Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 18
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggisþjónustur & kerfi MÁNUDAGUR 19. MARS 20122
VSI öryggishönnun & ráð-gjöf er verkfræðistofa sem býður upp á sérhæfða og
óháða ráðgjöf um öryggismál í
víðum skilningi, allt frá hönnun
öryggisbúnaðar til uppfræðslu og
námskeiða um hvers kyns örygg-
ismál fyrir stjórnendur og starfs-
fólk stofnana og fyrirtækja. Bruna-
hönnun bygginga og vinnuvernd
hefur einnig verið stór þáttur í
þjónustu fyrirtækisins. VSI selur
ekki öryggiskerfi eða önnur tæki
heldur aðeins ráðgjöf og þekkingu.
Starfsmenn VSI hafa áralanga
reynslu af hönnun brunavarna og
veita fyrirtækjum m.a. ráðgjöf um
hvernig mæta megi kröfum yfir-
valda um úrbætur í eldvarnamál-
um. Ávallt er horft til þess að finna
sem hagkvæmastar lausnir til að
koma þeim málum í réttan farveg.
VSI aðstoðar einnig fyrirtæki við að
koma sér upp innri eftirlitskerfum
brunavarna, bæta þær brunavarn-
ir sem fjárfest hefur verið í og efla
samskipti við brunavarnayfirvöld.
En ótal þættir hafa áhrif á öryggi
í nútímasamfélagi og hætturnar
breytast með samfélagsgerðinni.
Auk brunavarna veitir VSI m.a.
ráðgjöf um innbrotavarnir, varn-
ir gegn ógnandi hegðun, svikum,
rýrnun hjá fyrirtækjum, starfs-
mannaþjófnaði og svo mætti lengi
telja. Fyrirtækið býður einnig upp
á verkefnastjórnun og reglubundn-
ar öryggisúttektir auk rekstrar-
tæknilegra úttekta á öryggismálum
fyrirtækja og stofnana. Einkunnar-
orð VSI eru lýsandi fyrir áherslur
og þjónustu fyrirtækisins en þau
eru: vitund, varnir og viðbrögð.
Vitund
Jakob Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri VSI, segir almenna öryggis-
vitund ákaflega mikilvæga. „Við
leggjum mikla áherslu á að fólk
sé meðvitað um hættur og veik-
leika í öryggismálum fyrirtækja
sinna. Vita þarf hvers konar að-
stæður geti komið upp og hvað beri
að forðast, hvort sem það snýr að
eldvörnum, vinnuvernd eða öðru.
Þetta er í raun nauðsynleg forsenda
þess að öryggisbúnaður virki sem
skyldi. Þá þarf að kunna vel á alla
verkferla og einstaklingar verða
að vera meðvitaðir um sitt hlut-
verk og ábyrgð. Séu þættir í ólagi
geta búnaðarkerfi skapað falska
öryggiskennd.“
Varnir
Hönnun öryggisbúnaðar er í öllum
tilfellum sérsniðin að þörfum við-
skiptavina. Hún tekur mið af eðli
starfseminnar, húsnæði og ytra
umhverfi. Skipulag starfsrýmis
getur skipt sköpum í þessu efni.
Stundum er þörf á því að endur-
innrétta eldra húsnæði út frá ör-
yggissjónarmiðum og þá ber að
hafa hugfast að öryggishættur
breytast í takt við samfélagsþróun.
„Við greinum raunverulegar
þarfir viðskiptavina okkar og
hönnum heildstæðar lausnir út frá
þeirri greiningu. Við metum hvers
konar öryggisbúnaður eða þjón-
usta eru viðeigandi í hverju tilfelli
fyrir sig og hvernig best sé að hátta
uppsetningu þeirra. Þjónustan er
svo gjarnan boðin út til aðila sem
sérhæfa sig í öryggisbúnaði eða
vöktun. Okkar sérsvið er alhliða
þekking á öryggismálum, greining
og hönnun lausna og hjá VSI starf-
ar vel menntað starfsfólk með mjög
langa og mikla praktíska reynslu í
öryggismálum,“ segir Jakob.
Hann segir ennfremur að rétt
greining og markviss útfærsla séu
forsendur skilvirkni og hagkvæmni
í öryggismálum. Þegar þetta tvennt
fari saman megi fá yfirsýn yfir
kostnað og hámarka öryggi á sem
hagkvæmastan hátt.
Viðbrögð
Nauðsynlegt er að viðbrögð við að-
steðjandi vá séu rétt. VSI hannar
sérsniðnar viðbragðs- og rýming-
aráætlanir fyrir ólíkar aðstæður
og skipuleggur æfingar þar að
lútandi. Fyrirtækið býður upp á
fjölbreytt námskeið um öryggis-
mál og rétt viðbrögð. „Þegar hættu-
ástand skapast er fyrir öllu að geta
brugðist hratt og umfram allt
rétt við. Þetta helst raunverulega
allt í hendur. Skilningur á mögu-
legum hættum, forvarnir, þekking
á verkferlum og öryggisbúnaði og
loks hæfni til þess að bregðast við
hættuástandi. Það er brýnt að nálg-
ast öryggismál heildstætt, af festu
og alvöru og forðast falskt öryggi,“
segir Jakob.
Óháð öryggisráðgjöf í aldarfjórðung
Víðtæka sérfræðiþekkingu á öryggismálum er að finna hjá verkfræðistofunni VSI.
Jakob Kristjánsson, framkvæmdastjóri VSI, segir almenna öryggisvitund ákaflega mikilvæga. MYND/ANTON
ÖRYGGISHERBERGI
Æ fleiri láta nú innrétta á heimilum sínum sérstök öryggisherbergi sem
innbrotsþjófar og aðrar boðflennur komast ekki inn í af ótta við að þeir
kunni að vinna húsráðendum mein. Enda þykja slík herbergi fyrir löngu
hafa sannað notagildi sitt.
Danski teiknarinn Kurt Westergaard faldi sig þannig í öryggisherbergi
þegar öfgasinnaður múslimi braust inn á heimili hans. Sá vildi drepa
Westergaard með exi fyrir að hafa teiknað umdeilda mynd af spámann-
inum Múhameð sem Jyllands-Posten birti árið 2005. Skömmu síðar kom
lögreglan á staðinn, særði árásarmanninn og færði á bak við lás og slá.
Westergaard slapp því með skrekkinn.
Þegar óeirðir brutust út í Kaíró árið 2011 var árás gerð á ísraelska
sendiráðið. Starfsmenn sendiráðsins leituðu hælis í öryggisherbergi þar
sem stálhurð kom í veg fyrir að árásarmennirnir gætu unnið þeim mein.
Egypskir hermenn björguðu fólkinu og fluttu það ásamt fjölskyldum þess
frá Egyptalandi.
Leikkonan Jodie Foster lék í kvikmyndinni Panic Room í leikstjórn Davids Fincher
árið 2002. Þar fer Foster með hlutverk konu sem nær að forða sér og dóttur sinni
undan innbrotsþjófum inn í öryggisherbergi af fullkomnustu gerð.
Brunaúttektir Neyðarljós
Brunakerfi Aðgangsstýringar
Eftirlitsmyndavélar Vöruverndarhlið
Innbrotakerfi Öryggisgæsla
www.115.is • sími: 5 115 115