Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 36
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR32 BAKÞANKAR Svavar Hávarðsson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. andlegt áfall, 6. í röð, 8. klampi, 9. keyra, 11. öfug röð, 12. mæling, 14. konungur, 16. nafnorð, 17. guð, 18. hress, 20. íþróttafélag, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. tveir eins, 4. tegund af brauði, 5. málmur, 7. hvasst horn, 10. maka, 13. sarg, 15. innyfla, 16. tangi, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. rs, 8. oki, 9. aka, 11. on, 12. mátun, 14. harri, 16. no, 17. goð, 18. ern, 20. kr, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. oo, 4. skonrok, 5. tin, 7. skáhorn, 10. ata, 13. urg, 15. iðra, 16. nes, 19. na. Halló?!! Eins og við sjáum í endursýningunni er Torres rangstæður! Það munar að minnsta kosti 15 metrum! Farðu! Þegar ég lærði heima leit ég út fyrir að læra. Þegar þau læra lítur út eins og þau séu að spila Twister. Flóa- sirkúsinn Mamma ykkar er jafn há og hún var í fyrra og hitt í fyrra. Þú stækkar aldrei, mamma. Glat- að. Kannski ættirðu að mæla breiddina á henni í staðinn. Passaðu þig. Ég á uppskrift af spínatkássu sem ég er ekki hrædd við að nota! Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tíma- eyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lág- markskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dag- skrána upp í skema, en studdist þó við skrif- blokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvís- lega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. VIÐ UNDIRBÚNINGINN reiknaði ég með því að þurfa að skilja menn sundur í þrígang að minnsta kosti; blóðnasir og tár voru ekki úti- lokuð. Þetta reyndust óþarfar áhyggjur með öllu. Ekki í eitt einasta skipti létu þeir stuttu hendur skipta og náðu alltaf að leysa sjálfir úr þeim deilu- málum sem risu. Hávaðinn var vissulega yfirgengilegur og ég er í samningaviðræðum við smið um að koma heimilinu; litlu bárujárnshúsi sem var reist af vanefnum 1933, í samt horf. ÉG VIÐURKENNI að þegar piltarnir voru farnir til síns heima var ég úttaugaður. Eins og fullorðið fólk gerir þá leitaði ég hvíldar með því að kveikja á sjónvarpi. Vitandi að stórt mál (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga) var til umræðu niður við Austurvöll, þá var opnað fyrir beina útsendingu frá Alþingi. Þar komu saman 63 þjóðkjörnir fulltrúar fæddir á árabilinu 1942 til 1982. ÉG VIÐURKENNI að það var lítil hvíld í því að fylgjast með umræðum á þinginu þetta kvöld. Menn létu reyndar ekki hendur skipta en á löngum stundum hélt ég að einhver myndi snýta rauðu áður en yfir lyki. Eins og í afmælinu fyrr um daginn var hávaðinn yfirgengilegur, en einn stór munur var þó á. Enginn náði niðurstöðu eða sátt. Samtalið færði þjóðina reyndar eitt skref aftur á bak. Kannski er ég ósanngjarn að stilla þessu upp saman en fullyrði að staðhæfingin „ég á þetta legó og þess vegna eigum við að horfa á Díegó“, var vandlegra ígrundað en margt sem stöku þingmenn létu frá sér fara. SVO ÁTTAÐI ég mig á því að það þarf meira en smið til að koma Alþingishúsinu; litlu húsi sem byggt er úr höggnu grágrýti árið 1881, í samt horf. En kannski þurfum við að bíða eftir þeim sem fæddust árin 2006 og 2007 til að annast það verk. Tylft þroskaðra manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.