Fréttablaðið - 19.03.2012, Síða 14
19. mars 2012 MÁNUDAGUR14
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Okkar ástkæri
Kristján Helgi
Guðmundsson
bóndi, Minna-Núpi,
verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju föstudaginn
23. mars kl. 14.30.
Ámundi Kristjánsson
Herdís Kristjánsdóttir
Guðbjörg Ámundadóttir
Snorri og fjölskylda
Erla og fjölskylda
Guðrún og fjölskylda.
„Það er mikil aðgreining þarna eins
og á kynjum en samt sem áður er það
sjálfur emírinn sem stendur á bak við
verðlaunin ásamt UNESCO og veitir
þau,“ segir Dóra S. Bjarnason, pró-
fessor við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, sem var viðstödd afhendingu
heimsverðlauna UNESCO í Kúvæt 29.
febrúar síðastliðinn. Verðlaunin nefn-
ast UNESCO/Amir Jaber Al-Ahmad
Al-Jaber Al Sabah price og tilgangur
þeirra er að verðlauna einstaklinga eða
verkefni sem skara fram úr í kennslu
nemenda með þroskahömlun í skóla án
aðgreiningar.
„Þarna var samankomið fólk úr
efstu þrepum samfélagsins eins og
emír-fjölskyldan og hershöfðingj-
ar og þessi verðlaun gera fólki sem
sinna kennslu og rannsóknum á þessu
sviði hátt undir höfði sem er merki-
legt,“ segir Dóra en henni var boðið
að sitja í sérstakri dómnefnd verð-
launanna. „Samstarfið var yndislegt
og við vorum fullkomlega sammála,“
segir hún. Auk Dóru voru prófess-
or frá Asíu, háskólakennari frá Suð-
ur-Afríku, læknir og prófessor frá
Bandaríkjunum og háskólakennari
frá Kúvæt með sæti í dómnefndinni.
„Talsvert af verkefnum voru send
inn alls staðar að úr heiminum og
við ákváðum að verðlauna prófessor
Douglas Biklen frá Syracuse háskóla
í Bandaríkjunum fyrir ævistarf sitt.
Hann hefur helgað líf sitt rannsóknum
á aðstæðum fólks með fötlun, unnið
ötullega að réttindum fatlaðs fólks,
komið fram í fjölmiðlum og staðið
fyrir kvikmyndagerð meðal annars
um fólk með einhverfu,“ segir Dóra
um sigurvegarann. Hún segir ferðina
í heild hafa verið mjög áhugaverða og
fékk að skoða sérskóla fyrir börn með
einhverfu sem var vel búinn tækjum
og tólum. Þar hélt hún erindi meðal
annars fyrir kennara, forelda, prinsa
og prinsessur, ásamt sendiherrum
UNESCO en Dóra telur að það eigi
ekki að aðgreina börn í skólum og
nefnir að rannsóknir sýni að börn njóti
sín og læri best í almennum skólum
sem sinni ólíkum nemendum.
„Kúvæt er allt annar menningar-
heimur og maður tekur honum eins
og hann er,“ segir hún svo um dvöl
sína sem gekk snurðulaust fyrir sig.
„Maður verður fyrst og fremst að vera
klæddur sómasamlega, föt upp í háls
og ekki sýna meira hold en þarf. Regl-
urnar þarna eru þó ekki eins stífar og
annars staðar. Þarna eru konur í búrk-
um, aðrar með slæður og sumar jafn-
vel slæðulausar,“ segir Dóra og bætir
við að það sé mjög sterkt í menningu
þeirra að gera vel við gesti sína. „Ég
hef aldrei upplifað aðra eins gestrisni
á ævi minni,“ segir hún að lokum.
- msj
Dóra S. BjarnaSon: Á meðal prinsa og prinsessa í Kúvæt
Vorum fullkomlega sammála
Verðlaunaafhendingin Hatturinn hennar Dóru vakti mikla lukku en hún stendur á milli emírsins og Biklens.
Bruce Willis leikari er 57 ára í dag.
„Það eru allir um það bil 25 ára í hjarta sínu. Alveg sama
hve gamlir þeir eru.“
Merkisatburðir 19. mars
1279 Mongólskur sigur í orrustunni um Yamen bindur enda á
Song-veldið í Kína.
1870 jón ólafsson ritstjóri birtir kvæðið „Íslendingabrag“ í blaði
sínu Baldri. Kvæðið er mjög meinyrt í garð Dana og hlýtur
jón síðar dóm fyrir birtingu þess.
1908 Bríet Bjarnhéðinsdóttir flytur sitt fyrsta mál í bæjarstjórn
reykjavíkur. Er það tillaga um sundkennslu fyrir stúlkur.
Tillagan er samþykkt.
1915 Plánetan Plútó er ljósmynduð í fyrsta sinn.
1922 Leikfélag reykjavíkur heldur upp á 300 ára fæðingar-
afmæli leikskáldsins Molières með hátíðarsýningu á verki
hans Ímyndunarveikinni.
1962 Fyrsta plata Bobs Dylan, Bob Dylan, kemur út. Hún selst í
5.000 eintökum fyrsta árið.
1971 Tollstöðvarhúsið í reykjavík tekið í notkun.
1982 Falklandseyjastríðið hefst með því að argentínumenn taka
eyjuna Suður-Georgíu.
„Með þessu gerum við unglingum kleift að stunda hesta-
mennsku, án þess að leggja út í allan startpakkann sem
fylgir íþróttinni,” segir Jón Finnur Hansson, framkvæmda-
stjóri Hestamannafélagsins Fáks, um þá nýjung félagsins að
bjóða unglingum sérstaka aðstöðu og þjónustu. „Við útvegum
hestana, reiðtygin, hesthús, fóður og leiðbeinanda.”
Það er Sigurlaug Anna Auðunsdóttir sem verður yfirleið-
beinandi og stuðningsaðili verkefnisins, en hún hefur rekið
reiðskóla um árabil og því vön að miðla af reynslu sinni.
Hún verður á staðnum frá klukkan 16.30 til 18.30 á virkum
dögum og 13 til 15 á laugardögum. Hún mun leiðbeina ung-
lingunum með allt það sem að hestamennskunni snýr, frá því
að hirða hrossin til útreiðanna sjálfra.
„Með þessu fá unglingarnir að máta sig við þann lífsstíl að
vera hestamaður. Ég geri ráð fyrir að margir foreldrar verði
ánægðir með þetta, því margir þeirra vilja gjarnan leyfa
börnum sínum að stunda hestamennsku en vera fyrst vera
vissir um að þetta sé lífsstíll sem krakkarnir þeirra munu
halda sig við,” segir Jón Finnur.
Plássið var tekið í notkun í síðustu viku en enn eru nokkur
pláss laus fyrir áhugasama hestaunnendur á aldursbilinu 13
til 16 ára. - hhs
Máta sig við hestamennsku
unglingahópur hjá fáki Unglingum á aldrinum 13 til 16 ára gefst
nú tækifæri til að stunda hestamennsku, án þess að þurfa að leggja
út í mikinn kostnað. MYnD/FáKUr
Þennan dag árið 1831 var Edward Smith fyrsti
maðurinn í sögu Bandaríkjanna til að ræna banka.
Smith var enskur innflytjandi sem vantaði skjótunn-
inn gróða. Bankinn sem varð fyrir valinu hét The
City Bank og var við Wall Street en forsvarsmenn
bankans söknuðu eðlilega mjög 245.000 dollaranna
sem Smith hafði á brott með sér.
ræninginn lék þó ekki lausum hala lengi og var
handsamaður af lögreglunni stuttu eftir ránið.
Stærstum hluta peninganna var því skilað aftur í fjár-
hirslur bankans en Smith fékk að dúsa í fimm ár við
erfiðisvinnu í Sing Sing-fangelsinu fyrir vikið. Smith
tilheyrir því stærstum hluta ræningja sem fetað
hafa í fótspor hans en einungis einn af hverjum sex
bankaræningjum kemst undan án þess að mál hans
sé upplýst.
óhætt er að segja að Smith hafi opnað flóðgáttir en
síðan honum mistókst hafa margir menn, stórir og
smáir, reynt fyrir sér í bankaránum. Engar opinberar
tölur eru til um fjölda bankarána í heiminum en til
viðmiðunar er talið að á hverju ári séu gerð um þrjú
þúsund bankarán í Los angeles-borg einni saman.
Þetta gerðist: 19. MarS 1831
Fyrsti bankaræninginn fer á kreik
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Sigurborg Ólafsdóttir
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. mars síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 21. mars
kl. 13.00.
Hansína J. Traustadóttir
Hjördís G. Traustadóttir Hafsteinn Ingvarsson
Ágústína Hlíf Traustadóttir Kristófer Guðmundsson
og fjölskyldur.