Fréttablaðið - 19.03.2012, Síða 16
FÓLK|HEIMILI
Hlín keypti íbúð við Bergstaða-stræti árið 2000. Aðeins einn eig-andi hafði búið þar áður, Krist-
inn Reyr, rithöfundur og listmálari,
sem flutti inn 9. maí 1960 samkvæmt
því sem stendur á útskornu skilti sem
hangir ofan við svalahurð. „Ég geri
ráð fyrir að Kristinn hafi keypt elda-
vélina nýja, enda var íbúðin innréttuð
fyrir hann. Ég hef búið hér í tólf ár og
nota eldavélina í alla eldamennsku og
bakstur,“ segir Hlín.
SNIÐIN FYRIR INNRÉTTINGUNA
„Ég þarf ekkert á öðru tæki að halda.
Það eru fjórar hellur úr gormum sem
hitna fljótt og vel, líkt og nútíma gas-
hellur. Það eru einungis þrjár stillingar,
lítill hiti, meðalhiti og mikill hiti svo
þetta er vissulega einfalt og þægilegt.
Ofninn er ekki búinn nýjustu tækni eins
og blæstri eða grilli en engu að síður
kemur allt vel bakað og fínt úr honum.
Ég elda oft fisk í ofni og sömuleiðis er
ég stundum með lambalæri. Það er
undir- og yfirhiti og það dugar,“ segir
Hlín enn fremur.
Hún fullyrðir að eldavélin hafi ekki
mikið verið notuð fyrir sína daga. „Mér
sýndist ofninn sem nýr. Kristinn hefur
örugglega soðið ýsu og kartöflur en
tæplega hefur hann bakað eða steikt
í ofni. Sjálf hef ég gaman af að elda og
bjóða gestum í mat. Ég er hins vegar
fyrir einfalda matreiðslu. Eldavélin er
50 sentimetra breið og sniðin inn í inn-
réttinguna,“ segir Hlín og viðurkennir
að hún hafi skoðað nýjar eldavélar en
hættir jafnan við að skipta út þeirri
gömlu, enda er hún í fullkomnu lagi.
RAFHA-SÝNING Í HAFNARFIRÐI
Rafha-eldavélar eru framleiddar hér
á landi og komu fyrst á markað árið
1937. Innflutningshöft og -bönn hvöttu
menn til að hefja framleiðslu á heimilis-
tækjum. Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er
Rafha-sýning þar sem skoða má fyrstu
eldavélar sem framleiddar voru hér-
lendis, ísskápa og ryksugur. Þar utan
er mikill fróðleikur um sögu þessa
fyrirtækisins sem hætti starfsemi árið
1990. Byggðasafnið er opið um helgar
og það er frítt inn.
Rafha-eldavélar hafa enst ótrúlega
vel og eru enn í notkun, eins og sjá
má á heimili Hlínar þar sem hið upp-
runalega umhverfi fær að njóta sín.
Hlín er þessa dagana að fást við eigin
skrif, eins og hún orðar það auk þess
að kenna ritlist hjá Háskóla Íslands. Þá
er hún með námskeið hjá Endurmennt-
un HÍ sem nefnist Töfrar raddarinnar.
Þess má geta að Hlín er ein af fjórum
íslenskum kvenskáldum sem urðu
þess heiðurs aðnjótandi að leikrit
eftir þær voru valin á stóra alþjóðlega
ráðstefnu sem haldin verður í Stokk-
hólmi í sumar. Þar verða kynnt leikrit
eftir eitt hundrað konur hvaðanæva úr
heiminum. ■ elin
NOTAR ENN RAFHA
ELDAVÉL FRÁ 1960
EKKERT BRUÐL Hlín Agnarsdóttir, rithöfundur og leikstjóri, telur enga ástæðu
til þess að henda gömlu Rafha-eldavélinni á meðan hún er enn heil og
nothæf. Eldavélin er frá árinu 1960.
GERIR SITT GAGN
Hlín Agnarsdóttir rit-
höfundur er ánægð með
Rafha-eldavélina þótt
hún sé orðin 52 ára.
„Hún er í fullkomnu lagi
þótt hún sé án nútíma
tækni,“ segir hún.
MYND/VALLI
BÝR Í GÖMLU HÚSI
Rósa Guðbjartsdóttir á
heima í 80 ára gömlu
húsi og er stöðugt að
gera endurbætur.
■ ÆTLAR AÐ VERA DUGLEG Í
GARÐINUM Rósa Guðbjartsdóttir
hefur verið með skemmtileg matar-
innslög á Stöð 2 sem tekin eru á heim-
ili hennar. Rósa er fjölskyldumann-
eskja og það var því ekki úr vegi að
spyrja hana smávegis um heimilið.
Stendur þú í einhverjum fram-
kvæmdum þessa dagana á heim-
ilinu? „Já, reyndar. Við erum að
færa unglinginn á heimilinu í nýtt
herbergi í kjallaranum. Við búum í
80 ára gömlu húsi og erum sífellt
að gera endurbætur svo það henti
fjölskyldunni betur. Sonurinn er
að verða sautján ára og fær að vera
prívat.
Hvað stendur til næst? „Ég ætla að
breyta gamla herberginu hans í
drauma-heimaskrifstofu fyrir mig.“
Eruð þið dugleg að breyta og bæta?
„Við höfum búið í þessu húsi í sautj-
án ár og höfum verið að gera það
smátt og smátt upp. Annars hlakka
ég til vorsins, enda hef ég ákveðið
að vera dugleg í garðinum í sumar
og skipuleggja hann upp á nýtt.“
Er einhver hlutur sem þig langar sér-
staklega mikið í þessa dagana? „Ég
þarf að kaupa nýja brauðrist. Annars
er ég dugleg að kaupa ýmsa hluti
fyrir eldhúsið.“
Áttu bleikan hníf? „Ég keypti mér
ljósbleikan, bleikan og bláan hníf
í september og var með í þáttum
mínum á Stöð 2. Ég hef notað þessa
japönsku hnífa mjög mikið.“
HEIMA VIÐ | RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR, BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI
ÆTLAR AÐ ÚTBÚA DRAUMA-
HEIMASKRIFSTOFUNA
Biðukolla rúmföt
Stærð 140x200