Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 44
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR40 Nýtt bragð Glæný og ljúffeng ostakaka bíður þín í næstu verslun. Hótelerfinginn Paris Hilton lenti í úti- stöðum við ástralska sjónvarpsstöð eftir að hún var spurð út í dalandi frægð sína. Hilton var gestur í morgunþættinum Sunrise á sjónvarpsstöðinni Channel 7 vegna heimsóknar sinnar til Ástralíu. Fréttakonan Edwina Bartholomew stýrði viðtalinu og spurði Hilton hvað tæki við hjá henni þegar frægðarsól hennar væri sest. „Ég vil eignast börn og lifa eðlilegu lífi með þeim,“ svaraði Hil- ton en heimtaði stuttu síðar að spurning- in yrði klippt út úr viðtalinu, ellegar yrði sjónvarpsstöðin sett á bannlista. Bartholomew var aftur á móti illa við að vera hótað og því var viðtalið birt í allri sinni lengd og þar með fær Channel 7 ekki fleiri viðtöl við hótelerfingjann. Brást illa við í viðtali REIÐ Paris Hilton er illa við að vera spurð út í dalandi frægð sína. NORDICPHOTOS/GETTY Breski söngvarinn Robbie Willi- ams og eiginkona hans, banda- ríska leikkonan Ayda Field, eiga von á sínu fyrsta barni. Williams tilkynnti fréttirnar á bloggsíðu sinni fyrir helgi. „Ég og Ayda verðum foreldr- ar á árinu. Við höfum þegar séð sónarmyndir og grátið yfir þeim. Barnaherbergið er komið vel á veg og ég get ekki beðið eftir því að verða pabbi,“ skrifaði hinn stolti söngvari á síðu sinni. Williams og Field gengu í hjónaband árið 2010. Verður pabbi VERÐUR PABBI Robbie Williams á von á sínu fyrsta barni á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Adele ætlar að gefa út nýtt lag á þessu ári og kemur það líklega út í lok ársins. Hún segir að það fari allt eftir því hversu fljót hún er að semja önnur lög. Söngkonan vinsæla vill ekki lofa neinu varðandi nýja plötu og segir að aðdáendur sínir verði einfaldlega að vera þolinmóðir. „Ef ég myndi ekki semja sjálf lögin mín þá kæmi platan örugg- lega út í næstu viku,“ sagði hún við frönsku útvarpsstöðina NRJ. „Ég verð að taka mér smá hvíld og njóta lífsins. Það liðu tvö ár á milli fyrstu tveggja platnanna og ætli það verði ekki svipað í þetta sinn.“ Nýtt lag á þessu ári NÝTT LAG Söngkonan Adele ætlar að gefa út nýtt lag á þessu ári. Kanye í samræðum við Dior Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu yfirhönnuðar tískuhúss- ins Dior eftir að John Galliano var rekinn vegna ummæla sinna í garð gyðinga. Fjöl- margir hönnuðir hafa verið orðaðir við stöðuna undan- farið ár og nú síðast var rapp- arinn Kanye West orðaður við tískuhúsið. West hefur mikinn áhuga á hönnun og sýndi sína aðra fatalínu á tískuvikunni í París fyrir stuttu. Línan þótti held- ur mislukkuð og fékk lélega dóma frá öllum helstu tísku- spekingunum. Þrátt fyrir þetta hefur verið uppi sá orð- rómur að West hafi átt í sam- ræðum við Dior um stöðu yfir- hönnuðar og líklega rennur mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds einfaldlega við til- hugsunina um slíkt samstarf. VILL TIL DIOR Orðrómur er uppi um að Kanye West gangi kannski til liðs við Dior-tískuhúsið. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.