Fréttablaðið - 14.05.2012, Page 16
14. maí 2012 MÁNUDAGUR16
timamot@frettabladid.is
Merkisatburðir
1919 Átta klukkustunda vinnudagur lögfestur í Danmörku.
1922 Fimm skip fórust og með þeim 44 sjómenn í norðan ofsa-
veðri, sem gekk yfir norðan- og austanvert landið.
1948 David Ben-Gurion, forsætisráðherra lýsti yfir stofnun
Ísraels ríkis.
1955 Varsjárbandalagið var stofnað í Varsjá í Póllandi. Stofn-
ríki voru Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkó-
slóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía. Til-
gangur þess var að vera mótvægi við Atlantshafsbanda-
lagið (NATO).
1959 Pétur Ottesen, sem verið hafði þingmaður lengur en
nokkur annar, eða í 43 ár, hætti þingmennsku.
1965 Fokker Friendship-flugvél Flugfélags Íslands, sú fyrsta
sinnar tegundar, kom til landsins, en slíkar vélar voru síðan
notaðar í innanlandsflugi í áratugi.
69
Loðvík 14. (5. september 1638 – 1.
september 1715) var konungur Frakklands
og Navarra frá 14. maí 1643 þar til hann
lést, eða frá fjögurra ára aldri þar til hann
var nærri sjötíu og sjö ára gamall. Hann
ríkti því í sjötíu og tvö ár og 110 daga,
lengur en nokkur annar franskur konungur
eða nokkur annar af helstu einvöldum
Evrópu.
Hann tók þó ekki persónulega við
valdataumunum fyrr en Mazarins
kardináli lést árið 1661 en hann hélt um
stjórnartaumana fyrstu 23 árin. Loðvík
14. var þekktur sem „sólkonungurinn“ (Le
Roi Soleil), „Loðvík hinn mikli“ (Louis le
Grand) eða sem „hinn mikli einvaldur“ (Le
Grand Monarque). Hann er einnig þekktur
fyrir að eiga að hafa sagt „Ríkið, það er
ég“ („L‘État, c‘est moi“) en þó er það ekki
staðfest með heimildum heldur frekar til
merkis um alræði stjórnunarhátta hans og
ríkulegt sjálfsálit.
Í valdatíð hans voru Frakkar leiðandi
þjóð í Evrópu. Er hann lést tók barna-
barnabarn hans við krúnunni en Loðvík 14
lifði son sinn og sonarson.
ÞETTA GERÐIST: 14. MAÍ 1643
Loðvík 14 verður konungur Frakklands
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON forseti Íslands er 69 ára í dag.
„Ég hef aldrei litið á forsetaembættið sem hefðarembætti heldur
fyrst og fremst lýðræðislega þjónustu við fólkið í landinu.“
Í viðtali við Fréttablaðið 5. mars 2012.
Fjórða íslenska söguþingið verður haldið í húsa kynnum
Háskóla Íslands dagana 7. til 10. júní næstkomandi.
Þingið þjónar sem vettvangur fyrir kynningu á niður-
stöðum nýjustu rannsókna í íslenskri sagnfræði, veitir
yfirlit yfir stöðu þeirra nú og þar er rætt um hvert
stefnir í rannsóknum á sviðinu.
Á þinginu verða í boði á þriðja tug málstofa um hin
ýmsu efni með yfir níutíu fyrirlestrum. Sagnfræðistofn-
un Háskóla Íslands hefur boðið þremur heimsþekktum
sagnfræðingum til þingsins, þeim Lindu Colley, pró-
fessor við Princeton-háskóla, David Cannadine, pró-
fessor við Princeton-háskóla og Geoff Eley, prófessor
við háskólann í Michigan í Banda ríkjunum. Linda Col-
ley mun flytja Jóns Sigurðs sonar-fyrirlesturinn þetta
árið. Þar að auki munu tveir erlendir fyrirlesarar tala
á opinni málstofu um Evrópumál, sem styrkt er af Evr-
ópustofu. Þetta eru þau Anne Katherine Isaacs, prófess-
or við háskólann í Písa, og Anne Deighton, prófessor við
háskólann í Oxford. Að síðustu mun Karl-Erik Frand-
sen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, tala í mál-
stofu um sjúkdómafaraldra á fyrri tíð.
Hægt er að skrá sig á heimasíðu þingsins, www.aka-
demia.is/soguthing.
Söguþing í júní
SÖGUÞINGIÐ Þjónar meðal annars sem vettvangur fyrir kynningu á
nýjustu rannsóknum í íslenskri sagnfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA VALBORG PÉTURSDÓTTIR
Holtateigi 28, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
8. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 18. maí kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Alúðarþakkir til starfsfólks Sjúkrahússins fyrir góða umönnun og
hlýju.
Þú lifir í hjörtum okkar
Arnþór Björnsson
Anna Sigríður Arnþórsdóttir Tryggvi Jónsson
Birna Margrét Arnþórsdóttir Steinar Magnússon
Drífa Þuríður Arnþórsdóttir Mark Siddall
ömmu og langömmubörn.
Ballettskóli Sigríðar Ármann var
settur á laggirnar fyrir 60 árum síðan.
Skólinn fagnaði tímamótunum með
veglegri nemendasýningu í Borgar-
leikhúsinu á dögunum og sýningu í
Tjarnar bíói í haust. „Nemenda sýningin
var með nokkuð hefðbundnu sniði en
hófst þó á sýningu á myndum úr sögu
skólans og dansarnir höfðu flestir verið
fluttir áður á danssýningum skólans,“
segir Ásta Björnsdóttir, skólastjóri Bal-
letskólans. „Í Tjarnarbíói voru dans-
atriði nemenda auk fróðleiks um sögu
skólans og danslistar sem Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir leikkona flutti.“
Ásta, sem er dóttir stofnandans
Sigríðar Ármann, hefur starfað við
kennslu í skólanum allt frá því að hún
lauk ballettkennaranámi í London árið
1982. Hún tók svo við skólastjórn af
móður sinni fyrir rúmum áratug.
„Ég byrjaði í dansnámi sem lítið barn
og hef verið viðloðandi skólann síðan,“
segir Ásta sem var á leið í kennslu síð-
degis á föstudegi þegar Fréttablaðið
sló á þráðinn. „Maður þarf eiginlega að
snúa við deginum þegar maður starfar
sem danskennari, við erum á leið í
vinnu þegar flestir eru á leið heim úr
vinnu. En ég kvarta ekki yfir því enda
þekki ég ekki annað,“ segir Ásta en
auk hennar kenna fimm kennarar við
skólann.
Balletskóli Sigríðar Ármann hefur
alla tíð sérhæft sig í klassískum ball-
ett og lagt áherslu á vandvirkni,
nákvæmni og aga. Leiðarljósið hefur
verið að miðla því að ballett væri upp-
byggileg, spennandi og skemmtileg list-
grein.
Að sögn Ástu var venjan sú að taka
inn nemendur frá átta ára aldri en
fyrir 20 árum var settur á laggirnar
forskóli fyrir fjögurra til sex ára.
Fyrir nokkrum árum var síðan bætt
við ballett leikskóla fyrir þriggja til
fjögurra ára. „Það er alltaf vinsælt að
kenna litlum stelpum, þær læra ballett-
æfingar og ganga um leið inn í ævin-
týra- og leikhúsheim. Undir hljómar
píanóleikur en ég hef lagt áherslu á að
hafa píanóleikara í yngstu tímunum,
stelpunum finnst það meiri háttar,“
segir Ásta. „Strákarnir eru sjald séðir
en það er einn og einn sem mætir í
tíma, ballettinn þyrfti sannarlega að
komast í tísku hjá strákum.“
Þær yngstu æfa einu sinni í viku en
eldri hópar tvisvar til þrisvar. Á hefð-
bundnum námskeiðum skólans eru
nemendur frá þriggja ára og upp í 25.
En einnig hefur Ásta boðið upp á nám-
skeið fyrir eldri nemendur og fullorðna
byrjendur sem hafa áhuga á að æfa og
læra klassískan ballett. Og aðsóknin
er góð. „Það er með ólíkindum hvað er
mikill áhugi á klassískum ballett hér
á landi, miðað við hve tækifærin til
að horfa á hann eru fá,“ segir Ásta að
lokum. sigridur@frettabladid.is
BALLETTSKÓLI SIGRÍÐAR ÁRMANN: FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI
Nemendur frá þriggja ára aldri
BALLERÍNUR Úr afmælissýningunni í Borgarleikhúsinu á dögunum.
ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR Segir mikinn áhuga á klassískum ballett hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR
áður til heimilis að Dalatanga 6
Mosfellsbæ,
er lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 8. maí
verður jarðsungin föstudaginn 18. maí
kl. 13.00 frá Guðríðarkirkju Grafarholti.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Jón Vigfússon
Edda Melax Günter Schmid
Stefán Már Jónsson Hrefna Lind Borgþórsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir Bæring Sigurbjörnsson
barnabörn og barnabarnabarn.