Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 54

Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 54
19. mars 2012 MÁNUDAGUR26 MORGUNMATURINN LSR – sjóðfélagafundur Akureyri Í tilefni af nýlegri skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 boðar stjórn LSR til fundar með sjóðfélögum. Skýrslu úttektarnefndar má nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lsr.is Stjórn LSR Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:30 Lionssalur á 4. hæð Skipagötu 14, Akureyri Bankastræti 7 101 Reykjavík Sími: 510 6100 Fax: 510 6150 lsr@lsr.is www.lsr.is „Ég var með risatónleika í Las Vegas,“ segir Geir Ólafsson, sem söng með 25 manna hljómsveit vinar síns, Dons Randi, í borginni í síðasta mánuði. Þrjú hundruð manns voru á tónleikunum sem voru haldnir á Fairmont-hóteli í Vegas. Ýmsir fræg- ir voru í salnum, þar á meðal dóttir söngvarans Deans Martin og Robert Davi. Hann hefur leikið óþokka í hinum ýmsu kvikmyndum, þar á meðal í Bond-myndinni Licence to Kill. „Þetta var gríðarlegur heiður og frábært að upp- lifa þessa stemningu,“ segir Geir og stefnir á að stíga aftur á svið í Vegas síðar meir. Geir söng einnig á skemmtistaðnum Baked Potato í Hollywood, sem er í eigu Randi, eins og hann hefur áður gert. Þar deildi hann sviði með Brandon Fields sem er kunnur saxófónleikari í Bandaríkjunum. Gunnar Sigurðsson tók upp báða tónleika Geirs og ætlar að búa til heimildarmynd um ævintýrið. „Það var mjög gaman að vinna með honum. Hann er mik- ill fagmaður,“ segir Geir um Gunnar. Hann hefur áður gert heimildarmyndina Maybe I Should Have. -fb SÖNG Í VEGAS Geir Ólafsson söng í fyrsta sinn í Las Vegas í síðasta mánuði. Þar hitti hann leikarann Robert Davi. Söng í fyrsta sinn í Las Vegas Leikstjórinn Ágúst Guðmundsson hefur fengið vilyrði um framleiðslustyrk fyrir hátt í sjötíu milljónir króna fyrir kvikmyndina Ófeigur gengur aftur. „Þetta er skilyrt því að það takist að klára fjármögnun á verkinu. Ég er að bíða eftir niðurstöðu frá erlendum sjóði,“ segir Ágúst. Hann getur því ekki sagt til um hvort tökur á myndinni geta hafist á þessu ári eða ekki. „Þetta er frekar gamansöm mynd um fólk í miðbæ Reykjavíkur sem býr við draugagang í húsinu sínu. Tvær af persónunum eru framliðnar,“ bætir hann við um Ófeig gengur aftur. Átta ár eru liðin frá síðustu mynd Ágústs, Stuðmanna- myndinni Í takt við tímann. Þar áður sendi hann frá sér Mávahlátur. Leikstjórinn er með fleiri verkefni í bígerð. „Ég er líka að vinna að mynd sem verður tekin á Græn- landi vonandi á næsta ári,“ segir hann. Sú mynd gerist í seinni heimsstyrjöldinni en hefur enn ekki fengið nafn. - fb Gamansöm draugamynd í bígerð Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fót- boltamaður hjá Fylki, hefur geng- ið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrás- ar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljóm- sveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert á móti góð áhrif á frammi- stöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shog- un. Þannig að þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurn- ing að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er kominn aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því að maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skil- ið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig að við séum þéttir og góðir svo við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is ÁSGEIR BÖRKUR ÁSGEIRSSON: ÞUNGAROKKIÐ ER GÓÐ ÚTRÁS Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum ÚTRÁS Í ROKKINU Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MYNDARLEGUR STYRKUR Ágúst hefur fengið vilyrði fyrir myndarlegum fram- leiðslustyrk fyrir myndina Ófeigur gengur aftur. „Ég er lélegastur á heimilinu í að fá mér morgunmat, en ef ég geri það þá fæ ég mér oftast hafragraut.“ Björn Árnason, ljósmyndari. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.