Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 10
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
VÍSINDI Það kann að vera gott fyrir
fólk í ástarsambandi að gera grein
fyrir angist sinni í stað þess að
fyrir gefa og sættast. Þetta eru nið-
urstöður rannsóknar sem skoðaði
kosti fyrirgefningar í samböndum.
Stundum getur það meira að
segja verið mikilvægt að tjá reiði
sína í garð hins aðilans til að leysa
hnúta í samböndum. Skammtíma-
óþægindin sem fylgja tjáningu
reiði gætu reynst heilbrigð fyrir
sambandið til lengri tíma litið.
Rannsóknin var gerð við ríkis-
háskólann í Flórída í Bandaríkj-
unum og kannaði hvers vegna sum
ástarsambönd ganga upp en önnur
visna og ganga ekki upp. James
McNulty sem leiddi rannsóknina
segir jákvætt viðhorf oft hafa öfug
áhrif. „Ég fann vísbendingar um
að hugsanir og hegðun sem miða
að vellíðan hins aðilans leiða oft til
verri líðanar hans,“ sagði McNulty.
Þá voru áhrif náinna ástarsam-
banda á heilsu okkar könnuð. Sál-
fræðingar hafa lengi vitað að náin
ástarsambönd eru nauðsynleg góðri
heilsu fólks. Ástæður þess hafa
þó ekki verið ljósar. Rann sóknin
styður kenningar um tengingu
milli tveggja aðila. Sú kenning
segir að hver fullorðin manneskja
eigi sér einn ástvin sem hún snýr
sér til þegar álag eða ótta ber að.
- bþh
Bandarísk rannsókn á ástarsamböndum:
Skammtímaósætti leiðir
til heilbrigðara sambands
SAMÚRÆJAHÁTÍÐ Í FUKUSHIMA
Skammt frá kjarnorkuverinu sem
eyðilagðist í fyrra klæddu menn sig
upp eins og samúræjar á árlegri hátíð
nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAMÁL Harðar deilur standa
nú á milli sveitarfélaga á Suður-
og Austurlandi og ferðaþjónustu-
fyrir tækisins Bíla og fólks. Nú
hefur Samband sveitarfélaga á
Austurlandi (SSA) látið setja lög-
bann á akstur fyrirtækisins milli
Egilsstaða og Hafnar og í júlíbyrj-
un fóru Samtök sveitarfélaga á
Suður landi (SASS) fram á lögbann
á akstur fyrirtækisins þar. Það var
samþykkt en þó ekki fylgt eftir.
„Ástæðan er sú að farið var
fram á svo háa tryggingu að við
hefðum þurft að kalla saman til
stjórnarfundar til að fá samþykki
til slíks,“ segir Elfa Dögg Þórðar-
dóttir, formaður SASS. „Við tökum
svo stöðuna aftur í haust og sjáum
til með framhaldið,“ bætir hún við.
Ástæðan fyrir þessum kröfum
er sú að sveitarfélögin telja að
akstur Bíla og fólks stangist á við
sérleyfislög en fyrirtækið er ekki
með sérleyfi á þessum leiðum.
Í fyrra tóku sveitarfélögin við
ábyrgð og eftirfylgni á sérleyfis-
akstri. Valdimar O. Hermannsson,
stjórnarformaður SSA, segir að
sambandið hafi orðið fyrir margra
milljóna króna tekjumissi vegna
ólöglegrar samkeppni frá Bílum og
fólki. „Við viljum setjast niður að
samningum við þá þar sem meðal
annars yrði samið um einhverjar
bætur vegna þessa en annars fer
þetta fyrir dómstóla,“ segir hann.
Óskar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bíla og fólks, segir
fráleitt að fyrirtækið borgi bætur
vegna þessa. Hins vegar muni
fyrir tækið kæra SSA fyrir það
tap og álitshnekki sem aðgerðir
þess hafa kostað það. „Ég byrjaði
árið 2006 að markaðssetja hring-
ferðirnar. Þá fóru um tvö til þrjú-
hundruð ferðamenn hringinn en
nú gera það um fimmtán hundruð
manns. Þetta er afraksturinn af
okkar markaðssetningu og þeir
fá ekkert að rífa hann af okkur
sísvona. Þeir verða bara að róa og
fiska eins og aðrir,“ segir Óskar.
Valdimar er alls ósáttur við
framgöngu fyrirtækisins í þessu
máli. „Það sem okkur þykir sárast
er að þeir gerðu ekki einu sinni
tilboð í sérleyfin, sem hefði verið
heppilegt því þeir voru með sér-
leyfin í fyrra og búa því að reynsl-
unni, heldur halda þeir áfram að
aka þarna algjörlega á sínum for-
sendum.“ Óskar segir að ekkert
fyrirtæki hafi gert tilboð eftir að
fyrstu útboðsgögnin lágu fyrir
en síðan hafi verið haft samband
við öll fyrirtækin sem hafi sótt
umboðsgögn nema Bíla og fólk og
þeim boðið að gera tilboð á nýjum
forsendum. jse@frettabladid.is
Stefnir í bóta-
kröfumál
á báða bóga
Sveitarfélög á Suðurlandi og Austurlandi hafa farið
fram á lögbann á akstur Bíla og fólks. Framkvæmda-
stjóri segist hafa markaðssett hringferðina undan-
farin ár og hann láti ekki hrifsa af sér afraksturinn.
Á FARALDSFÆTI VIÐ RÚTURNAR Framkvæmdastjóri Bíla og fólks segist ekki ætla að
láta hirða af sér afrakstur markaðssetningar á hringleiðinni sísvona. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ATVINNUMÁL Fjöldi þeirra sem
hafa þegið bætur í 12 mánuði
eða lengur er áhyggjuefni að
mati forstjóra Vinnumála-
stofnunar. Þá er ekki útilokað að
atvinnuleysið aukist aftur í haust
þegar tímabundnum aðgerðum
stofnunarinnar lýkur.
Hagstofan birti fyrir helgi nýja
vinnumarkaðsrannsókn sem gerð
var vegna júnímánaðar. Atvinnu-
leysi mælist 5,2 prósent. Gissur
Pétursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunar, segir tölurnar í takti
við það sem búist var við.
„Atvinnuleysið hefur gengið
hratt niður yfir sumarmánuðina
en það er rétt að minna á að það
er dálítið stór hópur fólks sem
er í svokölluðum vinnumarkaðs-
úrræðum á okkar vegum. Þetta
fólk er á styrk frá atvinnuleysis-
tryggingarkerfinu en er engu að
síður í vinnu og mælist þess vegna
ekki með í þessari mælingu.”
Þrátt fyrir að atvinnuleysi
hafi minnkað er enn stór hluti
sem hefur glímt við langtímaat-
vinnuleysi, eða fimmtungur allra
atvinnulausra.
Langtímaatvinnuleysi er hug-
tak sem notað er yfir þá sem hafa
verið án vinnu í 12 mánuði eða
lengur. Þeir voru um mitt þetta ár
2.800 eða 21 prósent allra atvinnu-
lausra.
Langflestir þeirra eru á höfuð-
borgarsvæðinu og Suðurnesjum
þar sem atvinnuleysi er mest.
„Það vill gerast að hópur sitji
eftir og fái ekki störf við hæfi.
Og þarna erum við að tala um
greinar sem urðu hart úti í
hruninu. Mannvirkjagreinar,
ýmiss konar flutninga starfsemi
og fleira. Útlendingar eru þarna í
stórum hópum og þetta er auðvitað
áhyggjuefni,” segir Gissur. - þþ
Alls hefur 21 prósent allra atvinnulausra verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur:
Forstjóri Vinnumálastofnunar áhyggjufullur
VIÐSKIPTI Eigendur Saab-bílafyrir-
tækisins hefur kært General
Motors og fara fram á 3 milljarða
dollara í skaðabætur.
Hollenski bílafram leiðandinn
Spyker Cars, sem á hlut í Saab
ásamt GM, segir GM hafa
hindrað mögulega sölu á Saab til
kínverska fyrirtækisins Zhejiang
Youngman Lotus Automobile. Í
kjölfarið lýsti Saab yfir gjald-
þroti í desember á síðasta ári.
Victor Muller, forstjóra Spyker
Cars, sagði í viðtali við BBC að
GM hefði komið í veg fyrir söluna
af ótta við að kínversk fyrirtæki
kæmu höndum yfir tækni Saab.
Sala fyrirtækisins hefði geta
forðað Saab frá gjaldþroti.
- sm
Deilt um sölu á Saab:
Eigendur Saab
hafa kært GM
GISSUR PÉTURSSON Forstjóri Vinnu-
málastofnunar segir að of margir glími
við langtímaatvinnuleysi.
Þetta er afraksturinn
af okkar markaðs-
setningu og þeir fá ekkert að
rífa hann af mér sísvona. Þeir
verða bara að róa og fiska
eins og aðrir.
ÓSKAR SIGURÐSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRA BÍLA OG FÓLKS