Fréttablaðið - 14.05.2012, Page 54
14. maí 2012 MÁNUDAGUR30
GOTT Á GRILLIÐ
Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry verður með ein-
valalið með sér á tónleikunum sem hann heldur í
Hörpu 27. og 28. maí.
Þrettán manns verða með honum á sviðinu,
þar á meðal öflugur danshópur, trommarinn Paul
Thompson úr Roxy Music, gömlu hljómsveitinni
hans Ferry, Paul Turner, bassaleikari Jamiroquai,
og Chris Spedding sem er einn þekktasti hljóðvers-
gítarleikari Bretlands. Hann hefur spilað með Paul
McCartney, Roxy Music, Tom Waits og Katie Melua,
auk þess sem hann spilaði inn á plötu Stuðmanna,
Sumar á Sýrlandi.
Alls telur hópurinn sem kemur með Ferry til
landsins um þrjátíu manns. Þar verða einnig
tæknimenn og sonur hans, Isaac Ferry. Umboðs-
maður söngvarans og tónleikabókari koma einnig
til Íslands en mjög sjaldgæft er að þeir ferðist með
honum á tónleika.
Óskalisti Ferrys baksviðs er lágstemmdur. Hann
hefur beðið um að nuddarar verði til taks, auk þess
sem hann vill kampavín af gerðinni Dom Perignon.
Evian-vatn er einnig á listanum en hið tæra íslenska
vatn verður líklega frekar fyrir valinu.
Þetta verða fyrstu tónleikar Bryans Ferry á þessu
ári og þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia-tónleika-
ferð sinni í London í desember í fyrra. Hún samanstóð
af fimmtíu tónleikum og var uppselt á þá alla. Það er
einmitt uppselt á fyrri tónleikana í Hörpu en enn eru
til miðar á þá síðari á Midi.is. -fb
Einvalalið fylgir Bryan Ferry
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Bryan Ferry stígur á svið á tvennum tón-
leikum í Hörpu í lok maí.
Jasmin Rexhepi, nemandi við Kvik-
myndaskóla Íslands, er á leið með
fyrsta skólaverkefni sitt á kvik-
myndahátíðina í Cannes á mið-
vikudaginn næsta. Kvikmyndin á
að gerast í Frakklandi en var tekin
upp á heimili Jasmin í Reykjavík.
Jasmin er frá Kósóvó en flutti
hingað til lands fyrir fjórum árum
síðan og er nú að ljúka sínu öðru
ári við Kvikmyndaskólann. Stutt-
mynd hans, The Forgotten Moni-
que, verður sýnd í Short Cor-
ner-flokknum í Cannes sem er
sérstaklega ætlaður stuttmyndum.
„Það er gamall draumur minn
að sýna á Cannes og því ákvað
ég að sækja um á hátíðinni um
leið og myndin var tilbúin. Ég hef
fengið einhverja fjárhagsaðstoð
sem gerir mér kleift að komast
út og ég er orðinn mjög spenntur
fyrir ferðinni,“ útskýrir Jasmin
sem hyggst nýta tækifærið til að
mynda sambönd við framleið endur
og aðra kvikmyndagerðamenn.
Jasmin kveðst vera hrifinn af
franskri kvikmyndagerð sem
hann lýsir sem mjög listrænni og
þangað sótti hann innblástur fyrir
The Forgotten Monique. „Myndin
er algjörlega án samtala og mér
fannst einhvern veginn passa betur
ef sögumaðurinn væri franskur.
Aðalleikkona myndarinnar er
íslensk en með mjög franskt útlit
og sá sem tók að sér að tala yfir
myndina er Frakki sem er búsettur
hér á landi. Ég þurfti svo að breyta
íbúðinni minni þannig að hún liti
út fyrir að vera frönsk og það var
ekki auðvelt verk. Ég eyddi miklum
tíma í að finna alls kyns hluti er
gætu talist franskir í útliti og lagði
mjög mikla áherslu á að smáatriðin
væru í lagi og þannig gekk þetta
upp.“
Jasmin hyggur á áframhaldandi
störf innan íslenska kvikmynda-
geirans í framtíðinni. „Planið er
að vinna áfram hér enda er Ísland
orðið mitt land og hér vil ég vera,“
segir hann að lokum.
sara@frettabladid.is
JASMIN REXHEPI: GAMALL DRAUMUR AÐ RÆTAST
Með fyrsta skólaverkefnið
sitt á Cannes-hátíðina
Á LEIÐ TIL CANNES Jasmin Rexhepi, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands, er á leið með skólaverkefni sitt á kvikmyndahátíðina í
Cannes. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég lærði af pabba mínum að
setja úrbeinuð læri heil á grillið
og skera niður í sneiðar á meðan
ég grilla þau. Það er svona fjalla-
mannatrix. Ég er mikið fyrir
íslenskar kryddblöndur eins og
bláberjakrydduð læri, en svo er
sérstök hátíðarstund þegar maður
kemur við í Nóatúni og kaupir
Heiðmerkurkryddað læri.“
Einar Bárðarson athafnamaður.
Myndasagnahöfundurinn Vignir
Þór Þórhallsson, eða Flotti-Comics
eins og hann kallar sig, er kominn
með fimm þúsund aðdáendur á
Facebook-síðu sína.
Þessi tvítugi piltur hefur samið
myndasögur síðan hann var fimm-
tán ára. „Þegar ég var í grunn-
skóla leiddist mér stundum og þá
byrjaði ég að teikna myndasögur,“
segir Vignir Þór, sem setti mynda-
sögurnar inn á síðuna Hugi.is. Þar
urðu þær vinsælar en núna ein-
beitir hann sér að eigin Facebook-
síðu en einnig birtir hann
kvikmynda tengdar sögur á síðunni
Kvikmyndir.is.
Sögurnar hans eru bæði á ensku
og íslensku, enda vill hann ná til
fleira fólks með verkum sínum. „Ég
hef verið að birta sögurnar stundum
á 9gag.com sem er vinsæl grínsíða.
Það hafa nokkrar komist á for-
síðuna, sem er æðislegt því það er
svo breiður áhorfendahópur þar.“
Vignir Þór, sem ætlar að gefa
út myndasögubók í nánustu fram-
tíð, segir aðspurður að Hugleikur
Dagsson sé í miklu uppáhaldi hjá
sér. „Ég geri aðeins öðruvísi sögur
en mér finnast sögurnar hans voða
góðar. Það er mjög svartur húmor
í þeim og hann þorir að fara langt
yfir strikið.“ -fb
Vaxandi vinsældir hjá Flotta
VINSÆLL Myndasagnahöfundurinn er
kominn með tæplega fimm þúsund
aðdáendur á Facebook.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Save the Children á Íslandi
QI
Stephen Fry fer á kostum
í skemmtilegum þáttum
BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS