Fréttablaðið - 07.08.2012, Side 4
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 03.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,1088
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,28 120,86
187,44 188,36
147,46 148,28
19,813 19,929
19,957 20,075
17,781 17,885
1,5359 1,5449
181,08 182,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
28°
22°
20°
22°
22°
20°
20°
26°
19°
34°
29°
32°
18°
24°
23°
19°Á MORGUN
8-13 m/s V-til,
annars hægari.
FIMMTUDAGUR
5-13 m/s,
hvassast NV-til.
13
13
14
14
16
12
17
13
17
14
5
6
7
10
7
6
5
6
4
5
7
4
15
13 16
19
15 15
13 16
22
13
HVESSIR Í dag
og næstu daga
verða suðvestlægar
áttir ríkjandi, það
hvessir heldur V-til
en áfram horfur
á fremur hægum
vindi annars staðar.
Það verður nokkuð
bjart SA- og A-til
en þungbúnara
vestanlands. Áfram
hlýtt í veðri, eink-
um inn til landsins
austantil.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
BRUNI Tuttugu slökkviliðsmenn
voru kallaðir út í gær vegna elds
í skipinu Arnari ÁR 55 í Þorláks-
höfn. Skipið var mannlaust.
Tilkynnt var um eldinn um átta-
leytið um morguninn og var búið
að ráða niðurlögum hans tveimur
tímum síðar. Þetta kemur fram á
Rúv.is. Talið er að eldurinn hafi
komið upp í rými framarlega í
skipinu en ekki er vitað hversu
mikið tjónið er. Níu menn eru í
áhöfn skipsins og höfðu þeir verið
á makrílveiðum en komið í land á
fimmtudaginn. - ktg
Slökkvilið kallað út:
Eldur í skipi
í Þorlákshöfn
ÍSRAEL Um fimmtán egypskir her-
menn voru myrtir af óþekktum
hryðjuverkahópi múslíma á
Sínaí- skaga á sunnudag. Reuters-
fréttaveitan greindi frá þessu.
Ehud Barak, varnarmálaráð-
herra Ísraels, sagðist vona að
árásin verði Egyptum vakning
en hann hefur gagnrýnt egypsk
stjórnvöld fyrir slakar varnir við
landamærin við Ísrael. Ísra elskir
hermenn skutu í kjölfarið átta
vígamenn eftir að þeir reyndu að
komast yfir landamærin til Ísra-
els. Barak nýtti einnig tækifærið
og hrósaði ísraelsku hermönnun-
um fyrir skjót viðbrögð. - sm
Egypskir hermenn myrtir:
Vakning fyrir
Egyptaland
NOREGUR Ítarleg leit var gerð að
16 ára stúlku í Ósló um helgina.
Stúlkan hefur enn ekki fundist
og er hennar nú einnig leitað á
alþjóðlegum vettvangi. Um 500
sjálfboðaliðar leituðu á landi í
gær, ásamt lögregluliði og leitar-
hundum. Kafarar hafa leitað í
vatni í nágrenninu og þyrlur leitað
stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur
fram á vef norska ríkisútvarpsins.
Stúlkan, sem ber nafnið Sigrid
Giskegjerde, hafði verið í heim-
sókn hjá vinkonu sinni á laugar-
dagskvöldið en skilaði sér
ekki heim og gerðu foreldrar
stúlkunnar lögreglu viðvart í kjöl-
farið.
Eigur stúlkunnar, farsími, sokk-
ar og skór fundust síðar á víð og
dreif við leikskóla nokkur hundruð
metrum frá heimili hennar.
Leitarhundar hafa nú rakið
slóð stúlkunnar að leikskólanum,
en þar endar slóðin. Flest þykir
benda til þess að stúlkan hafi verið
numin á brott í bifreið þaðan, gegn
vilja sínum. Íbúar í grennd leik-
skólans segjast hafa heyrt öskur
um það leyti sem stúlkan hvarf
og þykir það renna stoðum undir
þessa kenningu. - ktg
16 ára stúlka talin hafa verið numin á brott rétt hjá heimili sínu:
Alþjóðleg leit að norskri stúlku
MANNSHVARF Í gærkvöldi bárust lög-
reglunni nýjar upplýsingar og fundust
nærbuxur, veski og sólgleraugu í
kjölfarið. Óvíst er þó hvort þessir hlutir
tengist hvarfi stúlkunnar. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðu neytið
hefur vísað frá kæru Jóns Jósefs
Bjarnasonar, fulltrúa minnihluta
Íbúahreyfingarinnar í bæjar-
stjórn Mosfellsbæjar, vegna
afgreiðslu bæjarráðs á skulda-
máli. Ráðuneytið segir bæjarfull-
trúa ekki hafa kærurétt þar sem
hann eigi ekki aðild að málinu.
„Mér finnst þetta út í hött.
Ráðuneytið á að verja lýðræðið og
með þessu eru þeir að standa gegn
því. Þeir eru að taka af bæjar-
fulltrúunum réttinn til að setja
fram formlega skoðun á málinu,“
segir Jón.
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað
á fundi 21. júní að fela bæjarstjóra
að semja um greiðslu til Lands-
bankans á um 250 milljónum
króna. Um er að ræða sjálf-
skuldarábyrgð sem bærinn gekkst
í fyrir verktaka vegna áforma um
uppbyggingu í Helgafellslandi.
Samkvæmt lögfræðiáliti sem
unnið var fyrir bæinn var óheimilt
að gangast í slíka sjálfskuldar-
ábyrgð, eins og fjallað hefur verið
um í Fréttablaðinu. Því hefur Har-
aldur Sverrisson, bæjarstjóri Mos-
fellsbæjar, mótmælt og vísað til
þess að ábyrgðin falli undir dag-
legan rekstur sveitarfélagsins.
Í kæru Jóns er vísað til sveitar-
stjórnarlaga, þar sem segir að
sveitarstjórn ein geti tekið endan-
legar ákvarðanir sem varði veru-
legar fjárhagslegar skuldbind-
ingar. Því segir Jón augljóslega
ólöglegt að afgreiða málið á fundi
bæjarráðs.
Jón segir að með því að full-
afgreiða málið á fundi bæjarráðs
sé þeim bæjarfulltrúum sem ekki
eigi sæti þar haldið frá því að tjá
sig um málið. Bæjarstjórnin er í
sumarfríi um þessar mundir en
kemur aftur saman í ágúst. Jón
segir ekkert liggja á að afgreiða
málið, vel hefði mátt bíða fram í
ágúst með að taka lokaákvörðun
um afgreiðslu þess.
Innanríkisráðuneytið tekur ekki
afstöðu til þess hvort kæruefnið
sé réttmætt heldur vísar kærunni
frá. Jón segir að niðurstöðu ráðu-
neytisins verði vísað til umboðs-
manns Alþingis. „Ég vænti þess
að hann snúi þessari ákvörðun, ég
trúi ekki öðru.“ brjann@frettabladid.is
Bæjarfulltrúi ekki aðili að
skuldamáli Mosfellsbæjar
Innanríkisráðuneytið hefur vísað frá kæru bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ vegna afgreiðslu bæjarins á 250
milljóna króna sjálfskuldarábyrgð. Bæjarfulltrúinn segist ekki trúa öðru en að umboðsmaður Alþingis
snúi niðurstöðu ráðuneytisins. Með afgreiðslu sinni sé ráðuneytið að standa gegn lýðræðislegu ferli.
UPPBYGGING Mosfellsbær samdi við verktaka um mikla uppbyggingu í Helgafellslandi árið 2006. Áformin gengu ekki eftir nema
að litlum hluta og bærinn sat uppi með sjálfskuldarábyrgð vegna samningsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hægt að kæra sveitarfélög til ráðherra
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum hefur innanríkisráðherra eftirlit með því
að sveitarfélög í landinu gegni skyldum sínum og fari að lögum. Hægt er
að leggja fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðuneytisins vegna ákvarðana
sveitarfélaga, en aðeins „aðilum máls“ er heimilt að leggja fram slíkar kærur.Fórnarlamba minnst
67 ár voru í gær liðin síðan Banda-
ríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju
á japönsku borgina Hiroshima.
Fórnarlamba árásanna var minnst
víða um heim af þessu tilefni.
JAPAN
GRIKKLAND Lögreglan í Grikklandi
hefur handtekið meira en sex
þúsund innflytjendur í landinu
undanfarna daga. Um 1.600 ólög-
legir innflytjendur verða sendir
úr landi á næstunni.
Nikos Dendias, ráðherra í
grísku ríkisstjórninni, segir
landið ekki geta staðið undir
kostnaði sem fylgi innflytjendum
sökum fjármálakreppunnar sem
þar ríkir.
Um 88 einstaklingar voru
fluttir aftur til Pakistan á sunnu-
dag og hafa grísk yfirvöld hert
gæslu við landamæli Tyrklands
til muna en áttatíu prósent allra
ólöglegra innflytjenda í Evrópu
fara í gegnum Grikkland. - sm
Herða eftirlit við landamæri:
Innflytjendur
handteknir