Fréttablaðið - 29.08.2012, Side 16
| 2 29. ágúst 2012 | miðvikudagur
Fróðleiksmolinn
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
Miðvikudagur 29. ágúst
➜ Gögn tengd áramótastöðu íbúða
og sumarhúsa
➜ Vísitala neysluverðs í ágúst 2012
Fimmtudagur 30. ágúst
➜ Nýskráningar og gjaldþrot í júlí
2012
➜ Vísitala framleiðsluverðs í júlí
2012
➜ Norræna Öryggisráðstefnan í
Hörpu
Föstudagur 31. ágúst
➜ Vöruskipti við útlönd janúar-júlí
2012
Mánudagur 3. september
➜ Greiðslujöfnuður – hagtölur SÍ
➜ Erlend staða þjóðarbúsins –
hagtölur SÍ
➜ Erlendar skuldir – hagtölur SÍ
Þriðjudagur 4. september
➜ Gjaldeyrismarkaður – hagtölur SÍ
➜ Krónumarkaður – hagtölur SÍ
➜ Raungengi – hagtölur SÍ
Miðvikudagur 5. september
➜ Fasteignamarkaðurinn eftir
landshlutum
➜ Gistinætur og gestakomur á
hótelum í júlí 2012
➜ Vöruskipti við útlönd
➜ Lífeyrissjóðir – hagtölur SÍ
Föstudagur 7. september
➜ Nýjar upplýsingar frá Þjóðskrá
Íslands
➜ Landsframleiðsla 2011, endur-
skoðun
➜ Vísitala launa á 2. ársfj. 2012
➜ Landsframleiðsla á 2. ársf. 2012
➜ Efnahagur Seðlabankans –
hagtölur SÍ
➜ Úboð ríkisbréfa
dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
39
19
0
3
/2
01
1
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ECONOMY COMFORT
Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða,
rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.
Inter Hospita l ity Holding,
dóttur félag sænska húsgagna-
framleiðandans Ikea sem stað-
sett er í Liecthenstein, verður
mögulega á meðal eigenda hót-
elsins sem fyrirhugað er að rísi
við hlið Hörpu, samkvæmt heim-
ildum Markaðarins. Félagið er
í samstarfi við World Leisure
Investment, sem keypti bygg-
ingarréttinn á lóðinni við hlið
Hörpu, um að fjárfesta í 100 hót-
elum víðs vegar um Evrópu. Ein
þeirra borga sem koma til greina
er Reykjavík.
Pétur J. Eiríksson, stjórnarfor-
maður Portusar, segist geta stað-
fest að Inter Hospitality Holding,
dótturfélag Inter Ikea Holding,
sé í samstarfi við World Leisure
í þessu verkefni. „Ég get hins
vegar ekki staðfest að þeir verði
inni í verkefninu í Reykjavík,“
segir Pétur.
Spurður hvort Íslendingar
séu á meðal eigenda World Leis-
ure segir Pétur svo ekki vera,
að minnsta kosti ekki enn sem
komið er.
Sumarið 2011 var opnað fyrir
tilboð í lóð undir hótel við hlið
Hörpu. Þá bárust sex tilboð og
var tveimur fyrirtækjum, sem
áttu hæstu tilboðin, boðið í
frekari viðræður. Í fyrrahaust
var síðan samið við svissneska
félagið World Leisure Invest-
ment, sem hafði boðið 1,8 millj-
arða króna í byggingarréttinn,
um að byggja hótelið. Öll fram-
kvæmdin átti síðan að kosta um
átta milljarða króna.
Lítið er vitað um World Leisure
annað en að það er vett vangur
þar sem fjölmargir fjárfestar
leggja sameiginlega fram fé til
fjárfestinga í hótel- eða ferða-
iðnaði. Samkvæmt upplýsingum
Markaðarins eru efnaðir einstak-
lingar frá Bandaríkjunum, Bret-
landi og Persaflóa á meðal þeirra
sem leggja fé inn í félagið. Þeir
fjárfestar sem standa að World
Leisure nýta vettvanginn til
að finna fjárfestingatækifæri,
annast skipulag framkvæmd-
arinnar og til að sinna annarri
þróunar vinnu. Í kjölfarið skipta
þeir fjárfestingunum á milli sín
og fá oft á tíðum inn aðra sam-
starfsaðila. Í þessu verkefni
hefur samstarfsaðili World Leis-
ure verið Marriot-hótelkeðjan.
Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið
frá því að samið var við World
Leisure hefur enn ekki verið
gengið formlega frá samningum
við félagið. Opinbera skýringin
er sú að í raun sé búið að klára
alla þá vinnu, en að undirrit-
un samninga klárist ekki vegna
ýmissa tæknilegra aðstæðna.
Heimildir Markaðarins herma
að ástæða tafanna sé innkoma
Inter Hospitality Holding, dóttur-
félags Ikea, inn í samstarfið. Í
kjölfar þess að það gerðist var
ráðist í að stofna nýtt félag utan
um ýmsar fjárfestingar í Evrópu
með nýja samstarfsaðilanum og
Marriot-hótelkeðjunni, enda lýsti
Ikea því yfir fyrr í ágústmánuði
að það væri stefna sam stæðunnar
að byggja yfir 100 hótel í Evrópu
á næstu árum. Alls áætlar Ikea
að setja um 150 milljarða króna
í þetta verkefni. Ódýrt á að vera
að gista á þessum hótelum og
stefnt er að því að þau verði öll
miðsvæðis í helstu borgum Evr-
ópu. Ikea ætlar ekki að reka hót-
elin sjálf og þau verða ekki rekin
undir nafni sænska húsgagna-
framleiðandans.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins var það stór steinn í götu
framgangs verkefnisins við hlið
Hörpu að Ísland er ekki á lista
yfir lönd sem Ikea heimilar fé-
lögum í sinni eigu að fjárfesta
í. Vegna þessa hefur enn ekki
verið ákveðið hvort Ikea taki
þátt í Hörpuhótelinu.
Ikea gæti komið að
hóteli við Hörpu
Dótturfélag Ikea er í samstarfi við World Leisure Investment, sem á byggingarrétt-
inn að hóteli við hlið Hörpu, um að byggja 100 hótel í Evrópu. Eitt þeirra gæti risið
á Íslandi ef Ikea leyfir dótturfélaginu að fjárfesta hérlendis.
HARPA Hótelið sem um ræðir á aö rísa við hlið Hörpu. Bygging hótelsins er talin forsenda
þess að ráðstefnuhluti Hörpunnar geti skilað viðunandi tekjum til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HÓTEL LYKILL AÐ RÁÐSTEFNUTEKJUM
FERÐAÞJÓNUSTA
Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is
Í REKSTRARÁÆTLUN fyrir Hörpu sem lögð var fram í febrúar 2011 voru
forsvarsmenn rekstrarins afar bjartsýnir á ráðstefnuhald sem tekjuleið, þrátt
fyrir að hótel væri ekki risið við hlið hússins á fyrstu árum starfsemi þess.
Þar segir meðal annars að „fyrstu árin mun Harpa ekki vera með hótel, sem
takmarkar möguleika hússins að vinna markaðshlutdeild þó að það séu
hótel í nágrenninu. Hér verður því gert ráð fyrir að Harpa nái 45% markaðs-
hlutdeild árið 2012 eða rúmlega 52 þúsund manns. Gert er ráð fyrir að
markaðshlutdeild Hörpu aukist úr 45% í 52% á þremur árum um leið og
markaðurinn stækkar vegna fjölgunar ferðamanna og þar sem ráðstefnum
vegna fagfélaga fjölgar […] Reiknað er með að hótelið verði komið í notkun
síðla árs 2013.“ Í dag er talið að hótelið muni taka til starfa á árinu 2015.
Vert er að taka fram að samkvæmt áætluninni átti ráðstefnuhald að skila
Hörpu 216,4 milljónum króna í tekjur á þessu ári. Í úttekt KPMG á stjórnun
og rekstri Hörpu, sem gerð var nýverið, er áætlað að tekjurnar verði hins
vegar 130,7 milljónir króna, eða 85,7 milljónum minna en lagt var upp með.
Lengst af var atvinnuleysi á Íslandi hærra meðal kvenna en karla en við hrun
íslensku bankanna snerist dæmið við. Atvinnuleysi meðal kvenna fór mest
upp í 8 % en var um tíma vel yfir 10% hjá körlum.
Það er einnig forvitnilegt að frá hruni hafa sveiflur í atvinnuleysi verið mun
meiri meðal karla en kvenna. Þekkt er að atvinnuleysi er almennt lægra á
sumrin, en sú árstíðabundna sveifla kemur mun skýrar fram hjá körlum, eins
og sjá má á myndritinu hér að ofan.
Atvinnuleysi karla og kvenna frá aldamótum
2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012
10
8
6
4
2
0
■ Karlar
■ Konur
HTTP://DATA.IS/U8HRRI
%
Konur virðast hins vegar líklegri en karlmenn til að vera í hlutastarfi.
Þriðjungur starfandi kvenna var í hlutastarfi í júlí 2012 en einungis áttundi
hver karlmaður.
Starfandi karlmenn
eftir starfshlutfalli
STARFANDI Í
FULLU STARFI
12,35%
87,65%
HTTP://DATA.IS/U8NHCV
STARFANDI Í
HLUTASTARFI
Starfandi konur
eftir starfshlutfalli
STARFANDI Í
FULLU STARFI
STARFANDI Í
HLUTASTARFI
65,78%
34,22%
HTTP://DATA.IS/U8NMWZ
Starfandi eftir kyni og starfshlutfalli