Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 4
19. mars 2012 MÁNUDAGUR4
ÓSLÓ, AP Ástæðan fyrir því að
Hercules-flutningavél norska
hersins brotlenti í Svíþjóð með
fimm manns um borð er líklega
sú að flugmennirnir ákváðu að
fljúga vélinni sjálfir í lágflugi í
stað þess að nota sjálfstýringuna.
Þetta sagði Trond Solna, sem
hefur yfirumsjón með flutninga-
vélum norska hersins, í viðtali við
norska dagblaðið Aftenposten.
Flugvélin hrapaði í Kebne-
kaise-fjalli í norðurhluta Svíþjóð-
ar á fimmtudaginn og fórust allir
um borð. Að sögn Solna sögðust
flugmennirnir ætla að fljúga
vélinni sjálfir ef veðrið yrði
hagstætt. - fb
Flugslysið í Svíþjóð fyrir helgi:
Notuðu ekki
sjálfstýringu
KEBNEKAISE Kebnekaise-fjallið þar sem
Hercules-vélin brotlenti. MYND/AP
Rúðubrot í Listasafninu
Rúða var brotin í Listasafni Reykja-
víkur við Tryggvagötu aðfaranótt
sunnudags. Einnig var brotist inn í
íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað
hverju var stolið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GENGIÐ 16.03.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,468
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,14 127,74
199,94 200,92
165,92 166,84
22,312 22,442
21,944 22,074
18,667 18,777
1,5176 1,5264
194,57 195,73
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Fundir og ráðstefnur
Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn
fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa.
Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi,
flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf
varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.
GLÆSILEGUR VEISLUSALUR!
Náttúruparadís í hjarta borgarinnar
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660
Þau mistök urðu við vinnslu fréttar
um frumvarp innanríkisráðherra um
forvirkar rannsóknarheimildir að
birt var mynd af Árna Pétri Jónssyni
forstjóra 10/11. Þarna átti að vera
mynd af Snorra Magnússyni formanni
Landssambands lögreglumanna. Árni
Pétur og Snorri eru beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
ÞJÓNUSTA Farfuglaheimili með
herbergjum fyrir 250 gesti verð-
ur innréttað gegnt Hlemmtorgi
ef áform eigenda hússins ganga
eftir.
Áður hafa verið áform um
rekstur gististaðar á Laugavegi
105. Á árinu 2001 reyndu Nátt-
úrugripasafn Íslands og full-
trúar fleiri eigenda í húsfélag-
inu á Laugavegi 105 að koma í
veg fyrir að leyfi fyrir slíkum
rekstri á annarri hæð hússins
yrðu gefin.
Meðal þeirra raka sem sett
voru fram af hálfu Náttúru-
gripasafnsins var að umgang-
ur gesta gistaheimilisins í sam-
eiginlegum stigagangi gæti sett
marga af dýrgripum þjóðarinnar
í hættu. Kærunefnd fjöleignar-
húsamála sagði eiganda annarr-
ar hæðar hins vegar heimilt að
breyta húsnæðinu án samþykkis
meðeigendanna. Náttúrugripa-
safnið er flutt úr húsinu.
Í ljósi þessa segist skipulags-
fulltrúi nú ekki gera athuga-
semdir við að eigandi hús-
næðisins láti vinna tillögu um
breytinguna sem síðan fari í
grenndarkynningu. - gar
Má reka gistihús í fjöleignarhúsi á Laugavegi 105 án samþykkis meðeigenda:
Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm
LAUGAVEGUR 105 Hér gætu allt að 250 manns hallað höfði ef áform eiganda hluta
hússins verða að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BRUSSEL, AP Fórnarlamba rútus-
lyss í Sviss þar sem 28 manns
fórust, þar á meðal 22 skóla-
börn, var minnst í Belgíu á
föstudag. Flaggað var í hálfa
stöng, kirkjubjöllur hringdu
og lestir og verksmiðjur voru
stöðvaðar til að minnast hinna
látnu.
Yfirvöld í Sviss rannsaka nú
hvort hönnun jarðganganna þar
sem slysið varð hafi átt þátt í
harmleiknum.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur sent for-
sætisráðherra Belgíu, Elio Di
Rupo, samúðarkveðjur til belg-
ísku þjóðarinnar, fjölskyldna og
aðstandenda þeirra sem fórust í
rútuslysinu. - fb
Þjóðarsorg vegna rútuslyss:
Fórnarlamba
minnst í Belgíu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
12°
9°
6°
12°
4°
7°
7°
21°
12°
15°
18°
28°
6°
11°
13°
7°
Á MORGUN
3-8 m/s.
MIÐVIKUDAGUR
8-13 m/s.
10
12
8
3
3
3
2
2
5
6
3
6
3
1
7
5
6
6
9
8
15
8
0
2
3
4
4 4
6
8
8
4
SUÐLÆGAR ÁTTIR
verða ríkjandi á
landinu næstu
daga. Stíf suð-
vestanátt með
slydduéljum sunn-
an og vestanlands
í dag en hægari
vindur og rigning
eða slydda annars
staðar. Dregur úr
úrkomu á morgun
og léttir til norð-
austanlands.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
BEIRÚT, AP Öflug bílsprengja
sprakk skammt frá öryggisbygg-
ingu sýrlensku ríkisstjórnarinnar
í borginni Aleppo í gær. Yfirvöld
í Sýrlandi segja að hryðjuverka-
menn hafi staðið á bak við spreng-
inguna. Bættu þau við að einn
lögreglumaður og einn almennur
borgari hafi farist í sprengingunni
og þrjátíu til viðbótar hafi særst.
Þetta var önnur árásin í landinu
á tveimur dögum. Á laugardag
fórust 27 manns í þremur sjálfs-
morðssprengjuárásum í höfuð-
borginni Damaskus.
Stjórnvöld segja að árásirnar
tengist uppreisninni gegn forset-
anum Bashar al-Assad sem hefur
staðið yfir í eitt ár. Sýrlenska
þjóðarráðið, samtök stjórnarand-
stæðinga, hafa á móti sakað yfir-
völd um að standa á bak við sumar
sprengingarnar til að vekja ótta
hjá almenningi og sýna fram á að
uppreisnarsinnarnir séu hryðju-
verkamenn.
Margar sjálfsmorðsárásir hafa
verið gerðar í Aleppo og Damas-
kus, tveimur stærstu borgum Sýr-
lands, frá því í desember. Mikill
stuðningur er við Assad í báðum
borgunum. Enginn hefur enn lýst
ábyrgð á árásunum um helgina á
hendur sér.
Sameinuðu þjóðirnar telja að
yfir átta þúsund manns hafi látist
í átökunum á þessu eina ári.
Bandarísk yfirvöld telja að Íran-
ar séu að aðstoða sýrlensk stjórn-
völd með því að sjá þeim fyrir
vopnum í baráttunni við stjórn-
arandstæðinga. Írakar hafa viðr-
að áhyggjur sínar við sendiherra
Írans í Bagdad vegna málsins.
Lítið eftirlit er með lofthelginni
yfir Írak og því er auðvelt að flytja
vopn frá Íran yfir til Sýrlands.
freyr@frettabladid.is
Fjórar mannskæðar
árásir í Sýrlandi
Hátt í þrjátíu manns fórust í fjórum sprengjuárásum í Sýrlandi um helgina.
Sameinuðu þjóðirnar telja að um átta þúsund manns hafi látist í átökum í
landinu síðan uppreisn gegn forsetanum Bashar al-Assad hófst fyrir ári.
SYRGIR FÖÐUR SINN Sýrlenskur drengur stendur við kistu föður síns sem fórst í sprengjuárás í höfuðborginni Damaskus á
laugardaginn. MYND/AFP
SVÍÞJÓÐ Um 40 femínistar efndu til
mótmæla á torgi í Malmö í vikunni
sem leið og sýndu á sér loðna
handarkrikana. Femínistarnir
lýstu þannig yfir stuðningi við
konu sem hafði verið niðurlægð
eftir beina útsendingu frá undan-
keppni Evrópusöngvakeppninnar
í Svíþjóð. Í myndskeiði af kon-
unni sást hún lyfta örmum sínum
í fögnuði. Handarkrikar konunn-
ar voru loðnir og var hún í kjöl-
farið sögð viðbjóðsleg og kölluð
femínista hóra.
Einn mótmælendanna, Emma
Lundberg, setti mynd af loðnum
handarkrika sínum á Facebook
á dögunum, að eigin sögn mest í
gríni. Henni var hótað lífláti auk
þess sem hún var kölluð hóra og
sökuð um að þrífa sig ekki. - ibs
Umræður eftir söngvakeppni:
Heitt í hamsi
vegna hára í
handarkrika