Fréttablaðið - 07.08.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 07.08.2012, Síða 16
16 7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR Þær ánægjulegu fréttir bárust nýverið úr herbúðum ríkis- stjórnarinnar að nú gætum við Íslendingar loks farið að rétta úr kútnum eftir allmörg mögur ár, botninum væri náð og fram undan væri betri, alltént skárri, tíð. Þjóðin hefur af skiljanlegum ástæðum verið í vörn síðan hún skoraði eitthvert eftirminnilegasta sjálfsmark sem nokkur þjóð hefur skorað á undanförnum áratugum. Og þannig hefur það einnig verið hjá Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ). Ég kom til starfa við skólann haust- ið 2010 og frá fyrsta degi hefur tak- tíkin verið varnarleikur, gegn vilja okkar og metnaði, því við viljum leika sóknar leik og skora mikið af mörkum. Núna, tæpum tveimur árum síðar höfum við kannski einu sinni eða tvisvar komist yfir miðju og varla átt nema eitt skot á mark. Það var þegar við vorum formlega samþykkt í alþjóðasamtök 130 bestu kvikmyndaskóla heims, CILECT. Það gerðist ekki á einni nóttu. Fyrst þurftum við að fara í gegn- um ár reynsluaðildar, kollegarnir þurftu að tékka almennilega á okkur, hvort við værum samboðin samtökunum. Og viti menn, svo reyndist vera. Þrátt fyrir að við værum að reka einn ódýrasta kvik- myndaskóla Evrópu. Þrátt fyrir að aðstandendur skólans gætu ekki sýnt fram á örugga framtíð í verndarskjóli ríkis valdsins. Þrátt fyrir ótal óvissuþætti í rekstri og ákveðna fordóma leikra sem lærðra. Við vorum boðin velkomin í samtökin vegna þess að erlendir félagar okkar dáðust af dirfsku okkar og baráttuþreki. Einhverjir myndu eflaust segja fífldirfsku, en útlendingarnir sáu fyrst og fremst skóla sem framleiddi meira magn af frambærilegum nemendaverkum en margir skólar sem eru stærri, eldri og ríkari. KVÍ er auðvitað engan veginn eini kvikmyndaskólinn í álfunni sem hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Eitt af hlutverkum CILECT er að styðja við og standa vörð um gæði kvikmyndamenntunar. Þeir vita auðvitað að hagsæld og ríkidæmi er engin trygging fyrir listrænum afrekum. En þeir vita jafnframt að af engu vex ekkert. Þeir vissu að hin ört vaxandi list- og atvinnugrein sem kvikmyndagerðin er á Íslandi þyrfti sterkt bakland, frjóa jörð. Og þeir treystu KVÍ til að vera sá jarðvegur. Íslensk stjórnvöld hafa að undan förnu sýnt að þau gera sér fulla grein fyrir mikilvægi kvik- myndagerðar fyrir íslenskt þjóðar- bú. Þingmenn hafa lofað þennan umhverfisvæna og ört vaxandi tekjustofn. Enda má segja að uppskera af vinnu íslenskra sem erlendra kvikmyndagerðarmanna á Íslandi lendi fyrst og fremst í vasa ferðaþjónustunnar, hjá flug- félögum, verslunum og almennri þjónustustarfsemi, svo ekki sé minnst á þær tekjur sem ríkið fær í formi skatta. Og það er vel. En það er reyndar synd að ávöxtur erfiðisins lendir einna síðast í vasa þeirra sem skópu verðmætin, kvikmyndagerðarfólksins sjálfs. Þetta horfir þó til bóta – að flestu leyti: Það gleymdist því miður að gera ráð fyrir undirstöðunni, menntuninni sjálfri. Að vísu er hópur á vegum mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins að skila skýrslu um framtíðarskipan kvik- myndamenntunar á Íslandi á næstu dögum, og það verður fróðlegt að sjá hverjar tillögur þeirra verða. En á meðan við bíðum hangir fram- tíð eina starfandi kvikmyndaskóla landsins í algerri óvissu. Skóla sem hefur borið hróður íslenskrar kvik- myndagerðar langt út fyrir land- steinana. Skóla sem hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er um þessar mundir að fagna tuttugu ára afmæli. Það væri sannarlega stórmann- leg og glæsileg gjöf skólanum og kvikmyndagerðinni á Íslandi til handa, ef menntamálaráð- herra myndi á næstunni bjóða skólanum þjónustusamning til nokkurra ára, samning sem gerði skólanum kleift að starfa með eðli- legum hætti, að mennta fólk sem stenst aljóðlegar kröfur um fagleg vinnubrögð, að snúa vörn í sókn, og koma boltanum loks yfir miðju og (við eigum nefnilega öfluga markaskorara) skora glæsileg mörk sem koma Íslandi endanlega á blað. Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu sýnt að þau gera sér fulla grein fyrir mikilvægi kvikmyndagerðar fyrir íslenskt þjóðarbú. Samfélagsgerð er afleiðing af umhverfi sem þróast í langan tíma. Foreldrar skapa umgjörð í uppeldi sem leggur grunn að hugarfari þeirra barna og börnin beita síðan sömu aðferðum í uppeldi sinna barna. Það eru mikil tengsl á milli foreldra og barna í menntun, tekjum og lífsmunstri og foreldrar eru í uppeldinu að leggja grunn að lífsmunstri sinna barna. Sú samfélagsgerð sem stjórn- málamenn skapa, er sambæri- leg við það sem foreldrar skapa í uppeldi. Eru stjórnmálamenn að skapa samfélag sem byggir á sanngirni, réttlæti og trausti eða samfélag sem byggir á eigin girni, afskiptaleysi og að hver sé sjálfum sér næstur? Stjórnmálamenn hafa verið slæmir foreldrar og hafa ekki skapað gott samfélag. Þeir hafa skapað samfélag sérhagsmuna, mismunað þjóðfélagshópum, komið vinum og vandamönnum í störf og embætti og stuðlað að forgangi vina og vandamanna í atvinnulífi og fyrirtækja- rekstri. Við sjáum þriðju kynslóð stjórnmálamanna ætla að leiða okkar samfélag, en eru þessir aðilar ekki bara að tryggja sér- hagsmuni, sem þeirra fjölskylda hefur byggt upp í kyn slóðir? Ný gerð stjórnmálamanna gerir grín að helstu gildum samfélagsins, en er samt að gera betri hluti en margir aðrir. Síðan er það reiða fólkið sem lofar samfélagslegum breytingum í nýjum stjórnmála- flokki, en breytingar byggðar á reiði skapa varla gott samfélag. Í okkar samfélagi er mikið af sérhagsmunahópum sem draga til sín peninga, völd og áhrif. Við erum föst í þeirra neti og nú ráða peningamenn, eigendur fiskveiðiheimilda, fjármála- stofnanir, stjórnmálaflokkar, lífeyrissjóðir, verkalýðsfélög og trúfélög of miklu um þróun okkar samfélags. Almenningur hefur gefist upp og sér enga leið til að breyta stöðunni, sem sést vel á því að traust á Alþingi og stjórnmálamönnum hefur aldrei verið minna. Í samfélaginu eru að þróast sífellt stærri hópar minni máttar, s.s. öryrkja, atvinnu- lausra, eldri borgara, fátækra, einstæðra foreldra og fleiri og samfélagið nánast fram- leiðir fólk inn í þessa hópa. Á nokkrum árum hefur 10% af þjóðinni sem áttu 35% af þjóðar auðnum, tekist að hækka það hlutfall í 45% eða næstum helming af öllum verðmætum í landinu. Í þessum tölum endur- speglast aukin misskiptingin sem er afleiðing af hagsmuna- gæslu stjórnmálamanna í ára- tugi. • Er hvati til frumkvæðis í atvinnulífinu? • Eru opinberir aðilar að styðja við bakið á atvinnulífinu? • Eru álögur á atvinnulífið sanngjarnar? • Eru álögur á einstaklinga og fjölskyldur eðlilegar? • Er framlag til menntunar og félagslegs umhverfis eðlilegt? • Er stuðningur við almenning í heilbrigðismálum eðlilegur? • Eru öryrkjar og aldraðir að fá mannsæmandi framlög til framfærslu? • Er fólk að fá sanngjarnt fram- lag að lokinni langri vinnu- ævi? Hugarfar okkar er í samræmi við það sem stjórnmálamenn skapa á hverjum tíma. Ábyrgð stjórnmálamanna sem skapa samtímalega samfélagsumgjörð á hverjum tíma, er því mikil. • Samfélagið þarf að tryggja að fólk geti borið ábyrgð á sínu lífi. • Samfélagið þarf að skapa möguleika á vali um leiðir sem henta hverjum og einum. • Samfélagið þarf að tryggja að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt um sitt umhverfi. • Samfélagið þarf að tryggja að sanngjarnir og sambæri- legir valkostir standi öllum til boða. • Samfélagið þarf að tryggja að einstaklingar eða hópar hafi ekki forréttindi fram yfir aðra. • Samfélagið þarf að koma í veg fyrir óeðlilega hagsmuna- gæslu eða sérhagsmuni. • Samfélagið á ekki að stuðla að forræðishyggju eða mið- stýringu einhverra hags- munaafla. Það þarf að byggja upp eðli- legt hvatasamfélag sem gefur fólki tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum. Samfélag með hvata fyrir aldraða til að njóta ávaxta af sínu sparifé, hvata fyrir atvinnulausa til að fara á atvinnumarkaðinn, hvata fyrir öryrkja til að skapa sjálfsaf- laumhverfi, hvata fyrir fólk til að mennta sig, hvata til að efla vísindi og rannsóknir, hvata fyrir stofnun nýrra fyrir- tækja, hvata fyrir fjárfesta til atvinnuuppbyggingar, hvata til að fjölga atvinnutækifærum og svo mætti lengi halda áfram. Samfélagið verður aldrei betra eða verra en við sjálf erum á hverjum tíma. Við ákveðum hvort við látum klíku- hópa ræna landinu eða hvort við sköpum aðhald og farveg fyrir heiðarlegt, sanngjarnt og traust samfélag. Við erum sjálfstæð í hjarta okkar, viljum standa á eigin fótum og bera ábyrgð á eigin umhverfi. Við erum framkvæmdafólk í eðli okkar og samfélagið þarf að stuðla að stuðningi til að okkar frumkvæði geti skapað upp- byggingu. Við þurfum heil- brigðan, heiðarlegan og hóf- saman stjórnmálaflokk sem byggir á þessum gildum. Við þurfum Lýðfrelsisflokkinn, hófsaman hægri borgaraflokk sem vill stuðla að jákvæðum breytingum til uppbyggingar í samfélaginu. Sanngjarnt hvatasam- félag í stað sérhagsmuna og forræðishyggju Úr vörn í sókn Enn á ný berst heimilislækna-skortur í tal í fjölmiðlum. Fyrir skömmu kom yfir læknir bráðamóttöku Landspítalans fram í sjónvarpi og sagði frá því að fólk kynni ekki að leita sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu og kæmi því óþarflega oft á bráða- móttöku með sín veikindi, slys og áhyggjur af heilsu, vandamál sem annars ættu heima í heilsu- gæslunni sem er undir mönnuð og þreytt. Heimilis læknum fer ört fækkandi þó verkefnin séu næg, því að þótt þjóðin hafi aldrei verið hraustari þá höfum við heldur aldrei verið óöruggari um heilsu okkar og þegar áhyggjur gera vart við sig þá er nauðsynlegt að eiga einhvern að til að viðra áhyggjur sínar við og leita ráða hjá. Iona Heath, formaður breska heimilislæknafélagsins, hélt ræðu á degi William Harveys í október 2011. Þar gerði hún að umtalsefni meðal annars áhrif atburða og ævisögu á sjúkdóma einstaklinga, það sem Linn Getz hefur verið óþreytandi í að miðla okkur Íslendingum undanfarin ár, m.a. á læknadögum í vetur í fyrir lestrinum „Máttur tengsla. Áhrif lífsreynslu á heilsufar“. Allir læknar hafa reynslu af því hvernig lífið fer með fólk. Ofbeldi, slys og langvinn streita skaða líkama og sál. Áföll á barnsaldri, svo sem líkamlegt, tilfinningalegt eða kynferðis- legt áreiti/ofbeldi og fleira það sem vekur þá hugsun að lífið hafi svikið eða farið ranga braut, auka hættu á alvarlegum veikindum og dauða fyrr en ella. Fátækt, mis- skipting auðs og kynþáttahatur hafa líka áhrif á líkamlega heilsu fólks og einnig þeir dómar heil- brigðiskerfisins sem sjúkdóms- greiningar eru. Mikið hlakka ég til þegar hægt verður að setja inn í reiknilíkani áhættuþátta á www.hjarta.is hjartasár fólks, niðurlægingu og vonbrigði, þá væri kannski mark á takandi. Í ljósi tengsla áfalla og veikinda ættum við að leggja af gamaldags viðhorf um sekt og sjúkdóma. Í samræmi við heimsýn okkar um himin og helvíti hefur heilbrigðis- vísindum fyrri ára tekist að leiða almenningi fyrir sjónir að sjúk- dómar og heilsubrestir séu refs- ing fyrir syndsamlegt líferni. Við boðum að með líferni sem lág- markar áhættuþætti sjúkdóma fleytum við lífinu í átt að ódauð- leikanum. En það er ekki sann- gjarn boðskapur? Sérgrein heimilislækninga er eitt af mörgu sem stórveldinu Bretlandi hefur tekist að miðla heimsbyggðinni. Tveir hópar lækna með sömu grunn menntun eru þar grundvöllur heilbrigðis- kerfisins, annar hópurinn tekur að sér þjónustu við ákveðinn hóp fólks en hinn hópurinn tekur að sér sérhæfða þjónustu við sjúkdómaflokka. Þessar tvær nálganir læknisþjónustu bæta hvor aðra upp og getur hvorug án hinnar verið. Sérgreinalæknar og háskólasamfélagið hafa byggt upp stórkostlega þekkingu á sjúk- dómum, tilurð þeirra, flokkun og meðferð og heimilislæknar og þeirra fræðasamfélag njóta góðs af sambandi sínu við fólk yfir langan tíma. Í vel starfandi heilsugæslu sjáum við sjúkdóma ekki sem stöðugt fyrirbæri heldur fylgjumst með fólki frá því áður en sjúkdómurinn heitir nafni og er varla einkenni, kannski smá brot í sálinni í lífsins ólgusjó. Og við sjáum líka hvernig veikindi verða hluti af lífi fólks og samfé- lags, krefjast síns pláss og hafa áhrif á sögu þeirra sem tengjast fjölskyldu- og tilfinninga böndum. Við fáum jafnvel stundum að fylgjast með samhengi milli kynslóða. Heyrum af langömmu sem leitaði gæfunnar á mölinni, sveitarómagi með króga upp á arminn. Síðar hvernig von- brigði og vonleysi kenndi dóttur hennar æðruleysi sem jaðrar við tómlæti gagnvart lífinu. Við fylgjumst árum saman með þessari lítillátu fjölskyldu, þar sem fæstir hafa framfæri sitt af vinnu, langömmubörnin sem fá sjúkdómsgreiningar nútímans og meðhöndlun við eirðarleysi í skólanum, en foreldrarnir fá greiningar á æðasjúkdómum, sem venjulega kallast ellimörk, fyrir fertugt svo tekið sé dæmi úr mínu „samlagi“. Ég var nefnilega svo lánsöm að taka við samlagi. Hóp fólks sem var tengt sínum lækni. Frá lækni sem hafði byggt upp traust og tengsl við sinn hóp og var að auki í samfélagi samstarfsfólks á sinni heilsugæslu. Svona tengsl sem gera það mögulegt að kynnast fólkinu sínu þannig að þegar áföll og veikindin gera vart við sig geta læknir og skjól stæðingur velt fyrir sér ástæðum og þýðingu veikindanna með tengingu í lífs- hlaup viðkomandi auk þess að koma á samstarfi um greiningu og meðferð, gefið veikindum meiningu í lífinu. Tengsl fólks við sinn heimilislækni verður sumpart ekki metið til fjár, en þó hefur verið reiknað út að heil- brigðiskerfi sem byggir á heilsu- gæslu og heimilis lækningum gefur betri árangur og borgar sig fjárhagslega til framtíðar. Ég á mér þann draum að hver einasti Íslendingur geti í fram- tíðinni sagt hver hans heimilis- læknir sé. Heimild: Heath, I. (2011). Divi- ded we fall. Royal College of Phy- sicians, 18. oktober 2011, sótt 4. desember 2011 af http://www. rcplondon.ac.uk/sites/default/ files/harveian-oration-2011-web- navigable.pdf Hugleiðing heimilislæknis Stjórnmál Hilmar Oddsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands Heilsa Salóme Ásta Arnardóttir heimilislæknir Samfélagsmál Guðmundur G. Kristinsson sölu- og markaðsstjóri Við sjáum þriðju kynslóð stjórnmála- manna ætla að leiða okkar samfélag, en eru þessir aðilar ekki bara að tryggja sérhagsmuni, sem þeirra fjölskylda hefur byggt upp í kynslóðir?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.