Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 17

Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 17
HönnunarMars hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum ársins í íslensku menningar- lífi. „Við fengum fleiri á hátíðina nú en í fyrra en þá mættu um þrjátíu þúsund manns sem eru tíu prósent þjóðarinnar. Vitund þjóðarinnar um hönnun sem atvinnugrein er að aukast og hönnuðir og aðstandendur viðburðarins eru mjög ánægðir með viðtökurnar,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Viðburðurinn í ár fékk töluverða umfjöllun í erlendum miðlum og hefur umfjöllunin aukist ár frá ári. „Markmiðið með Hönnunarmars er að vekja athygli á íslenskri hönnun bæði hérlendis og erlendis. Öll umfjöllun er góð og það er gott að geta bent á og vísað í um- fjöllun um íslenska hönnun í fjölmiðlum erlendis.“ Greipur segir að aðstandendur há- tíðarinnar hafi fundið fyrir miklum áhuga fagaðila erlendis frá. Hátíðin þyki sérstök og íslensk hönnun áhugaverð. Hönnuðirnir sem tóku þátt í síðustu hátíð hafa fengið fleiri fyrirspurnir eftir hana að sögn Greips. Umfjölluninni fylgir ákveðin vakning meðal almennings í útlöndum. Við vitum af skipulögðum hópum sem komu á síðustu hátíð en aðalatriðið er að öll umfjöllun vekur athygli, þó ferða- mennirnir komi ekki endilega á ákveðinn atburð eins og HönnunarMars eða Ice- land Airwaves eða Listahátíð þá sjá þeir sem áhuga hafa á þessum viðburðum um- fjöllun um þá í erlendum miðlum og láta verða af því að koma til landsins.“ „Við hjá Hönnunarmiðstöð erum fyrst og fremst að reyna að búa til hressan viðburð sem vekur athygli innanlands sem og út fyrir landsteinana og ég held að okkur hafa tekist vel til,“ segir Greipur. VITUND ALÞJÓÐA MARGIR Á HÖNNUNARMARS Fleiri mættu á HönnunarMars í ár en í fyrra. Hátíðin hefur fest sig í sessi og er nú ein af fjórum stærstu hátíðum ársins. ÍSLENSK HÖNNUN Fjöldi fallegra hluta hefur verið sýndur á HönnunarMars. MIKILL ÁHUGI Greipur segir aðstandendur HönnunarMars hafa fundið fyrir miklum áhuga fagaðila erlendis frá. MYND/STEFÁN BLÁA LÓNIÐ STYÐUR VIÐ HÖNNUN Bláa lónið og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning. Hönnun skipar mikilvægan sess í starfsemi Bláa lónsins og hefur hönnun fyrirtækisins hlotið margar viðurkenningar. Með samstarfinu vill Bláa lónið stuðla að því að efla íslenska hönnun frekar. Gerið gæða- og verðsamanburð Sofðu vel - heilsunnar vegna Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald VORTILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM Með okkar bestu heilsudýnu. Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi. MIKIÐ ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur* SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.