Fréttablaðið - 29.08.2012, Page 18

Fréttablaðið - 29.08.2012, Page 18
 | 4 29. ágúst 2012 | miðvikudagur Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Banda- ríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forseta- kosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót. Dalurinn var skiptanlegur í til- tekið magn gulls til ársins 1971 þótt hann hafi ekki verið á eigin- legum gullfæti síðan á 19. öld. Ekkert ríki í heiminum tengir gjaldmiðill sinn gulli í dag en gull- fótur er almennt talinn skað legur fyrir hagvöxt og stöðugleika. Í drögum að stefnuskrá Repú- blikanaflokksins, sem verður samþykkt á landsfundi flokksins sem hófst á mánudag, er einnig kallað eftir því að þingið hafi eftirlit með peningamálastefnu bandaríska Seðlabankans. Síðustu áratugi hefur seðlabankinn verið sjálfstæður frá afskiptum stjórn- málamanna þótt forseti Banda- ríkjanna skipi yfirmenn bankans sem þingið þarf jafnframt að sam- þykkja. - mþl Repúblikanar vilja breyta peningastefnu Bandaríkjanna: Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn MITT ROMNEY Forsetaframbjóðandi repúblikana. Reykjanesbær hefur greitt upp öll erlend lán og allar skammtímaskuldir bæjarsjóðs með sölu á svokölluðu Magma-skuldabréfi á 6,3 milljarða króna. Bréfið féll í hlut bæjarins við söluna á hlut í HS Orku til Geysis Green Energy á sínum tíma. Kaupandi skuldabréfsins er fjárfestinga- sjóðurinn ORK, sem er rekinn af rekstrar- félaginu Virðingu, en margir lífeyrissjóðir eru meðal helstu eigenda og viðskiptavina Virðingar. Kaupverðið var 6,3 milljarðar, sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, segir að sé í samræmi við bókfært virði skuldabréfsins. ORK hefur þegar greitt bæjarsjóði 3,5 milljarða króna í peningum og 500 milljónir í markaðsskuldabréfum, en eftirstöðvarnar verða gerðar upp eftir fimm ár, þegar Al- terra, áður Magma, gerir bréfið upp. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að kaupverðinu verði varið til upp- greiðslu skulda. 800 milljónir fara í að greiða upp erlent lán bæjarins við þýska bankann Depfa, 870 milljónir fara í rekstur Reykjaneshafnar, sem hefur staðið höllum fæti um árabil, 700 milljónir fara í að ganga frá uppgjöri vegna endurskipulagningar á Eignar haldsfélaginu Fasteign og 840 millj- ónir fara í að greiða fjármagnstekjuskatt sem var útistandandi vegna sölunnar á hlutnum í HS Orku. Þar að auki verða greidd upp öll skamm- tímalán við bankastofnanir og skammtíma- skuldir bæjarins. „Þetta er mikið ánægjuefni þar sem við erum að greiða allar bankaskuldir bæjar- sjóðs og útistandandi reikninga sem er mjög jákvætt,“ segir Árni í samtali við Markaðinn. Hann bætir því við að með ofan- greindu og sölu á 15% hlut bæjarins í HS Veitum fyrir um 1,3 milljarða, muni bærinn lækka skuldir og skuldbindingar sínar um átta milljarða á þessu ári. Reykjanesbær er í ábyrgðum fyrir skuldir Reykjaneshafnar sem námu um 5,7 millj- örðum króna í lok síðasta árs. 557 milljóna tap varð á rekstri hafnarinnar á síðasta ári. Við endurskipulagningu skulda hafn- arinnar í fyrra skuldbatt bærinn sig til þess að ef kæmi til sölu á Magma-bréfinu myndi fjórðungur af útborgun renna til hafnarinnar í formi víkjandi láns, eins og nú verður gert. Árni segir að engar skuldbindingar hafi hins vegar fylgt kaupunum á skuldabréfinu. Í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2011 kemur fram að beinar skuldir bæj- arsjóðs hafi verið 25,8 milljarðar í árs- lok, en heildarskuldir samstæðunnar, þar sem Reykjaneshöfn fellur undir, voru 41,2 milljarðar. Í samantekt bæjarins frá vori 2011 eru tíundaðar seljanlegar eignir A-hluta bæjar- sjóðs. Þar voru, fyrir utan Magma-bréfið og 2,5 milljarða króna innistæðu í Lands- bankanum, hlutur í HS veitum, bókfærður á 6,5 milljarða, og land og auðlindir á Reykja- nesi sem höfðu verið boðin ríkissjóði á 1,8 milljarða. - þj Reykjanesbær selur Magma- skuldabréf fyrir 6,3 milljarða Andvirðið af sölu Reykjanesbæjar á Magma-skuldabréfinu fer í að greiða niður skuldir bæjarins og bæta stöðu Reykjaneshafnar. Um fimm milljarðar króna staðgreiddir. Vodafone hagnaðist um 206 millj- ónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 150 milljónir króna á milli ára. Hagnaður félagsins fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var tæplega 1,4 millj- arðar króna sem er um fimmtungi meira en Vodafone hagnaðist um á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur Vodafone jukust um fimm prósent á milli ára og voru um 6,5 milljarðar króna. Aukningin var mest í sjónvarps- þjónustu þar sem hún nam 19 prósentum. Að sama skapi jókst rekstrarkostnaður um fimm pró- sent. Vodafone var með 29,3 prósenta markaðshlutdeild á farsímamark- aði í fyrra. Félagið stefnir að því að verða skráð í Kauphöll Íslands á fjórða ársfjórðungi 2012. - þsj Mikil aukning í tekjum af sjónvarpsþjónustu: Vodafone hagnast um 206 milljónir MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjár- hlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 pró- sent en eigið fé hans er 5,2 millj- arðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjár- aukning verði skoðuð. „ Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjár- grunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé.“ Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í nú- verandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hlut- höfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjár- festa sem eru ekki í hluthafa- hópnum í dag.“ Þegar nýir hluthafar, undir for- ystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfir- lýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sig- urður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna sam- kvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur við snúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- tölur milli ára eru þó ekki saman- burðarhæfar, enda tóku nýir eig- endur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verð- tryggðum bréfum um 7,5 millj- arða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðs- innlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bank- ans jukust úr því að vera nei- kvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af út lánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í til- kynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niður færslu vegna einnar tiltek- innar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum sam- fara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bank- ans um 17 milljónum króna betri“. MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni MP banki hagnaðist um 119 milljónir króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Eignir bankans hafa vaxið mjög hratt og eiginfjárgrunnur dugar ekki lengur. Forstjóri bankans segir hlutafjáraukningu líklega. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Stóru bankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, munu birta hálfsársuppgjör sín í lok þessarar viku. Landsbankinn og Íslandsbanki á fimmtudag en Arion banki á föstudag. Samanlagt högnuðust þeir um 17,8 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2012. Íslenska ríkið er stærsti eigandi Landsbankans og á hlut í báðum hinum. MP banki er því eini banki landsins sem er að fullu í eigu einkaaðila. Stærsti eigandi hans er Títan B ehf., eignarhaldsfélag í eigu Skúla Mogensen, með 17,3 prósenta hlut. AÐRIR BANKAR BIRTA Í LOK VIKUNNAR FORSTJÓRI Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.