Fréttablaðið - 29.08.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.08.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2012 Hlaupaíþróttin er ein vin-sælasta íþróttin hér lendis og hefur verið í mörg ár. Fjöldi Íslendinga stundar hlaup, ýmist einir eða í skipulögðum hlaupahópum. Það kostar ekki mikla fjármuni að stunda hlaup utan þess að fjárfesta þarf í bæri- legum hlaupaskóm. Margir ný- liðar fara þó of geyst af stað þegar þeir byrja að stunda hlaup og hætta jafnvel fyrir vikið. Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræð ingur og hlaupaþjálfari, segir mikil- vægt fyrir byrjendur að meta eigin stöðu og getu í upphafi í stað þess að fara of geyst af stað. „ Stundum er í góðu lagi að byrja á því að ganga ef menn eru ekki í of góðu formi. Gott er að blanda saman léttum hlaupum og göngu í upp- hafi í því hlutfalli sem hver og einn treystir sér til. Flestir ættu að ráða við hlaup og labb í 20-30 mínútur til að byrja með.“ Hann mælir einnig með því að sama leiðin sé farin að minnsta kosti einu sinni í viku svo hægt sé að fylgjast með framförum. Góðir skór skipta máli Eitt mikilvægasta atriði sem þarf að hafa í huga er að vera í góðum skóm. „Slæmir skór geta hreinlega valdið meiðslum og því er nauðsyn- legt að vera í góðum skóm. Þeir sem eru að hefja hlaup ættu líka að vera óhræddir við að leita aðstoðar hjá starfsmönnum verslana því ekki er sama hvaða skór eru valdir. Kári Steinn hleypur til dæmis í mjög léttum skóm sem henta ekki endi- lega byrjendum á miðjum aldri svo dæmi sé tekið.“ Hægt er að hlaupa úti nær allt árið hérlendis og þá þarf að hlaupa í viðeigandi fatnaði. Gunnar Páll hefur þjálfað hlaupa- hópa yfir veturinn og segir nóg að vera í léttum fatnaði sem tekur vindinn vel. Undir honum er gott að klæðast hlýjum fatnaði og hafa húfu og vettlinga. Hlaupahópar veita aðhald Margir nýliðar kjósa að hlaupa með hlaupahópum. Gunnar segir það auðvitað einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum en slíkir hópar séu góðir til að veita stuðning og aðhald í upphafi. „Í mörgum tilfellum er aðhaldið lykillinn. Ég hef þjálfað hlaupa- hópa með einstaklingum sem voru alltaf að byrja og hætta en fundu sér farveg í slíkum hópum. Það eru fjölmargir hlaupa hópar starfandi á höfuðborgar svæðinu og um allt land. Flestir ættu að geta fundið hóp nálægt heimili sínu eða vinnustað. Ég hvet ný- liða til að skoða vel þann mögu- leika að hlaupa með hlaupahópi í upphafi.“ Algengustu mistökin Gunnar segir algeng mistök hjá nýliðum að taka of vel á öllum æfingum þannig að allar æfingar séu erfiðar. „Margir fara of geyst af stað og ætla sér of mikið á skömmum tíma. Það þýðir lítið að vera óþolinmóður í upphafi. Það tekur oft margar vikur, jafn- vel þrjá mánuði, að sjá verulegar framfarir. Þótt hlauparinn við hliðina á þér sýni meiri framfarir getur verið að hann hafi allt annan grunn en þú sjálfur. Það þýðir því ekkert að gefast upp þótt þetta sé pínulítið erfitt fyrstu vikurnar.“ Hann bendir aftur á hlaupahópa í því sambandi sem gott aðhald fyrstu vikurnar. Ef vel sé hugað að upphafinu, góðum styrktar- og teygjuæfingum og auðvitað góðum hlaupaskóm geti f lestir hlaupið langt fram eftir aldri. „Ég veit um marga 70-80 ára sem hlaupa enn þá þótt þeir séu farnir að blanda annarri hreyfingu inn í, svo sem sundi, göngu, styrktaræf- ingum og hjólaferðum.“ Ekki fara of geyst af stað Fjölmargir Íslendingar stunda hlaup. Mikilvægt er fyrir nýliða að fara rólega af stað og sýna þolinmæði. Góðir hlaupaskór skipta líka miklu máli. „Margir fara of geyst af stað og ætla sér of mikið á skömmum tíma,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og hlaupaþjálfari. MYND/GVA Flaggskipið okkar í lífrænum drykkjum í dag er vörumerkið Lima,“ segir Þóra Dagfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Arka. „Lima er belgískt fyrirtæki sem starfað hefur í sextíu ár en Lima var fyrst til að koma með hrís- mjólk og hrískökur á markað í Evrópu. Við hjá Arka höfum boðið upp á vörur frá Lima í níu ár. Þær hafa reynst vel og hægt er að treysta gæðum þeirra full- komlega. Við fáum mikið af fyrirspurnum frá fólki með ýmiss konar ofnæmi eða óþol en hrísmjólk- in frá Lima er án laktósa og glútens, án viðbætts sykurs og án kólesteróls. Hún er því tilvalin fyrir þá sem eru með laktósa- eða glútenóþol og fyrir alla sem vilja huga að heilsunni,“ segir Þóra. „Hrísmjólkin frá Lima er notuð alveg eins og önnur mjólk, til drykkjar, út á morgun kornið, í bakstur og í morgunþeytinga. Hún er unnin úr hýðishrísgrjónum og er ekki bara næringarrík heldur líka hvít og falleg og mjög lystug. Við seljum einnig mikið af haframjólk og sojamjólk frá Lima og þá eru sjökorna hrískökurnar og maís kökur einnig mjög vinsælar frá þeim enda lífrænar og glútenlausar.“ Vörurnar frá Arka er að finna í flestum matvöru- verslunum allt land og í öllum heilsubúðum. Nánar á www.arka.is Engin aukaefni Arka heilsuvörur bjóða lífrænar matvörur frá Lima. Vörurnar innihalda engin aukaefni og flestar henta þeim sem eiga við laktósa- eða glútenóþol að stríða. Lífrænir epla- og appelsínusafar frá Healthy People eru án viðbætts sykurs. Trönuberjasafinn frá Healthy People er án viðbætts sykurs og einstaklega bragðgóður. Ólöf og Þóra Björg Dagfinnsdætur, eigendur Arka. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.