Fréttablaðið - 19.03.2012, Síða 48
19. mars 2012 MÁNUDAGUR20
sport@frettabladid.is
ALFREÐ GÍSLASON og lærisveinar hans í Kiel voru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum
Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sló út pólska liðið Wisla Plock með 27-24 sigri í seinni leiknum í gær. Kiel
vann fyrri leikinn 36-24. Tvö önnur Íslendingalið unnu fyrri leiki sína í 16 liða úrslitum í gær, AG Kaupmannahöfn
vann 34-24 sigur á Sävehof og Füchse Berlin vann 32-30 heimasigur á HSV Hamburg.
FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR
AMERICAN EXPRESS® FRÁ
KREDITKORTI GREIÐA EKKERT
ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS
Golfsettið ferðast frítt!
Þú nýtur þessara hlunninda:
+
Enska úrvalsdeildin:
Wolves - Manchester United 0-5
0-1 Jonny Evans (21.), 0-2 Antonio Valencia (43.),
0-3 Danny Welbeck (45.+1), 0-4 Javier
Hernández (56.), 0-5 Javier Hernández (61.)
Newcastle - Norwich 1-0
1-0 Papiss Cissé (11.)
Fulham - Swansea 0-3
0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (36.), 0-2 Gylfi Þór
Sigurðsson (66.), 0-3 Joe Allen (77.)
Wigan - West Bromwich 1-1
1-0 James McArthur (54.), 1-1 Paul Scharner (65.)
STAÐA EFSTU LIÐA:
Man. United 29 22 4 3 73-27 70
Man. City 28 21 3 4 69-20 66
Tottenham 28 16 5 7 52-34 53
Arsenal 28 16 4 8 57-39 52
Chelsea 28 14 7 7 48-32 49
Newcastle 29 13 8 8 41-41 47
Liverpool 28 11 9 8 33-26 42
Swansea 29 10 9 10 34-34 39
Enski bikarinn - 8 liða úrslit:
Chelsea - Leicester City 5-2
1-0 Cahill (12.), 2-0 Kalou (18.), 3-0 Torres (67.),
3-1 Beckford (77.), 4-1 Fernando Torres (85.), 4-2
Ben Marshall (88.), 5-2 Raúl Meireles (90.+1),
Liverpool - Stoke 2-1
1-0 Luis Suárez (23.), 1-1 Peter Crouch (27.), 2-1
Stewart Downing (57.),
Everton - Sunderland 1-1
0-1 Phillip Bardsley (12.) 1-1 Tim Cahill (23.)
Tottenham - Bolton 1-1 (aflýst)
FÓTBOLTAÚRSLIT
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson virð-
ist hafa verið síðasta púslið í hið
stórskemmtilega og vel spilandi
Swansea-lið sem er komið upp í
áttunda sæti ensku úrvalsdeildar-
innar eftir 3-0 útisigur á Fulham
um helgina. Gylfi Þór átti þarna
enn einn stórleikinn og skoraði
tvö mörk í annað skiptið á tveimur
vikum.
„Ég hef skorað fimm mörk í
átta byrjunarliðsleikjum í deild-
inni sem er kannski meira en ég
bjóst við fyrir fram. Ég nýt þess
að spila með frábæru liði. Það er
ekki erfitt að skora þegar þú færð
svona þjónustu eins og ég fékk í
þessum mörkum,“ sagði Gylfi
lítillátur í viðtali á heimasíðu
Swansea City.
Fréttablaðið leitaði til Guðjóns
Þórðarsonar, núverandi þjálfara
Grindavíkur, til að fá hans skoð-
un á því af hverju Gylfi passar
svona vel inn í enska boltann. Það
var einmitt Guðjón sem gaf Gylfa
fyrsta alvöru tækifærið í enska
boltanum þegar hann fékk hann
á láni frá Reading í febrúar 2009.
Gylfi var þá aðeins 19 ára gamall.
„Hann sýndi strax af sér djörf-
ung og dug hjá mér. Hann er
ofboðslega vinnusamur, samvisku-
samur og góður atvinnumaður,“
sagði Guðjón um Gylfa.
„Það var vitað mál að þessi
strákur væri að fara langt en
þetta var bara spurning um
hversu langt hann færi. Þegar ég
var að reyna að segja mönnum
hér heima á Íslandi hvað hæfi-
leikar byggju í þessum strák þá
vildu nú ekki allir hlusta. Menn
sem voru að velja úrvalsliðin
okkar á Íslandi töldu sig ekki hafa
þörf fyrir hann,“ segir Guðjón en
af hverju finnur Gylfi sig betur í
enska boltanum en í þeim þýska?
„Það er meiri ástríða í fótboltan-
um í Englandi heldur en í Þýska-
landi. Hann er búinn að vera lengi
í Englandi og þekkir og skynjar
andann,“ segir Guðjón. Guðjón
segir Gylfa hafa alltaf verið tilbú-
inn að leita leiða til að bæta sinn
leik þegar hann var hjá Crewe.
„Gylfi er fyrst og fremst ofboðs-
lega vinnusamur. Hann tók alltaf
með DVD-klippurnar og DVD af
leikjunum og skoðaði þær. Hann
hugsar um fótboltann daginn út
og daginn inn, Hann var líka allt-
af tilbúinn að spyrja til að leita
leiða og lausna þótt hann væri bara
pjakkur þegar ég tók við honum,“
rifjar Guðjón upp.
En hvar skapar Gylfi sér sér-
stöðu inni á vellinum að mati
Guðjóns. „Það er þessi sýn sem
hann hefur. Sýn hans á leikinn er
breiðari og magnaðri en hjá mörg-
um kollegum hans,“ segir Guðjón
og hann spáir því að Gylfi fari til
eitt af stóru liðunum á Englandi í
sumar.
„Ég á von á því að eitt af stóru
liðunum á Bretlandi taki hann og
gefi honum raunverulegt tæki-
færi,“ segir Guðjón að lokum.
Gylfi fékk mikið hrós í umfjöll-
un enskra fjölmiðla um leik-
inn og einn af þeim sem völdu
hann mann leiksins var Patrick
Barcklay blaðamaður á The
Independent. „Sá renglulegi öðl-
ast glæsileika þegar hann fær
boltann og hann hefur alltaf
nóg af hugmyndum og eldmóði í
sínum leik. Nú er Sigurðsson líka
farinn að skora mörk,“ skrifaði
Barcklay í umfjöllun sinn.
Það verður spennandi að fylgj-
ast með Gylfa og Swansea-lið-
inu á næstunni og einhverjir eru
örugglega farnir að telja niður
þar til liðið spilar næst sem er
á móti Everton á laugardaginn
kemur.
ooj@frettabladid.is
Fer í eitt af stóru liðunum
Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska
boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum.
Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham.
SKALLAMARK Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér fyrra marki sínu. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Fabrice Muamba, leik-
maður Bolton, er enn í gjörgæslu
á hjartadeild London Chest-spítal-
ans eftir að hann hneig niður í lok
fyrri hálfleiks í bikarleik Totten-
ham og Bolton á White Hart Lane
á laugardaginn.
Sjúkraliðar reyndu að lífga
Muamba við í sex mínútur á vell-
inum. Muamba er áfram haldið
sofandi en hann er enn í mikilli
lífshættu. - óój
Fabrice Muamba hneig niður:
Enn í lífshættu
MUAMBA Aðeins 23 ára. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Fernando Torres skor-
aði sitt fyrsta mark í 150 daga og
í 1.541 mínútur þegar Chelsea
tryggði sér sæti í undanúrslitum
enska bikarsins í gær.
Torres bætti við öðru marki
18 mínútum síðar og átti einnig
tvær stoðsendingar í leiknum
þegar Chelsea vann 5-2 sigur á
Leicester City. Chelsea hefur þar
með unnið þrjá fyrstu leiki sína
undir stjórn Roberto Di Matteo.
Það komu langþráð mörk í
fleiri leikjum því bæði Luis Suá-
rez og Stewart Downing skoruðu
í 2-1 sigri Liverpool á Stoke. Það
var dregið í undanúrslitin í gær
og þar munu mætast Tottenham
eða Bolton á móti Chelsea annars
vegar og Liverpool á móti Sun-
derland eða Everton hins vegar.
- óój
Fernando Torres hjá Chelsea:
Langþráð mörk
FERNANDO TORRES Skoraði sín fyrstu
mörk síðan í október. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Manchester United er
komið með fjögurra stiga forskot
á nágranna sína í Manchester
City eftir 5-0 stórsigur á
Úlfunum í gær.
„Við erum að spila vel og erum
að ná í stigin á mikilvægum tíma
á leiktíðinni. Við erum að spila
okkar besta bolta í allan vetur
og þetta voru mikilvæg úrslit
eftir vonbrigðin í vikunni,“ sagði
Wayne Rooney eftir fimmta
deildarsigur United í röð. -óój
Enska úrvalsdeildin:
United með 4
stiga forskot