Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 6
29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR6 LANDBÚNAÐUR Íslenskum kart- öflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Nætur frost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Berg- vin Jóhannsson, formaður Sam- bands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gísl- ingu með verðlag hættir sér eng- inn út í þetta,“ segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði.“ Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflu- bændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn,“ segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður.“ Allt útlit er fyrir nokkurn upp- skerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kart- öflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáan- legar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þóru- stöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna,“ segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári.“ Bjarni Jónsson, framkvæmda- stjóri Sambands garðyrkju- bænda, segir greinilegt að kart- öfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta mark- aðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samn- ingar á milli smásölu og fram- leiðanda,“ segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auð- velt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg.“ sunna@frettabladid.is Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn Kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Ná ekki að metta íslenskan markað ef veðurskilyrði bregðast. Þurrkar og nætur- frost hafa áhrif á uppskeru í ár. Happdrætti á hverju ári, segir kartöflubóndi. KARTÖFLUUPPSKERA Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. DÓMSMÁL Upplýsingamiðlunin Creditinfo hefur höfðað mál á hendur fjármálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands til að láta reyna á lögmæti þess að innheimt sé gjald fyrir upplýsingar úr Þjóðskrá, til dæmis veðbönd og fasteignamats- upplýsingar. Fyrirtækið gerir um 400 milljóna króna bóta- kröfu vegna ofgreiddra gjalda undanfarin ár. Upphaf málsins má rekja til álits umboðs- manns Alþingis frá því í fyrravor, þegar hann komst að því að ekki hefði verið sýnt fram á að gjaldtakan samræmdist lögum sem segja að hún megi ekki vera umfram kostnaðinn við að taka upplýsingarnar saman. Hann taldi sig þó ekki hafa forsendu til að meta hvort gjaldið hefði verið of hátt. „Þjóðskrá og ríkið hafa kosið að fara ekki eftir áliti umboðsmanns og því ákváðum við að láta reyna á lögmæti gjaldtökunnar fyrir dómi enda óásættanlegt að embætti sem ætlað er að kveða á um lögmæti og hafa eftir lit með stjórnsýslunni sé virt að vett- ugi,“ segir Hákon Stefánsson, framkvæmda- stjóri Creditinfo. „Verði niðurstaða dómsins í samræmi við álit umboðsmanns má búast við því að verð fyrir umræddar upplýsingar lækki umtals- vert,“ segir Hákon, sem telur að dómurinn muni, ef að líkum láti, hafa ríkt fordæmis- gildi í málum sem lúti að gjaldtöku stofnana fyrir upplýsingar.“ - sh SKOTLAND Dómstóll í Glasgow í Skotlandi hefur dæmt Nasserdine Menni, sem aðstoðaði mann fjár- hagslega sem sprengdi sjálfan sig í miðborg Stokkhólms í des- ember 2010, í sjö ára fangelsi. Vitni greindu frá aðstoð Menn- is auk þess sem sjá mátti á yfir- liti bankareikninga að hann hefði millifært jafngildi einnar millj- ónar íslenskra króna yfir á reikn- ing sprengjumannsins, Taimours Abdulwahab. Verjendur sögðu að féð hefði verið ætlað fjölskyldu Mennis í Alsír. Saksóknari sagði að honum hefði átt að vera ljóst að féð kynni að verða notað til hryðju- verka. - ibs Aðstoðaði sprengjumann: Sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverk ÞJÓÐSKRÁ Creditinfo byggir málsókn sína á áliti Umboðsmanns Alþingis frá því í fyrravor. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Framkvæmdastjóri Creditinfo telur Þjóðskrá hafa ofrukkað fyrirtækið fyrir upplýsingar í áraraðir: Creditinfo krefur ríkið um 400 milljónir Telur þú að lækka eigi fast- eignagjöld á Hörpuna? JÁ 45,9% NEI 54,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Ferðast þú með bíl í og úr vinnu eða skóla? Segðu þína skoðun á Vísir.is KJÖRKASSINN MENGUNARMÁL Umhverfisstofnun mældi magn þrávirka efnisins hexaklórbensen í flugeldum og skotkökum níu innflytjenda. Í tveimur sýnishornum reyndist efnið vera yfir leyfilegu magni, en það var í flugeldum frá KR- flugeldum og Alvöru flugeldum. Umhverfisstofnun ákvað að taka sýnin eftir að efnið hafði fundist í flugeldum í nágranna- löndunum og efnið mældist í andrúmslofti á nýársnótt 2011. Leyfileg mörk efnisins miðast við 50 míkrógrömm í kílói (μg/kg). Í sýni Alvöru flugelda mældist mest 210 μg/kg og frá KR-flug- eldum 600 μg/kg. - kóp HCB í flugeldum á Íslandi: Bensen fannst í flugeldum FLUGELDAR Sýni KR-flugelda og Alvöru flugelda reyndust innihalda of mikið magn hexaklórbensens. ÍTALÍA Skattalögreglan á Ítalíu er nú á ferð um smábátahafnir lands- ins til að hafa uppi á skemmtibáta- og snekkjueigendum. Fyrir tíu til tólf metra langan bát þarf nú að greiða 800 evrur í skatt en 4.400 evrur fyrir tuttugu til 24 metra langan bát. Fyrir snekkjur sem eru lengri en 64 metrar þarf að greiða 25.000 evrur. Í frétt Dagens Industri sem vitn- ar í The Economist segir að sumir bátaeigendur séu farnir að leggja í höfnum Korsíku eða Króatíu. Nýi skatturinn er einnig sagður gilda um skemmtibáta sem teknir eru á leigu á Ítalíu. Við bátahöfn skammt frá Róm hefur starfsemi þeirra sem leigja út báta minnkað um fimmtíu prósent. - ibs Nýr skattur á skemmtibáta: Bátaeigendur á flótta frá Ítalíu BELGÍA, AP Michelle Martin, eigin- kona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsis- dómi. Dómstóll sam- þykkti að leyfa henni að ganga í Claresse- klaustrið í Mal- onne og losna þar með úr fangelsinu. Hún var á sínum tíma talin sam- sek eiginmanni sínum, alræmdasta glæpamanni landsins. Meðal ann- ars hafi hún borið ábyrgð á því að tvö börn sultu til bana. Dómstóllinn hafnaði mótmælum frá ættingjum fórnarlamba þeirra hjóna. Ekki er vitað hvenær Mart- in fer í klaustrið. - gb Eiginkona barnamorðingja: Laus úr fangelsi en fer í klaustur MARC DUTROUX Ná ekki tökum á eldinum Eldur logaði enn í stærstu olíu- hreinsistöð Venesúela í gærkvöld. Eldsvoðinn hefur þegar kostað 48 manns lífið og hefur Hugo Chaves, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. VENESÚELA Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. BJARNI JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMBANDS GARÐYRKJUBÆNDA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.