Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 8

Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 8
19. mars 2012 MÁNUDAGUR8 www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk)*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar FRÉTTASKÝRING Til hvers ber að líta þegar sparnaði er fundinn geymsla? Litla ávöxtun sparifjár er að hafa á óbundnum innlánsreikningum íslensku viðskiptabankanna fjög- urra. Talsvert meiri ávöxtun er að fá á bundnum reikningum, svo sem á verðtryggðum reikning- um eða þá reikningum sem bera fasta vexti. „Spurning númer eitt, tvö og þrjú er alltaf hvort og þá til hve langs tíma fólk er tilbúið að binda sparnaðinn sinn. Spurningin sem kemur þar á eftir er svo hvort það vill hafa hann verðtryggðan eða óverðtryggðan,“ segir Krist- ín María Magnúsdóttir sem er ráðgjafi einstaklinga hjá Íslands- banka. Kristín María segir að vilji fólk fá ágætis raunávöxtun verði það eiginlega að velja bundna reikn- inga. Þá segir hún að bundn- ir verðtryggðir reikningar hafi komið hvað best út síðustu miss- eri. Slíkir reikningar séu hins vegar í flestum tilvikum bundn- ir til að minnsta kosti 36 mánaða. Með því að velja verðtryggða reikninga verja sparifjáreigend- ur sig fyrir því að verðbólga rýri ávöxtun sparnaðarins. Þriggja ára binding er hins vegar nokkuð langur tími og ekki víst að skyn- samlegt sé fyrir alla að festa sparnaðinn sinn svo lengi þar sem margt getur komið upp á í milli- tíðinni. „Fyrst þarf sá sem hyggst spara að ákveða hvenær hann vill nota peningana og í kjölfarið meta hvað er hægt að binda sparnaðinn lengi. Og það verður að hafa í huga að þetta er í flestum tilvikum alveg fast og engin úrræði til staðar til að losa sparnaðinn,“ segir Kristín María og bætir við að því geti verið skynsamlegt að geyma hluta sparnaðar síns utan bundinna reikninga til að geta notað komi eitthvað óvænt upp. Ágætis raunávöxtun er einn- ig að fá með því að velja svokall- aða fastvaxtareikninga sem eru bundnir til að minnsta kosti tólf mánaða. Á slíkum reikningum breytast vextirnir ekkert á bindi- tímanum. Fari verðbólga hækk- andi á binditímanum getur raun- ávöxtun því lækkað talsvert. Kristín María segir að spari- fjáreigendur þurfi því að velta fyrir sér hvernig þeir telji líkleg- ast að verðbólgan þróist á sparn- aðartímabilinu. „Sérstaklega þeir sem vilja spara á fastvaxtareikn- ingum þurfa að gera upp við sig hvort þeir hafa trú á því að vext- ir muni fara lækkandi eða hækk- andi,“ segir Kristín María. Loks mælir Kristín með því að þeir sem vilja byggja upp sparnað nýti sér valmöguleika sem bankarnir bjóða upp á sem nefnist reglulegur sparnað- ur. Þá er föst upphæð lögð inn á sparnaðarreikning í hverjum mánuði. magnusl@frettabladid.is Litla ávöxtun að hafa sé sparnaður ekki bundinn Þegar sparifjáreigendur meta á hvers konar innlánsreikningum skynsamlegast er að geyma sparnað þurfa þeir fyrst að ákveða hvað binda má sparnaðinn lengi. Litla raunávöxtun er að fá á óbundnum reikningum. ■ Í þessu einfalda dæmi er gert ráð fyrir að einstaklingur hafi um síðustu áramót komið einni milljón króna fyrir á innlánsreikn- ingi með það fyrir augum að spara upphæðina í þrjú ár. ■ Honum stóðu þá til boða fjórar ólíkar tegundir innlánsreikninga sem byggja á innlánsreikningum Arion banka, Íslandsbanka, Lands- bankans og MP banka. Hér er miðað við meðalvexti á sambæri- legum reikningum en smáatriði þeirra eru í sumum tilfellum ólík. ■ Reikningstegundirnar fjórar eru óbundnir reikningar með óverð- tryggða vexti, bundinn reikningur með óverðtryggða vexti, bundnir reikningar með verðtryggða vexti og bundnir fastvaxtareikningar. ■ Meðalvextir á „óbundnum“ reikningum eru 2,50% en þeir eru hjá bönkunum annaðhvort óbundnir eða bundnir til 7 eða 10 daga. Meðalvextir á bundnum reikningum með óverðtryggða vexti eru 3,80% en hér er miðað við reikninga sem eru ýmist bundnir til 18 eða 24 mánaða. Meðalvextir á verðtryggðum reikn- ingum eru 1,91% en hér er miðað við 36 mánaða bindingu. Þá eru meðalvextir á fastvaxtareikningum 4,24% og er þá miðað við 12 mánaða bindingu. * Dæmið er blaðamanns. Þá ber að hafa í huga að vextir á innlánsreikningum (öðrum en fastvaxtareikningum) eru líklegir til að breytast eitthvað á þriggja ára tímabili. Þá er hér gert ráð fyrir að þriggja ára verðbólguspá Seðla- bankans standist þegar raunávöxt- un er reiknuð. Slíkar spár standast hins vegar sjaldnast alfarið. Um dæmi í töflu* Sparnaðarleiðir á innlánsreikningum – sparað í 3 ár A) „Laus“ reikningur - óverðtryggðir vextir Dagsetning Höfuðstóll Vextir Niðurstaða í lok árs Á föstu verðlagi 1.1.2012 1.000.000 25.000 1.025.000 999.296 1.1.2013 1.025.000 25.625 1.050.625 989.365 1.1.2014 1.050.625 26.266 1.076.891 991.300 B) Bundinn reikningur - óverðtryggðir vextir Dagsetning Höfuðstóll Vextir Niðurstaða í lok árs Á föstu verðlagi 1.1.2012 1.000.000 38.000 1.038.000 1.003.868 1.1.2013 1.038.000 39.444 1.077.444 1.014.621 1.1.2014 1.077.444 40.943 1.118.387 1.029.498 C) Bundinn reikningur - verðtryggðir vextir Dagsetning Höfuðstóll Vextir Verðbætur Í lok árs Á föstu verðlagi 1.1.2012 1.000.000 19.125 34.000 1.053.125 1.018.496 1.1.2013 1.053.125 20.141 28.434 1.101.700 1.037.463 1.1.2014 1.101.700 21.070 25.339 1.148.110 1.056.858 D) Bundinn reikningur - fastir vextir Dagsetning Höfuðstóll Vextir Niðurstaða í lok árs Á föstu verðlagi 1.1.2012 1.000.000 42.400 1.042.400 1.008.124 1.1.2013 1.042.400 44.198 1.086.598 1.023.241 1.1.2014 1.086.598 46.072 1.132.670 1.042.645 Raunávöxtun: A) -0,87% B) 2,95% C) 5,69% D) 4,26% Raunávöxtun á ári: A) -0,29% B) 0,95% C) 1,86% D) 1,40% 1 Hvaða íslenski rithöfundur hlýtur norræn bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar þetta árið? 2 Hvað heitir höfundur bókarinnar Hungurleikarnir? 3 Hver er forseti Sýrlands? SVÖR 1. Einar Már Guðmundsson. 2. Suzanne Collins. 3. Bashar al-Assad. Skemmdi bíl Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu lögreglunnar. LÖGREGLUFRÉTTIR BANKI Til margs ber að líta þegar tekin er ákvörðun um það á hvers konar banka- reikningi er skynsamlegast að geyma sparnað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? DANMÖRK Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýj- ustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæð- ingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára. Þessar fregnir eru í mótsögn við tölur frá OECD sem gefnar voru út fyrir tæpu ári, en þar kom í ljós að fæðingartíðni hafði hvergi hækkað meira á Vestur- löndum en einmitt í Danmörku síðustu ár. Þessar nýju tölur eru taldar gefa til kynna að viðsnún- ingur sé að verða í þeirri þróun. - þj Dvínandi frjósemi Dana: Fæstu fæðingar frá árinu 1988 FÆRRI BÖRN Leita verður allt aftur til ársins 1988 til að finna færri börn fædd á ári í Danmörku en árið 2011. NORDICPHOTOD

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.