Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 14. maí 2012 21 ÞÓR Syngur djass á Kex á morgun. Þór Breiðfjörð söngvari kemur fram á næstu tónleikum djass- tónleikaraðarinnar á KEX Hostel við Skúlagötu 28 annað kvöld. Þór leikur aðalhlutverkið í söngleiknum Vesalingarnir í Þjóðleikhúsinu en á morgun bregður hann sér í djassfrakkann og flytur ásamt félögum sínum dagskrá sem hann nefnir inni- leika. Á efnisskránni eru þekkt djasslög sem hafa náð frægð í meðförum „krúnera“ á borð við Bing Crosby. Þór til fulltingis eru Vignir Þór Stefánsson á píanó, Snorri Sigurðarson á trompet, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis. Innilegur Þór á Kex Karen Nadía Pálsdóttir söng- kona heldur útskriftartónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á morgun. Karen Nadía lýkur BMus gráðu í einsöng frá Listaháskóla Íslands í vor. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Karl Ó. Runólfsson, R. Schumann, H. Purcell, C.W. Cluck, G. Mahler, G. Fauré, G. Bizet, M. Mussorgsky, P.l. Tchai- kovsky, A. Bliss, S. Barber, A. Dvorák og A. Ponchielli. Auk þess flytur Nadía nýtt lag, Un dur, eftir Halldór Smárason, tón- smíðanema hjá Listaháskóla Íslands. Píanóleikari er Selma Guðmundsdóttir. Karen Nadía syngur í Sig- urjónssafni Út er komin bókin Stasiland eftir ástralska höf- undinn Anna Funder. Í henni rekur höfundurinn sannar sögur venjulegs fólks í einu mesta lög- reglu- og eftirlitsríki allra tíma, Austur-Þýska- landi. Bókin hlaut einróma lof þegar hún kom út fyrst árið 2003 og hlaut meðal annars Samuel Johnson- verðlaunin í Bretlandi árið 2004. Bókin hefur verið þýdd á um tuttugu tungumál síðan þá og verður senn sett upp á leiksviði í London. Anna Funder er lögfræðingur að mennt og starfaði lengi sem slíkur, einkum á sviði mann- réttindamála, þar til hún ákvað að snúa sér að rit- störfum. Stasiland er hennar fyrsta bók. Í fyrra gaf hún út sína fyrstu skáldsögu, metsölubókina All That I Am, sem gerist í Þýskalandi nasismans. Bókaforlagið Ugla gefur bókina út en þýðandi er Elín Guðmundsdóttir. Sögur handan Berlínarmúrsins ANNA FUNDER Er lögfræðingur að mennt en hefur helgað sig ritstörfum. Stasiland er hennar fyrsta bók. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Kammerkór Reykjavíkur heldur upp á tíu ára afmæli sitt með hátíðartónleikum í Háteigskirkju á þriðjudagskvöld. Efnisskráin er fjölbreytt en þar má finna verk eftir ýmsa innlenda og erlenda höfunda, svo sem Igor Stravinsky, Edvard Elgar, Zoltán Kodály, Geor- ges Bizet, Anton Bruckner, Ariel Ramirez, Björgvin Þ. Valdimars- son og Eyþór Stefánsson. Þá verður flutt nýtt verk eftir Sigurð Bragason, stjórnanda kórsins. Verkið nefnist „Á fótskör þinni“ og er samið við ljóð Valdi- mars Lárussonar. Einnig verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi „Le Sette Parole di Nostro Signore“, verk fyrir kór og einsöngvara, eftir Pietro Allori. Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 20. Kammerkór tíu ára SIGURÐUR BRAGASON BARÍTÓN Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.