Fréttablaðið - 29.08.2012, Blaðsíða 12
12 29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR
F
réttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar
fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá
ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar
dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum
undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var
ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórð-
ungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika.
Oft fylgja ofbeldinu grófar hótanir og eignaspjöll. Iðulega verða börn
vitni að ofbeldinu. „Oft eru það
börnin sjálf sem þurfa að hringja.
Þetta getur verið andlegt ofbeldi,
öskur og hótanir. Því miður eru
þarna líka dæmi um að heimilið
er rústir einar, börnin í áfalli og
kannski móðir sem þarf að flytja
á slysadeild,“ segir Ragna Björg
Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi
á Barnaverndarstofu. Hún hefur umsjón með tilraunaverkefni sem
snýst um að veita börnum sem verða vitni að heimilisofbeldi sálgæzlu.
Heimilisofbeldi er þjóðfélagsböl og hefur verið alltof lengi. Að
stórum hluta er það kynbundið ofbeldi, þar sem karlar neyta aflsmunar
og yfirburðastöðu gagnvart konum. Lengi vel var litið á slíkt sem nokk-
urs konar einkamál, sem lögreglan eða dómskerfið ætti ekki að skipta
sér of mikið af. Það viðhorf hefur sem betur fer breytzt og lagaúrræði
til að stöðva ofbeldið og koma lögum yfir gerendurna hafa verið styrkt.
Mikið vantar þó upp á að þolendunum sé sinnt sem skyldi og gerend-
unum hjálpað að finna aðrar leiðir en ofbeldi til að leysa úr ágreiningi.
Í nokkur ár hefur verið starfrækt meðferð fyrir ofbeldismenn
undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Í síðustu viku var sagt frá góðum
árangri þess verkefnis; flestir karlar sem gangast undir meðferðina
hætta ofbeldinu strax við upphaf hennar. Þeir vilja líka sjálfir leita
sér hjálpar; hina sem réttlæta það fyrir sjálfum sér að það megi berja
konur sjá sálfræðingarnir ekki, sagði Einar Gylfi Jónsson, annar
umsjónarmaður meðferðarinnar, hér í blaðinu.
Þetta meðferðarúrræði hefur hins vegar frá upphafi verið fjársvelt.
Það takmarkast til dæmis að mestu leyti við höfuðborgarsvæðið þótt
auðvitað sé vandamálið að finna um allt land. Í ársskýrslu verkefnisins
segir að nauðsynlegt sé að þróa verkefnið áfram og „auka þjónustu
við landsbyggðina, auka þjónustu við nýbúa og bjóða konum sem beita
ofbeldi á heimili upp á meðferð.“
Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu, sem er rekið í samstarfi við
barnaverndarnefndir og lögregluna, lýkur um áramót að óbreyttu.
Ragna Guðbrandsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að
reynslan af verkefninu væri hins vegar góð. Ofbeldið á heimilinu hætti
þannig yfirleitt. „Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin
sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau,
að þá hugsi fólk sinn gang,“ segir hún.
Það væri auðvitað æskilegast að við gætum útrýmt heimilisofbeld-
inu og upprætt þau viðhorf og hugsunarhátt sem liggja að baki því.
Það verður ekki gert á einum degi. Þótt verkefnin tvö sem hér voru
nefnd snúi ekki sízt að afleiðingum ofbeldisins sýnir reynslan líka að
þau hafa fyrirbyggjandi áhrif til framtíðar. Það á þess vegna að efla
þessa þjónustu og festa hana í sessi.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar
hans eru mjög áþekkar og jafnan þar
að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er
að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum
við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja
Stjórnarráðsins en andvígt utandyra.
Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann
nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu „utan
veggja Stjórnarráðsins og lýstu því
yfir að rétt væri að endurmeta umsókn
Íslands vegna óróa í peningamálum á
evru svæðinu. Um leið ítrekuðu þeir and-
stöðu sína við aðild og upptöku evru.
Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórn-
arflokkanna í sama máli. Annaðhvort
eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi
innan veggja Stjórnarráðsins eða stand-
andi utan þeirra.“
Ekki er þetta nú svo. Á fundi ríkis-
stjórnarinnar 13. júlí sl. komu samnings-
markmið Íslands í peningamálum til
umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir
þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Páls-
sonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir
trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er
að þrír fyrirvarar komu fram á þessum
fundum: Varðandi afnám gjaldeyris-
hafta; varðandi inngöngu í ERM II gjald-
eyrissamstarfið og varðandi upptöku
evru.
Sá sem ekki vill ganga í ESB er varla
áhugasamur um upptöku evru og hélt ég
að Þorsteini Pálssyni væri kunnugt um
afdráttarlausa afstöðu VG í þeim efnum.
VG gerði fyrirvara um málið í heild
sinni og hefur frá upphafi haldið því
opnu að endurskoða málið ef aðstæður
breyttust. Það hafa þær svo sannarlega
gert.
Samfylkingin hafnaði því í aðdrag-
anda stjórnarmyndunar að spyrja
þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild.
En réttur þjóðarinnar verður ekki af
henni tekinn endalaust, ekki síst þegar
aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að
draga viðræður á langinn þar til ESB og
sambandssinnar hér á landi finna heppi-
legri tímapunkt en nú er í augsýn til að
ljúka málinu.
Samkvæmt skoðanakönnunum er yfir-
gnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur
því að ganga í ESB. Það er ekkert undar-
legt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á
þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún
vilji inn í eldhafið.
Það verður að gerast áður en þetta
kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil.
ESB og lýðræðisrétturinn
ESB-aðild
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
Mest selda bókin á Íslandi 2012
Heilsuréttir fjölskyldunnar
3.
PRENTU
N
KOMIN Í
VERSLA
NIR!
bokafelagid.is
Blessaðir lýðskrumararnir
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, er ósáttur við lýðskrumara,
enda skiljanlegt. Í samtali við Útvegs-
blaðið segir hann þá hafa gaman
af því að fara á þing og blaðra um
hvorki eitt né neitt. „Þetta á líka við
um blaða- og fréttamenn og
fleiri.“ Ástæða þessara orða
Guðmundar er sú að honum
sárnar að búið sé að rugla
þjóðina með umræðu um
eignarhaldið á kvótanum og fisk-
inum í sjónum. „Þó útgerðar-
fyrirtæki eigi kvóta, á það
ekki fiskinn í sjónum,
frekar en nokkur annar.“
Bitamunur en ekki fjár
Nú er það vissulega satt og rétt hjá
Guðmundi að enginn á fiskinn í
sjónum, frekar en regndropa him-
insins. Hann er hins vegar auðlind og
ef Guðmundur fer og veiðir fiskinn
getur hann selt hann á markaði.
Undirritaður yrði hins vegar
kærður fyrir brot á afla-
reglum. Einhver mundi segja
að í því væri fólgið
einhvers konar
eignarhald.
Eitthvað að á Vestfjörðum
Ungt og framtakssamt fólk í Sam-
fylkingunni hyggst nú stofna félag
ungra jafnaðarmanna á Vestfjörðum.
Flóki skal það heita og á að vinna
gegn draugasögum um „hina vondu
jafnaðarmenn sem vilja leggja
svæðið í eyði og skilja ekkert eftir
nema sumarhús,“ eins og segir í
tilkynningu. Í ljósi þess markmiðs
má segja að það sé óheppilegt að
stofnfundinn á að halda í Reykja-
vík, kannski vegna þess að ungir
jafnaðarmenn eru þar um vetur
og fyrir vestan á sumrin?
kolbeinn@frettabladid.is
Heimilisofbeldi er ömurlegt þjóðfélagsböl:
Þolendum og
gerendum hjálpað