkir
laxabitar með indversktkrydduðum
hrísgrjónum, raita-sósa, sojasósa,
wasabi og engifer fylgir frítt með.
Brjálæðislega góður TAKE AWAY
bakki stútfullur af næringu.
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
850 kr.
1.699 kr.
Verð
50%
Afsláttur
849 kr.
Afsláttur í kr.
GILDIR 24 TÍMA
200
150
100 08 09 10 11 12
■ Matur og drykkjavörur
■ Launavísitala
■ Bensín 95 okt
Þróun verðs síðan 2008
Nauðsynjar hækka
mun meira en laun
Verð á mat og drykk hafði í síðasta mánuði hækkað um 48 prósent frá því í árs-
byrjun 2008. Verð á bensínlítra hefur verið enn skarpari en lítrinn hefur hækk-
að um 87 prósent. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um rúm 26 prósent.
DÝR DROPINN Verð á bensíni hefur
rokið upp síðustu misseri og kostar
bensínlítrinn víðast hvar um 262 krónur
og dísillítrinn um 263 krónur.
DÝR DROPINN Verð á bensíni hefur rokið upp síðustu misseri og kostar bensínlítrinn
víðast hvar um 262 krónur og dísillítrinn um 263 krónur.
STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson
þingmaður var kjörinn 2. vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins á
flokksráðsfundi flokksins á laugar-
dag. Um er að
ræða nýtt emb-
ætti í flokknum
sem samþykkt
var að búa til á
landsfundi hans
í haust.
Kristján
Þór hlaut 167
atkvæði í ann-
arri umferð
varaformann-
skjörsins gegn 117 atkvæðum
Geirs Jóns Þórissonar, fyrrum
yfirlögregluþjóns. Þar sem enginn
fékk meirihluta atkvæða í fyrri
umferð kjörsins var kosið á ný
milli efstu manna.
Auk Kristjáns og Geirs gáfu kost
á sér Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri í Hveragerði, og Jens Garð-
ar Helgason, forseti bæjarráðs
Fjarðabyggðar. Í fyrri umferðinni
hlaut Kristján Þór 132 atkvæði,
Geir Jón 67 atkvæði, Jens Garðar
63 atkvæði og Aldís 42. - mþl
Sjálfstæðismenn kjósa:
Kristján Þór 2.
varaformaður
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
MINSK, AP Tveir menn sem voru
dæmdir fyrir að hafa staðið á bak
við sprengjuárás á neðanjarðar-
lestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa
verið teknir af lífi.
Mannréttindasamtök fordæmdu
líflát mannanna. Þeir voru skotn-
ir í hnakkann fyrir verknaðinn en
Hvíta-Rússland er eina Evrópu-
ríkið sem framkvæmir dauðarefs-
ingar. Mennirnir voru fundnir
sekir um að hafa deytt 15 manns
og slasað 300 í sprengjutilræði í
Minsk fyrir rúmu ári. - fb
Dauðadómur vegna árásar:
Tveir menn
teknir af lífi
SLYS Tveimur belgískum ferða-
mönnum var bjargað ofan af
Vatnajökli í fyrrinótt. Á jökl-
inum var hvassviðri og mikill
kuldi og voru mennirnir orðnir
vel kaldir þegar þeir fundust en
tjald þeirra hafði rifnað.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunn-
ar barst neyðarboð á tíunda tím-
anum á laugardagskvöld. Höfðu
mennirnir þá ræst neyðarsendi
ofarlega í Skálafellsjökli, aust-
arlega á Vatnajökli. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var í kjölfar-
ið send á loft frá Reykjavík auk
þess sem björgunarsveit frá
Hornafirði fór af stað á tveimur
bílum og með fjóra vélsleða.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
fann mennina með aðstoð nætur-
sjónauka og voru þeir hífðir upp
í þyrluna. Þyrlan skilaði þeim
svo til Hafnar í Hornafirði þar
sem lögreglan tók við þeim.
Björgunarsveitarmenn úr
Björgunarfélagi Hornafjarðar
fóru síðan í gær upp á Skálafells-
jökul og náðu í búnað belgísku
ferðalanganna.
- mþl
Tveir belgískir ferðamenn komust í hann krappan á Vatnajökli á laugardagskvöld:
Tveimur bjargað af Vatnajökli
FRÁ VATNAJÖKLI Björgunarsveitarmenn frá Höfn fóru upp á Skálafellsjökul í gær og
náðu í búnað Belganna sem lentu í háska.
FRAKKLAND Skylt verður að vera
með öndunarmæla, sem mæla
áfengismagn í blóði ökumanna,
í öllum vélknúnum ökutækjum
samkvæmt nýjum lögum sem
samþykkt hafa verið í Frakklandi.
Lögin taka gildi frá og með 1. júlí
næstkomandi og ná bæði yfir bíla
og bifhjól.
Markmið laganna er að tryggja
að allir ökumenn viti hversu mikið
áfengi er í blóði þeirra áður en þeir
taka þá ákvörðun að aka af stað.
Þetta á einnig við um ökutæki sem
koma erlendis frá og verða mælar
seldir við landmæri Frakklands.
Eina undantekningin eru hjól sem
eru með mjög lítilli vél eða undir
50 kúbikum.
Hrina alvarlegra umferðarslysa
í Frakklandi, þar á meðal bana-
slysa, sem rekja má til ölvunar í
upphafi árs 2011 varð hvatinn að
því að stjórnvöld gripu til þessara
aðgerða. Þá var einnig ákveðið að
setja upp fleiri hraðamyndavélar
á vegum landsins.
Ný löggjöf í Frakklandi sem á að fækka bílslysum tekur gildi í júlí:
Skylt að hafa mæla í ökutækjum
ÁFENGISMÆLIR Samkvæmt nýjum
lögum í Frakklandi er skylt að hafa
vínandamæla í ökutækjum.
MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
BJÖRGUN Björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar frá
Akureyri, Húsavík og Eyjafjarð-
arsvæðinu voru kallaðar út seinni
partinn í gær til að sækja slasað-
an vélsleðamann á Flateyjardal.
Samkvæmt upplýsingum frá
svæðisstjórn Landsbjargar gekk
björgunin vel. Hlúð var að mann-
inum á slysstað og hann svo flutt-
ur á Sjúkrahúsið á Akureyri með
þyrlu. Hann var með meðvitund
þegar björgunarsveitir fundu
hann. Ástand hans var stöðugt og
líðan eftir atvikum góð. Ekki er
vitað hver tildrög slyssins voru.
- sv
Þyrla sótti slasaðan mann:
Vélsleðaslys á
Flateyjardal
LANDBÚNAÐUR Nautakjötssala í
febrúar er fjórðungi meiri, 23,7
prósentum, en í febrúar í fyrra að
því er fram kemur á vef Landssam-
bands kúabænda. Þar er vísað til
nýrrar samantektar Bændasam-
takanna á framleiðslu og sölutölum.
Þá var ársfjórðungssala á nauta-
kjöti nærri fimmtungi, eða 18,1
prósenti meiri en ári fyrr.
„Þá er nú árssalan, þ.e. salan sl.
12 mánuði, nú í fyrsta skipti komin
yfir 4.000 tonn en heildarsalan er
nú 4.019 tonn sem er aukning um
4,6 prósent,“ segir á vefnum. - óká
Fjórðungsaukning í febrúar:
Nautakjöt selst
betur en áður
„Alfreð, ertu algjör nammi-
grís?
„Nei, ég er bara súkkulaðikarl.“
Alfreð Chiarolanzio er eigandi nammi-
búðarinnar Nammibarinn á Laugavegi.
STJÓRNMÁL Dögun – samtök um
réttlæti, sanngirni og lýðræði er
nafn nýrra stjórnmálasamtaka.
Þetta var ákveðið á öðrum stofn-
fundi samtakanna sem fram fór
í gær. Um hundrað manns sátu
fundinn.
Helga Þórðardóttir, Lýður Árna-
son, Þórður Björn Sigurðsson,
Finnbogi Vikar og Gísli Tryggva-
son voru kjörin í framkvæmda-
ráð. Í úrskurðarnefnd voru kjörin
Margrét Rósa Sigurðardóttir, Frið-
rik Þór Guðmundsson og Jón Þór
Ólafsson.
Aðgerðir í þágu heimila, siðvæð-
ing í stjórnkerfi, ný stjórnarskrá,
uppstokkun á fiskveiði stjórnunar-
kerfinu, uppgjör við hrunið og að
niðurstaða viðræðna við ESB fari í
þjóðaratkvæðagreiðslu eru meðal
forgangsmála. - fb
Stofnfundur haldinn í gær:
Ný samtök
nefnast Dögun
Á STOFNFUNDI Um eitt hundrað manns
sátu stofnfundinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI