Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 10
29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR10
til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt?
INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur
hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess.
ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir
40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og
hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum.
Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00
Innifalið er mappa með
uppskriftum og fróðleik.
Verð: 4.900 kr. Nánari
upplýsingar og skráning í síma
8995020 eða á inga@inga.is
www.heilsuhusid.is
FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR:
• Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn
• Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu
• Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað
við sykurþörf og þreytuköstNý
námskeið
að byrja
eftir
sumarfrí!
BANDARÍKIN, AP Hitabeltisstormur-
inn Ísak var síðdegis í gær orðinn
að fellibyl og stefndi að norður-
strönd Mexíkóflóa, þar sem hann
ógnaði íbúum í Louisiana og
þremur öðrum ríkjum.
Veðurhamurinn hafði þá þegar
kostað tugi manna lífið á Haítí
og í Dóminíkanska lýðveldinu,
ásamt því að gera mikinn usla á
Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir
Karíba hafið.
Nákvæmlega sjö ár eru liðin í
dag frá því fellibylurinn Katrína
skall á Louisiana og lagði meðal
annars heilu hverfin
í New Orleans í rúst.
Katrína kostaði hátt í
tvö þúsund manns lífið
og varð þar með einn
af fimm mannskæðustu
fellibyljum í sögu Banda-
ríkjanna.
Ekki var búist við
að Ísak ylli nærri jafn
miklu tjóni og Katarína,
enda engan veginn jafn
öflugur. Vindstyrkurinn
í Katrínu náði allt að 78
metrum á sekúndu, en Ísak var
í gær farinn að nálgast um eða
yfir 40 metra á sekúndu – vind-
styrk sem Íslendingum er ekki
ókunnugur.
Það var einkum flóða hættan
sem olli Bandaríkjamönnum
áhyggjum, enda fylgdi veðrinu
úrhellisrigning. Víða var unnið
hörðum höndum að því að styrkja
flóðvarnargarða, auk þess sem
íbúum var ráðlagt að yfirgefa
mestu hættusvæðin og leita skjóls
í þar til ætluðum neyðarskýlum.
„Nú er ekki tími til að storka
örlögunum,“ sagði Barack Obama
Bandaríkjaforseti í sjónvarps-
ávarpi í gær, þar sem hann hvatti
íbúa til að fara að ráðleggingum
stjórnvalda: „Þið verðið að taka
þetta alvarlega.“
George W. Bush, forveri Obama
í embætti, var sakaður um að hafa
ekki staðið sig nógu vel árið 2005
þegar Katrína hamaðist á New
Orleans. Björgunarstarf virtist
illa skipulagt og uppbygging gekk
hægt fyrir sig.
Félagar Bush í Repúblikana-
flokknum fengu hins vegar að
kenna á Ísak strax í
gær, þar sem þeir sátu
á landsþingi flokksins í
borginni Tampa á vest-
anverðum Flórídaskaga.
Stytta þurfti lands-
þingið um einn dag, úr
fjórum í þrjá, og svo
virtist fréttaflutning-
ur af fellibylnum ætla
að kaffæra að stórum
hluta fréttir af þinginu,
sem er einn stærsti við-
burðurinn í aðdraganda
forsetakosninganna í nóvember,
þar sem flokksfélagar hafa meðal
annars formlega samþykkt að Mitt
Romney verði forsetaefni þeirra
gegn Obama.
Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak,
er bændum og öðrum ræktendum
í suðurríkjum Bandaríkjanna
hins vegar fagnaðarefni, enda
hafa miklir þurrkar eyðilagt upp-
skeru víða þar í sumar. Hugsan-
lega kemur þessi úrkoma samt of
seint og sumir óttast að hún verði
það mikil, að hún geri hreinlega
illt verra. gudsteinn@frettabladid.is
Ísak herjar
á Bandaríkin
Íbúar í Louisiana og víðar í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna bjuggu sig í gærkvöldi undir átök við felli-
bylinn Ísak. Í dag eru rétt sjö ár frá því fellibylurinn
Katrína lagði heilu hverfin í New Orleans í rúst.
LOUISIANA Í GÆRKVÖLD Fellibylurinn Ísak nálgaðist ströndina í gærkvöldi en ekki var
búist við því að hann ylli jafnmiklu tjóni og fellibylurinn Katrína sem varð hátt í tvö
þúsund manns að bana fyrir sjö árum. NORDICPHOTOS/GETTY
ÍÞRÓTTIR Fyrsta almennings-
hlaupið sem efnt er til í Grímsey
verður ræst hinn 8. september.
Hlaupið verður kallað Norður-
heimskautsbaugshlaup TVG-
Zimsen. Aldrei hefur verið
hlaupið norðar á Íslandi.
Tvær vegalengdir verða í
boði en hægt er að hlaupa annað
hvort 12 kílómetra eða 24 kíló-
metra. Drykkjarstöðvar verða
við hlaupaleiðina en ræst verður
frá félagsheimilinu í eyjunni.
Þátttaka í hlaupinu er ókeypis.
- bþh
Hlaupið við heimskautsbaug:
Keppt í fyrsta
sinn í Grímsey
ESB Ísland leggur mikla áherslu á að
sambandið við Færeyjar sé varðveitt
þrátt fyrir að til ESB-aðildar komi.
Þetta er meðal þess sem kemur fram
í samningsafstöðu Íslands varðandi
utanríkistengsl, en samningsafstaða
varðandi þann málaflokk annars
vegar og um tollabandalag hins
vegar var opinberuð í gær.
Í afstöðunni um utanríkistengsl
er tíundað hið nána samband milli
Íslands og Færeyja sem endur-
speglast í Hoyvíkur-samningnum
svonefnda, en það er víðtækasti
fríverslunarsamningur sem Ísland
hefur gert.
Einnig eru settar fram kröfur
um að sem minnst röskun verði á
innflutningi á aðföngum til orku-
freks iðnaðar, hráefnis til fisk-
vinnslu og aðfanga til fiskvinnslu
og fiskeldis.
Þá er gerður fyrirvari um mikil-
vægi tollaverndar fyrir innlendan
landbúnað, en það mun tengjast
samningaviðræðum um landbún-
aðarmál.
Með þessu hefur Ísland lagt
fram samningsafstöðu í 24 samn-
ingsköflum, en alls eru kaflarnir
33. Viðræður eru hafnar í átján
köflum og er þegar lokið í tíu.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neyti segir að búist sé við því að
viðræður hefist í umræddum mála-
flokkum fyrir áramót. - þj
Samningsafstaða birt í tveimur málaflokkum ESB-viðræðnanna:
Áhersla á sambandið við Færeyjar
VIÐ SAMNINGSBORÐIÐ Íslensk
stjórnvöld hafa kynnt afstöðu Íslands í
tveimur málaflokkum til viðbótar.
1. Hvað fer hátt hlutfall af tekjum
Hörpu í fasteignagjöld?
2. Hverjir voru foreldrar lista-
konunnar Temmu Bell?
3. Hvað heitir forsætisráðherra
Danmerkur?
SVÖR:
1. Helmingurinn. 2. Louisa Matthíasdóttir
og Leland Bell. 3. Helle Torning-Schmidt.
VEISTU SVARIÐ?
Nú er ekki
tími til að
storka örlög-
unum.
BARACK OBAMA
FORSETI
BANDARÍKJANNA