Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 15
SÝNING
Sýningin er opin
22. og 23. mars frá
klukkan 9 til 20, 24.
mars frá 10 til 17 og
25. mars frá 12 til
17. Eftir það er opið
alla virka daga frá
9 til 18 og um helgar
frá 12 til 17.
Við Pekka kynntumst fyrir 18 árum í Myndlista og handíðaskólanum. Hann er sérvitur og jarðbundinn
meðan ég er meira á flugi svo við smell-
um vel saman,“ segir Kristín sem er að
leggja lokahönd á hluti þeirra Pekka fyrir
sýningu á Skörinni hjá Handverki og
hönnun á HönnunarMars. Sýningin verð-
ur opnuð á fimmtudag klukkan 18.
„Þetta eru nýir hlutir en við erum búin
að vinna að sýningunni síðastliðið ár.
Pekka er búsettur í Finnlandi og vann
hlutina sína þar, fimm borð og hillur. Ég
vann mína hluti í samhengi við hans. Ég
fékk svo hans hluti núna senda hingað til
að ganga frá þeim, set þá saman, vel liti
og mála í samtali við litina á mínum.“
Kristín sýnir skálar, drykkjarílát og
grátskálar til að safna í tárum. Munirnir
eru mitt á milli þess að vera skúlptúrar og
nytjahlutir en Kristín dansar oft á þeirri
línu í hönnun sinni. Þá sýnir hún hlut
sem hún kallar Skessuhorn. „Ég heyrði
að í gamla daga hafi konur notað stór-
gripahorn til að geta kastað af sér vatni
standandi. Ég vann horn í postulín og
sýndi í Tókýó síðasta haust,“ útskýrir hún
og segir Japana hafa rekið upp stór augu.
„Ég hafði lúmskt gaman af því að sjá hvað
þeir fóru hjá sér þegar ég útskýrði til
hvers það er ætlað,“ segir hún og hlær.
Sýningin stendur til 18. apríl.
ÍSLENSK OG FINNSK
HÖNNUN Á SKÖRINA
HANDLEIKIÐ Hönnuðirnir Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Pekka Tapio
Pyykonen sýna postulínsmuni og viðarhúsgögn á Skörinni á HönnunarMars.
BEÐIÐ EFTIR IPAD 3
Nú styttist í þriðju útgáfu iPad spjaldtölvunnar
en sú fyrsta kom út árið 2010. Tölvan hefur selst
í 55 milljónum eintaka í heiminum frá því að hún
kom á markað. Nýjasta útgáfan ku vera töluvert full-
komnari en þær fyrri. NÝI IPADINN KEMUR 23. MARS.
FRÁGANGUR
Kristín leggur loka-
hönd á postulíns-
muni og húsgögn
sem þau Pekka sýna
á Skörinni.
MYND/GVA
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Fermingartilboð
Gerið GÆÐA- og verðsamanburð
12 má
naða
vaxtal
ausar
greiðs
lur
Stærð Verð Tilboð
120x200 84.900 kr. 79.900 kr.
VALHÖLLNý hönnun
5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun,
stál kantstyrkingar
Verð með íslenskum botni og fótum
10.000 kr
. vöruútte
kt
fylgir öllum
fermingar
rúmum